Milli vonar og ótta Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 3. ágúst 2024 09:01 „Horft fram á veginn mun þýzkt efnahagslíf halda áfram að sveiflast á milli vonar og ótta.“ Þetta er á meðal þess sem fram kemur í greiningu hollenzka alþjóðabankans ING á stöðu mála í hagkerfi Þýzkalands sem birt var 30. júlí síðastliðinn. Þar segir enn fremur að stöðnun hafi ríkt í þýzku efnahagslífi undanfarin ár með litlum eða engum hagvexti. „Hagkerfið er raunar minna í dag en það var fyrir tveimur árum síðan.“ Talsvert hefur verið rætt um stöðuna í efnahagslífi Bretlands af hérlendum Evrópusambandssinnum, og verið dregin upp dökk mynd í þeim efnum og það skrifað alfarið á reikning útgöngu landsins úr Evrópusambandinu. Hafa þá iðulega fylgt talsvert digurbarkalegar yfirlýsingar um það að Bretar hefðu betur haft vit á því að vera áfram í sambandinu. Þar væri staðan sem sagt miklu betri en hjá Bretunum. Til dæmis stökk Evrópuhreyfingin á dögunum á fréttir um skýrslu frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum þar sem fjallað var um lítinn hagvöxt í Bretlandi og sló því upp á Facebook með dramatískri tilvitnun í formann systursamtaka þeirra þar í landi. Hins vegar láðist þeim alveg að kanna hvernig staðan væri innan Evrópusambandsins til samanburðar. Þá einkum og sér í lagi í Þýzkalandi, öflugasta hagkerfi þess. Fast í langvarandi stöðnun „Horft á heildina staðfesta fyrirliggjandi gögn enn og aftur að Þýskaland er eftirbátur annarra þegar kemur að hagvexti á evrusvæðinu,“ segir enn fremur í greiningu ING. Ekki verði auðvelt fyrir landið að komast út úr þeirri langvarandi stöðnun sem það hafi verið í. Vonir hefðu staðið til þess að viðsnúningur væri að eiga sér stað síðasta vetur og að svartsýni undanfarinna ára væri að baki en sú hefði ekki orðið raunin. Hagvöxtur í Þýzkalandi var neikvæður um 0,3% á síðasta ári og er gert ráð fyrir því að hann verði 0,1% í ár samkvæmt framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Hliðstæða sögu er að segja af ófáum öðrum evruríkjum. Til að mynda var hagvöxtur í Finnlandi neikvæður um 1% á síðasta ári og er spáð engum vexti á þessu ári. Þá var hagvöxtur í Austurríki neikvæður um 0,8% á síðasta ári og spáð 0,3% vexti í ár. Hvað Holland varðar var hagvöxtur þar á síðasta ári 0,1% og spáð 0,8% vexti í ár. Varðandi Eistland var hagvöxtur þar í landi á síðasta ári neikvæður um 3% og er gert ráð fyrir því að hann verði neikvæður á þessu ári um 0,5%. Þá er spáð 0,9% hagvexti á Ítalíu á þessu ári og 0,7% í Frakklandi. Til samanburðar var hagvöxtur í Bretlandi á síðasta ári 0,1% og er gert ráð fyrir því að hann verði 0,7% á þessu ári. Horfur í Bretlandi jákvæðar Horfur í brezkum efnahagsmálum að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru annars mjög langt frá því að vera eins neikvæðar og haldið hefur verið fram í röðum Evrópusambandssinna. Í það minnsta ekki verri en í tilfelli helztu ríkja evrusvæðisins. Í reynd eru þær ágætlega jákvæðar eins og fram kemur til að mynda í fréttatilkynningu vegna nýjustu skýrslu sjóðsins um stöðu efnahagsmála í Bretlandi 8. júlí í sumar. „Hagkerfið nálgast mjúka lendingu samhliða meiri hagvaxtaraukningu en gert hafði verið ráð fyrir í kjölfar vægs tæknilegs samdráttar á árinu 2023. Verðbólga hefur farið ört lækkandi og nánast náð verðbólgumarkmiði eftir að hafa verið í tveggja stafa tölu á síðasta ári þar sem miklar hækkanir á orkuverði hafa gengið til baka og áhrif frá aðhaldssamari peningastefnu á eftirspurn hafa skilað sér,“ segir þannig í henni. Hóflegum hagvexti sé spáð í ár og 1,5% á því næsta samhliða hagstæðari efnahagsaðstæðum. Óvissa í kjölfar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu fari áfram minnkandi samhliða bættu fyrirkomulagi á landamærunum að Írlandi, endurskoðun á regluverki sem Bretar hafi erft frá Brussel og harðfylgi brezks útflutningsiðnaðar. Útflutningur til sambandsins sé hins vegar enn að aðlagast nýjum aðstæðum. Miður æskilegur stöðugleiki Vaxtaákvarðanir Seðlabanka Evrópusambandsins taka fyrst og fremst mið af stöðu efnahagsmála í Þýzkalandi. Efnahagleg stöðnun þar í landi um langt árabil er helzta ástæða þess að stýrivextir bankans hafa lengi verið lágir. Jafnvel neikvæðir vegna verðhjöðnunar sem er birtingarmynd mun alvarlegra efnahagsástands en verðbólga. Stöðnun felur vissulega í sér ákveðinn stöðugleika en ekki sérlega æskilegan. Tal um vaxtamun á milli Íslands og evrusvæðisins felur þannig ekki í sér samanburð á hérlendum vöxtum við vaxtastig sem er til marks um heilbrigt efnahagsástand. Þvert á móti. Meðal þess sem efnahagsleg stöðnun felur í sér er lítill eða enginn hagvöxtur, minni framleiðni og verðmætasköpun, minni fjárfesting og mikið og viðvarandi atvinnuleysi. Einkenni sem verið hafa áberandi víðar á svæðinu en í Þýzkalandi. Málflutningur í röðum Evrópusambandssinna um stöðu efnahagsmála í Bretlandi er afar lýsandi fyrir framgöngu þeirra almennt. Reynt er að draga upp sem allra dekksta mynd af bæði brezku og íslenzku efnahagslífi á sama tíma og gert að því skóna að smjör drjúpi af hverju strái á evrusvæðinu en forðast að nefna óþægilegar tölur í því sambandi enda mjög langur vegur frá því að það samrýmist raunveruleikanum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Efnahagsmál Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
„Horft fram á veginn mun þýzkt efnahagslíf halda áfram að sveiflast á milli vonar og ótta.“ Þetta er á meðal þess sem fram kemur í greiningu hollenzka alþjóðabankans ING á stöðu mála í hagkerfi Þýzkalands sem birt var 30. júlí síðastliðinn. Þar segir enn fremur að stöðnun hafi ríkt í þýzku efnahagslífi undanfarin ár með litlum eða engum hagvexti. „Hagkerfið er raunar minna í dag en það var fyrir tveimur árum síðan.“ Talsvert hefur verið rætt um stöðuna í efnahagslífi Bretlands af hérlendum Evrópusambandssinnum, og verið dregin upp dökk mynd í þeim efnum og það skrifað alfarið á reikning útgöngu landsins úr Evrópusambandinu. Hafa þá iðulega fylgt talsvert digurbarkalegar yfirlýsingar um það að Bretar hefðu betur haft vit á því að vera áfram í sambandinu. Þar væri staðan sem sagt miklu betri en hjá Bretunum. Til dæmis stökk Evrópuhreyfingin á dögunum á fréttir um skýrslu frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum þar sem fjallað var um lítinn hagvöxt í Bretlandi og sló því upp á Facebook með dramatískri tilvitnun í formann systursamtaka þeirra þar í landi. Hins vegar láðist þeim alveg að kanna hvernig staðan væri innan Evrópusambandsins til samanburðar. Þá einkum og sér í lagi í Þýzkalandi, öflugasta hagkerfi þess. Fast í langvarandi stöðnun „Horft á heildina staðfesta fyrirliggjandi gögn enn og aftur að Þýskaland er eftirbátur annarra þegar kemur að hagvexti á evrusvæðinu,“ segir enn fremur í greiningu ING. Ekki verði auðvelt fyrir landið að komast út úr þeirri langvarandi stöðnun sem það hafi verið í. Vonir hefðu staðið til þess að viðsnúningur væri að eiga sér stað síðasta vetur og að svartsýni undanfarinna ára væri að baki en sú hefði ekki orðið raunin. Hagvöxtur í Þýzkalandi var neikvæður um 0,3% á síðasta ári og er gert ráð fyrir því að hann verði 0,1% í ár samkvæmt framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Hliðstæða sögu er að segja af ófáum öðrum evruríkjum. Til að mynda var hagvöxtur í Finnlandi neikvæður um 1% á síðasta ári og er spáð engum vexti á þessu ári. Þá var hagvöxtur í Austurríki neikvæður um 0,8% á síðasta ári og spáð 0,3% vexti í ár. Hvað Holland varðar var hagvöxtur þar á síðasta ári 0,1% og spáð 0,8% vexti í ár. Varðandi Eistland var hagvöxtur þar í landi á síðasta ári neikvæður um 3% og er gert ráð fyrir því að hann verði neikvæður á þessu ári um 0,5%. Þá er spáð 0,9% hagvexti á Ítalíu á þessu ári og 0,7% í Frakklandi. Til samanburðar var hagvöxtur í Bretlandi á síðasta ári 0,1% og er gert ráð fyrir því að hann verði 0,7% á þessu ári. Horfur í Bretlandi jákvæðar Horfur í brezkum efnahagsmálum að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru annars mjög langt frá því að vera eins neikvæðar og haldið hefur verið fram í röðum Evrópusambandssinna. Í það minnsta ekki verri en í tilfelli helztu ríkja evrusvæðisins. Í reynd eru þær ágætlega jákvæðar eins og fram kemur til að mynda í fréttatilkynningu vegna nýjustu skýrslu sjóðsins um stöðu efnahagsmála í Bretlandi 8. júlí í sumar. „Hagkerfið nálgast mjúka lendingu samhliða meiri hagvaxtaraukningu en gert hafði verið ráð fyrir í kjölfar vægs tæknilegs samdráttar á árinu 2023. Verðbólga hefur farið ört lækkandi og nánast náð verðbólgumarkmiði eftir að hafa verið í tveggja stafa tölu á síðasta ári þar sem miklar hækkanir á orkuverði hafa gengið til baka og áhrif frá aðhaldssamari peningastefnu á eftirspurn hafa skilað sér,“ segir þannig í henni. Hóflegum hagvexti sé spáð í ár og 1,5% á því næsta samhliða hagstæðari efnahagsaðstæðum. Óvissa í kjölfar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu fari áfram minnkandi samhliða bættu fyrirkomulagi á landamærunum að Írlandi, endurskoðun á regluverki sem Bretar hafi erft frá Brussel og harðfylgi brezks útflutningsiðnaðar. Útflutningur til sambandsins sé hins vegar enn að aðlagast nýjum aðstæðum. Miður æskilegur stöðugleiki Vaxtaákvarðanir Seðlabanka Evrópusambandsins taka fyrst og fremst mið af stöðu efnahagsmála í Þýzkalandi. Efnahagleg stöðnun þar í landi um langt árabil er helzta ástæða þess að stýrivextir bankans hafa lengi verið lágir. Jafnvel neikvæðir vegna verðhjöðnunar sem er birtingarmynd mun alvarlegra efnahagsástands en verðbólga. Stöðnun felur vissulega í sér ákveðinn stöðugleika en ekki sérlega æskilegan. Tal um vaxtamun á milli Íslands og evrusvæðisins felur þannig ekki í sér samanburð á hérlendum vöxtum við vaxtastig sem er til marks um heilbrigt efnahagsástand. Þvert á móti. Meðal þess sem efnahagsleg stöðnun felur í sér er lítill eða enginn hagvöxtur, minni framleiðni og verðmætasköpun, minni fjárfesting og mikið og viðvarandi atvinnuleysi. Einkenni sem verið hafa áberandi víðar á svæðinu en í Þýzkalandi. Málflutningur í röðum Evrópusambandssinna um stöðu efnahagsmála í Bretlandi er afar lýsandi fyrir framgöngu þeirra almennt. Reynt er að draga upp sem allra dekksta mynd af bæði brezku og íslenzku efnahagslífi á sama tíma og gert að því skóna að smjör drjúpi af hverju strái á evrusvæðinu en forðast að nefna óþægilegar tölur í því sambandi enda mjög langur vegur frá því að það samrýmist raunveruleikanum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun