Gagnrýnir fjárhagsreglurnar eftir að Chelsea seldi Gallagher Ágúst Orri Arnarson skrifar 6. ágúst 2024 13:00 Enzo Maresca ræddi við blaðamenn um söluna á Conor Gallagher. Darren Walsh/Chelsea FC via Getty Images Enzo Maresca, nýráðinn stjóri Chelsea, gagnrýnir regluverk ensku úrvalsdeildarinnar sem hann segir hvetja félög til að selja uppalda leikmenn frá sér. Conor Gallagher er á leið til Atlético Madrid. Hann verður þar með sjöundi uppaldi leikmaðurinn sem Chelsea selur frá sér síðasta árið. Reiknað er með því að tveir aðrir, Armando Broja og Trevor Chalobah, verði einnig seldir í sumar. Ástæðan fyrir því að Chelsea er svo duglegt að selja uppalda leikmenn er að sala þeirra skráist sem hreinn gróði í bókhaldinu, sem gerir Chelsea kleift að hlýða ströngu fjárhagsregluverki ensku úrvalsdeildarinnar. Sem uppeldisfélag fær Chelsea einnig hluta af söluverði ef þeir eru seldir aftur. Enzo Maresca var spurður af BBC hvort hann hefði áhyggjur af því að stuðningsmenn tæku illa í að sjá alla uppöldu leikmennina selda frá félaginu. „Þetta eru ekki bara við, öll félög úrvalsdeildarinnar þurfa að gera þetta. Það er algjör synd, á Ítalíu til dæmis sáum við Totti spila með Roma í tuttugu ár. Við elskum að sjá það og aðdáendurnir vilja það eins og reglurnar eru núna er það ekki lengur hægt.“ Hann var svo spurður hvort breyta þyrfti reglunum og svaraði því játandi. Vert er að nefna að Chelsea hefur eytt meira en milljarði punda í leikmenn undanfarin tvö ár eftir að Todd Boehly keypti félagið. Þegar svo miklu er eytt þarf að selja mikið á móti til að jafna út bókhaldið og fylgja reglum sem kveða að félög megi ekki vera rekin með meira en 105 milljóna punda tapi yfir þriggja ára tímabil. Enski boltinn Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Sjá meira
Conor Gallagher er á leið til Atlético Madrid. Hann verður þar með sjöundi uppaldi leikmaðurinn sem Chelsea selur frá sér síðasta árið. Reiknað er með því að tveir aðrir, Armando Broja og Trevor Chalobah, verði einnig seldir í sumar. Ástæðan fyrir því að Chelsea er svo duglegt að selja uppalda leikmenn er að sala þeirra skráist sem hreinn gróði í bókhaldinu, sem gerir Chelsea kleift að hlýða ströngu fjárhagsregluverki ensku úrvalsdeildarinnar. Sem uppeldisfélag fær Chelsea einnig hluta af söluverði ef þeir eru seldir aftur. Enzo Maresca var spurður af BBC hvort hann hefði áhyggjur af því að stuðningsmenn tæku illa í að sjá alla uppöldu leikmennina selda frá félaginu. „Þetta eru ekki bara við, öll félög úrvalsdeildarinnar þurfa að gera þetta. Það er algjör synd, á Ítalíu til dæmis sáum við Totti spila með Roma í tuttugu ár. Við elskum að sjá það og aðdáendurnir vilja það eins og reglurnar eru núna er það ekki lengur hægt.“ Hann var svo spurður hvort breyta þyrfti reglunum og svaraði því játandi. Vert er að nefna að Chelsea hefur eytt meira en milljarði punda í leikmenn undanfarin tvö ár eftir að Todd Boehly keypti félagið. Þegar svo miklu er eytt þarf að selja mikið á móti til að jafna út bókhaldið og fylgja reglum sem kveða að félög megi ekki vera rekin með meira en 105 milljóna punda tapi yfir þriggja ára tímabil.
Enski boltinn Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Sjá meira