Fréttamaður Stöðvar 2 ræddi við Jónas í beinni útsendingu í kvöldfréttum.
Hvað eigið þið von á mörgum í ár?
„Við bara vonum það besta og vonum að það komi sem flestir. Við værum kannski voðalega ánægð ef það kæmu fimmtán þúsund manns, það væri alveg æðislegt,“ segir Jónas.
Hann segir veðrið ekki öllu máli skipta.
„Neineinei við erum Íslendingar, við erum öllu vön,“ segir hann.