Draumadagurinn breyttist fljótt í martröð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2024 09:30 César Palacios í búningi spænska unglingalandsliðsins. Getty/Seb Daly Einn efnilegasti spænski miðjumaðurinn sleit krossband eftir aðeins fimm mínútur í fyrsta leiknum með Real Madrid. Draumadagur unga knattspyrnumannsins César Palacios breyttist því fljótt í martröð. Hann meiddist illa á hné í fyrsta leik með Real Madrid. Forráðamenn Real óttast nú að þessi nítján ári miðjumaður hafi slitið krossband en hann var staddur með spænska liðinu í æfingaferð í Bandaríkjunum. Í raun var Palacios aðeins búinn að spila í fimm mínútur á Soldier Field í Chicago þegar hann meiddist. Real Madrid tapaði leiknum 1-0 á móti ítalska félaginu AC Milan. Palacios kom inn á sem varamaður í hálfleik fyrir Króatann Luka Modric en var síðan tekinn af velli á 52. mínútu og í stað hans kom Álvaro Rodríguez. Rodríguez meiddist síðan sjálfur illa á ökkla og var tekin af velli í lok leiksins. Palacios er einn efnilegasti leikmaður liðsins en Athletic Club sýndi honum mikinn áhuga fyrir nokkrum vikum. Hann er fæddur árið 2004 og hefur skorað sex mörk í tólf leikjum með spænska nítján ára landsliðinu. Hann skoraði 7 mörk og gaf 3 stoðsendingar í þrettán leikjum með Real Madrid í unglingameistaradeild UEFA á síðasta tímabili. Nú bíður hans aðgerð og mikil vinna við að koma sér aftur inn á fótboltavöllinn. Real Madrid mætir Barcelona í næsta leik sínum í æfingaferðinni sem er á morgun í New Jersey. Esto sí que me preocupa y me jode: que el chaval César Palacios debutara y a los 6 minutos se lesionara de la rodilla. Porque, además, Ancelotti dijo luego en rueda de prensa que no tenía buena pinta. Espero que no sea grave.pic.twitter.com/oKDXBk0aoQ— Madrid Sports (@MadridSports_) August 1, 2024 Spænski boltinn Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Sjá meira
Draumadagur unga knattspyrnumannsins César Palacios breyttist því fljótt í martröð. Hann meiddist illa á hné í fyrsta leik með Real Madrid. Forráðamenn Real óttast nú að þessi nítján ári miðjumaður hafi slitið krossband en hann var staddur með spænska liðinu í æfingaferð í Bandaríkjunum. Í raun var Palacios aðeins búinn að spila í fimm mínútur á Soldier Field í Chicago þegar hann meiddist. Real Madrid tapaði leiknum 1-0 á móti ítalska félaginu AC Milan. Palacios kom inn á sem varamaður í hálfleik fyrir Króatann Luka Modric en var síðan tekinn af velli á 52. mínútu og í stað hans kom Álvaro Rodríguez. Rodríguez meiddist síðan sjálfur illa á ökkla og var tekin af velli í lok leiksins. Palacios er einn efnilegasti leikmaður liðsins en Athletic Club sýndi honum mikinn áhuga fyrir nokkrum vikum. Hann er fæddur árið 2004 og hefur skorað sex mörk í tólf leikjum með spænska nítján ára landsliðinu. Hann skoraði 7 mörk og gaf 3 stoðsendingar í þrettán leikjum með Real Madrid í unglingameistaradeild UEFA á síðasta tímabili. Nú bíður hans aðgerð og mikil vinna við að koma sér aftur inn á fótboltavöllinn. Real Madrid mætir Barcelona í næsta leik sínum í æfingaferðinni sem er á morgun í New Jersey. Esto sí que me preocupa y me jode: que el chaval César Palacios debutara y a los 6 minutos se lesionara de la rodilla. Porque, además, Ancelotti dijo luego en rueda de prensa que no tenía buena pinta. Espero que no sea grave.pic.twitter.com/oKDXBk0aoQ— Madrid Sports (@MadridSports_) August 1, 2024
Spænski boltinn Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Sjá meira