Verið spennt í marga mánuði og nú er loksins komið að þessu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. ágúst 2024 07:00 Jóhanna Guðrún stígur á svið í Eyjum í kvöld ásamt Fjallabræðrum og frumflytur Þjóðhátíðarlagið í ár. Vísir/Vilhelm Jóhanna Guðrún stígur á svið í kvöld á fyrsta degi Þjóðhátíðar í Eyjum. Þar mun hún frumflytja Þjóðhátíðarlagið í ár, Töfra, ásamt Fjallabræðrum. Jóhanna segist ekki geta beðið en hún mun hafa nóg að gera í Eyjum í ár enda mun hún stíga oftar á svið en bara föstudagskvöldið. „Við hópurinn höfum verið spennt í marga mánuði fyrir þessu. Ég hef verið að æfa með Albatross fyrir föstudaginn og svo Stuðlabandinu fyrir sunnudaginn. Svo hlakka ég til að vera með Blö strákunum á laugardaginn. Ég er bara ógeðslega spennt, hvernig er annað hægt?“ spyr Jóhanna Guðrún í samtali við Vísi. Í ár eru 150 ár liðin frá því að Eyjamenn héldu sína fyrstu Þjóðhátíð og því ljóst að hátíðin verður sérlega vegleg í ár. Þetta er í þriðja skipti frá upphafi Þjóðhátíðar sem lagið er samið og flutt af konu. Búist er við því að fimmtán þúsund manns muni leggja leið sína í Herjólfsdal til að berja Jóhönnu Guðrúnu og aðra listamenn í dalnum augum. Finnur ekki fyrir neinu nema tilhlökkun Jóhanna hefur áður lýst því hve spennt hún er að koma fram í Eyjum í ár og spila Þjóðhátíðarlagið. „Ég er svo spennt og þakklát að fá að vera með og ég þakka innilega fyrir að mér sé treyst fyrir svona dýrmætu verkefni. Það er gríðarlega mikill heiður að fá að vera hluti af 150 ára sögu Þjóðhátíðar og ég get ekki beðið eftir að heyra brekkuna syngja með mér.“ Þetta er í fyrsta skiptið sem Jóhanna semur Þjóðhátíðarlagið og því er ekki úr vegi að spyrja hvort hún finni eitthvað stress fyrir því að flytja lagið, þrátt fyrir að vera reynsluboltinn sem hún er? „Ég myndi frekar lýsa þessu sem tilhlökkun. Þetta er náttúrulega búið að vera í sigtinu í svo marga mánuði og við höfum öll lagt okkur svo mikið fram við að gera þetta vel. Þar get ég nefnt Halldór Gunnar sem hefur átt algjöran stórleik með sinni aðkomu að þessu lagi og að hátíðinni undanfarin ár. Þetta á bara eftir að verða geðveikt og ég held að fólk geti alveg verið peppað fyrir því að sjá settið okkar í kvöld.“ Halldór Gunnar Pálsson, Fjallabróðir með meiru, hefur mætt fjórtán sinnum í röð á Þjóðhátíð í Eyjum. Hann ræddi hátíðina og helgina í Bítinu á Bylgjunni í gær. Veðrið ekki að fara að stöðva gleðina Líkt og síðustu ár hefur verið beðið í ofvæni eftir veðurspám í Eyjum um helgina. Af fréttum að dæma verður boðið upp á allskonar veður í Eyjum um helgina, líklega logn á sunnudag en mesta athygli hefur vakið að spáð er hvassviðri á laugardag, þó veðurfræðingar telji að það muni draga hratt úr rokinu eftir því sem líður á daginn. „Þetta er náttúrulega bara Ísland, við vitum aldrei hvernig veðrið verður og þrátt fyrir spána þá getur að sjálfsögðu ræst úr henni og gerir það oft, en ef ekki þá erum við inni í dal, þar sem fólk getur komið sér fyrir,“ segir Jóhanna Guðrún. Þjóðhátíðargestir séu öllu vanir og kunni að klæða sig eftir veðri. „Það er bara að hvetja fólk til þess að græja sig vel, vera með allt sem getur vantað og láta þetta ekkert stoppa sig. Þetta er náttúrulega bara Þjóðhátíð, þar sem er alltaf massastuð og rosalegt lænöpp á sviðinu. Auðvitað vill maður fá bongóblíðu og sól en ef það verður ekki þá þýðir það ekki að þetta verði eitthvað leiðinlegt.“ Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Tónlist Tengdar fréttir „Fólkið er kjarni Þjóðhátíðar og ég vildi sýna það“ Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi Þjóðhátíðarlagsins 2024. Jóhanna Guðrún er flytjandi lagsins og segir að tökudagurinn hafi verið draumi líkastur. 25. júní 2024 07:01 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Sjá meira
„Við hópurinn höfum verið spennt í marga mánuði fyrir þessu. Ég hef verið að æfa með Albatross fyrir föstudaginn og svo Stuðlabandinu fyrir sunnudaginn. Svo hlakka ég til að vera með Blö strákunum á laugardaginn. Ég er bara ógeðslega spennt, hvernig er annað hægt?“ spyr Jóhanna Guðrún í samtali við Vísi. Í ár eru 150 ár liðin frá því að Eyjamenn héldu sína fyrstu Þjóðhátíð og því ljóst að hátíðin verður sérlega vegleg í ár. Þetta er í þriðja skipti frá upphafi Þjóðhátíðar sem lagið er samið og flutt af konu. Búist er við því að fimmtán þúsund manns muni leggja leið sína í Herjólfsdal til að berja Jóhönnu Guðrúnu og aðra listamenn í dalnum augum. Finnur ekki fyrir neinu nema tilhlökkun Jóhanna hefur áður lýst því hve spennt hún er að koma fram í Eyjum í ár og spila Þjóðhátíðarlagið. „Ég er svo spennt og þakklát að fá að vera með og ég þakka innilega fyrir að mér sé treyst fyrir svona dýrmætu verkefni. Það er gríðarlega mikill heiður að fá að vera hluti af 150 ára sögu Þjóðhátíðar og ég get ekki beðið eftir að heyra brekkuna syngja með mér.“ Þetta er í fyrsta skiptið sem Jóhanna semur Þjóðhátíðarlagið og því er ekki úr vegi að spyrja hvort hún finni eitthvað stress fyrir því að flytja lagið, þrátt fyrir að vera reynsluboltinn sem hún er? „Ég myndi frekar lýsa þessu sem tilhlökkun. Þetta er náttúrulega búið að vera í sigtinu í svo marga mánuði og við höfum öll lagt okkur svo mikið fram við að gera þetta vel. Þar get ég nefnt Halldór Gunnar sem hefur átt algjöran stórleik með sinni aðkomu að þessu lagi og að hátíðinni undanfarin ár. Þetta á bara eftir að verða geðveikt og ég held að fólk geti alveg verið peppað fyrir því að sjá settið okkar í kvöld.“ Halldór Gunnar Pálsson, Fjallabróðir með meiru, hefur mætt fjórtán sinnum í röð á Þjóðhátíð í Eyjum. Hann ræddi hátíðina og helgina í Bítinu á Bylgjunni í gær. Veðrið ekki að fara að stöðva gleðina Líkt og síðustu ár hefur verið beðið í ofvæni eftir veðurspám í Eyjum um helgina. Af fréttum að dæma verður boðið upp á allskonar veður í Eyjum um helgina, líklega logn á sunnudag en mesta athygli hefur vakið að spáð er hvassviðri á laugardag, þó veðurfræðingar telji að það muni draga hratt úr rokinu eftir því sem líður á daginn. „Þetta er náttúrulega bara Ísland, við vitum aldrei hvernig veðrið verður og þrátt fyrir spána þá getur að sjálfsögðu ræst úr henni og gerir það oft, en ef ekki þá erum við inni í dal, þar sem fólk getur komið sér fyrir,“ segir Jóhanna Guðrún. Þjóðhátíðargestir séu öllu vanir og kunni að klæða sig eftir veðri. „Það er bara að hvetja fólk til þess að græja sig vel, vera með allt sem getur vantað og láta þetta ekkert stoppa sig. Þetta er náttúrulega bara Þjóðhátíð, þar sem er alltaf massastuð og rosalegt lænöpp á sviðinu. Auðvitað vill maður fá bongóblíðu og sól en ef það verður ekki þá þýðir það ekki að þetta verði eitthvað leiðinlegt.“
Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Tónlist Tengdar fréttir „Fólkið er kjarni Þjóðhátíðar og ég vildi sýna það“ Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi Þjóðhátíðarlagsins 2024. Jóhanna Guðrún er flytjandi lagsins og segir að tökudagurinn hafi verið draumi líkastur. 25. júní 2024 07:01 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Sjá meira
„Fólkið er kjarni Þjóðhátíðar og ég vildi sýna það“ Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi Þjóðhátíðarlagsins 2024. Jóhanna Guðrún er flytjandi lagsins og segir að tökudagurinn hafi verið draumi líkastur. 25. júní 2024 07:01