„Það er í raun og veru allur bransinn sem er í hættu“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. ágúst 2024 20:01 Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Vísir/Vilhelm Samtök verslunar og þjónustu hafa áhyggjur af aukningu innbrota og skipulagðrar glæpastarfsemi á Íslandi. Innbrot valdi verslunarmönnum miklu tjóni og nær engin áhætta sé fólgin í að iðka slíka brotastarfsemi hér á landi þar sem málin leiði sjaldnast til ákæru. Framkvæmdastjóri SVÞ skorar á stjórnvöld að taka vandann fastari tökum. Myndband af innbroti í verslunina King Kong fyrr í vikunni hefur vakið athygli, en eigandi verslunarinnar segir virðast sem innbrot séu fastur liður í því að reka söluturn á Íslandi. Einnig var brotist inn í verslun sömu eigenda í desember í fyrra. Verslunin er ekki sú eina sem orðið hefur fyrir barði innbrotsþjófa, en framkvæmdastjóri Samtak verslunar og þjónustu segist merkja aukningu í slíkum málum. „Við höfum sífellt meiri áhyggjur í okkar geira. Þetta er viðvarandi vandamál, búið að vera lengi en þetta er klárlega að aukast. Skýringarnar eru ýmis konar að okkar mati og ekki síst það breytta þjóðfélagsmynstur sem við erum að sjá,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ. Hann segir þróunina bera öll merki þess að oft sé um að ræða erlenda skipulagða brotastarfsemi. „Þar sem fólk kemur hérna, er sent hingað heim, fólk sem stendur höllum fæti einhvers staðar gjarnan í Evrópu, gagngert til að fremja svona afbrot. Síðan þegar búið er að handtaka það kannski tvisvar, þrisvar þá er því kippt til baka og aðrir sendir,“ segir Andrés. Þjófarnir séu þannig í flestum tilfellum farnir fljótt aftur af landi brott og þess vegna komist fæst þessara mála til ákærumeðferðar í réttarvörslukerfinu. Samtökin hafi reynt að benda yfirvöldum á þetta vandamál í mörg ár. „Eins og við erum búin að segja við stjórnvöld í mörg undanfarin ár, þetta er vandamál sem lögreglan virðist ekki ráða við að leysa. Það eru allt of fá tilvik þar sem brot af þessu tagi enda í ákærumeðferð,“ segir Andrés. Segir allar tegundir verslana í hættu Brot af þessum toga valdi verslunina gríðarlegu tjóni. „áttatíu prósent af tjónunum eru í tuttugu prósent tilvikanna. Þannig að þeir sem eru að fremja þessi afbrot í skipulögðum tilgangi eru að valda mestu tjóninu hjá fyrirtækjunum hjá okkur,“ segir Andrés. Hann segir ekki hægt að einskorða þetta við einhverja eina tegund verslana, en nefnir þó til að mynda stórverslanir og byggingavöruverslanir sem dæmi. „En það er í raun og veru allur bransinn sem er í hættu af þessum ástæðum,“ segir Andrés. Hann segir samtökin ítrekað hafa vakið athygli stjórnvalda á vandanum, meðal annars við dómsmálaráðherra og lögreglu. „Eins og við erum búin að segja þráfaldlega við stjórnvöld mörg undanfarin ár, að ef að á að stemma stigu við þessum vanda þá verða stjórnvöld að taka þetta fastari tökum. Það eru engin varnaðaráhrif vegna þess að í sárafáum tilfellum leiðir þetta til þess að brotamenn eru ákærðir. Þannig að áhættan af því að stunda þessa starfsemi er nær engin,“ segir Andrés. Hann segir samtökin hafa fengið þau skilaboð frá lögreglu að rannsókn mála af þessum toga séu ekki forgangsmál hjá lögreglu. „Það er bara vitað og lögreglan hefur margoft sagt okkur þetta.“ Lögreglumál Verslun Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fleiri fréttir Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Myndband af innbroti í verslunina King Kong fyrr í vikunni hefur vakið athygli, en eigandi verslunarinnar segir virðast sem innbrot séu fastur liður í því að reka söluturn á Íslandi. Einnig var brotist inn í verslun sömu eigenda í desember í fyrra. Verslunin er ekki sú eina sem orðið hefur fyrir barði innbrotsþjófa, en framkvæmdastjóri Samtak verslunar og þjónustu segist merkja aukningu í slíkum málum. „Við höfum sífellt meiri áhyggjur í okkar geira. Þetta er viðvarandi vandamál, búið að vera lengi en þetta er klárlega að aukast. Skýringarnar eru ýmis konar að okkar mati og ekki síst það breytta þjóðfélagsmynstur sem við erum að sjá,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ. Hann segir þróunina bera öll merki þess að oft sé um að ræða erlenda skipulagða brotastarfsemi. „Þar sem fólk kemur hérna, er sent hingað heim, fólk sem stendur höllum fæti einhvers staðar gjarnan í Evrópu, gagngert til að fremja svona afbrot. Síðan þegar búið er að handtaka það kannski tvisvar, þrisvar þá er því kippt til baka og aðrir sendir,“ segir Andrés. Þjófarnir séu þannig í flestum tilfellum farnir fljótt aftur af landi brott og þess vegna komist fæst þessara mála til ákærumeðferðar í réttarvörslukerfinu. Samtökin hafi reynt að benda yfirvöldum á þetta vandamál í mörg ár. „Eins og við erum búin að segja við stjórnvöld í mörg undanfarin ár, þetta er vandamál sem lögreglan virðist ekki ráða við að leysa. Það eru allt of fá tilvik þar sem brot af þessu tagi enda í ákærumeðferð,“ segir Andrés. Segir allar tegundir verslana í hættu Brot af þessum toga valdi verslunina gríðarlegu tjóni. „áttatíu prósent af tjónunum eru í tuttugu prósent tilvikanna. Þannig að þeir sem eru að fremja þessi afbrot í skipulögðum tilgangi eru að valda mestu tjóninu hjá fyrirtækjunum hjá okkur,“ segir Andrés. Hann segir ekki hægt að einskorða þetta við einhverja eina tegund verslana, en nefnir þó til að mynda stórverslanir og byggingavöruverslanir sem dæmi. „En það er í raun og veru allur bransinn sem er í hættu af þessum ástæðum,“ segir Andrés. Hann segir samtökin ítrekað hafa vakið athygli stjórnvalda á vandanum, meðal annars við dómsmálaráðherra og lögreglu. „Eins og við erum búin að segja þráfaldlega við stjórnvöld mörg undanfarin ár, að ef að á að stemma stigu við þessum vanda þá verða stjórnvöld að taka þetta fastari tökum. Það eru engin varnaðaráhrif vegna þess að í sárafáum tilfellum leiðir þetta til þess að brotamenn eru ákærðir. Þannig að áhættan af því að stunda þessa starfsemi er nær engin,“ segir Andrés. Hann segir samtökin hafa fengið þau skilaboð frá lögreglu að rannsókn mála af þessum toga séu ekki forgangsmál hjá lögreglu. „Það er bara vitað og lögreglan hefur margoft sagt okkur þetta.“
Lögreglumál Verslun Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fleiri fréttir Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira