Fjögurra daga hraustur drengur hætti skyndilega að anda Jón Þór Stefánsson skrifar 7. ágúst 2024 08:30 Elías Andri ásamt syni sínum sem er nokkurra daga gamall á sjúkrahúsinu. Elías Elías Andri Óskarsson, íbúi á Sauðárkróki, segir margar tilviljanir hafa orðið til þess að ekki fór verr síðastliðinn sunnudag þegar fjögurra daga gamall sonur hans hætti skyndilega að anda. Um tíma var óttast að hann væri að deyja, en sem betur fer heilsast honum vel í dag. Í samtali við fréttastofu greinir Elías frá atburðarás sunnudagsins, en sjálfur var hann staddur í Litla skógi við Sauðárkrók ásamt tveggja ára dóttur sinni þegar hann fékk fyrstu fregnir af veikindum sonarins. „Þá fæ ég símtal frá tvíburasystur konunnar minnar um að ég þyrfti að drífa mig heim, strákurinn væri eitthvað skrýtinn, það liti út fyrir að hann væri hættur að anda og þyrfti að fara á spítala.“ Ljósmóðir hafði verið heima hjá móðurinni í heimavitjun þegar þetta átti sér stað. „Ég held að þau hafi verið nýbúin að vigta hann og voru að tala um að hann væri bara hraustari en önnur börn, hann lyfti haus og væri handsterkur og svona. Svo er konan mín bara að láta barnið ropa þegar ljósmóðirin tekur eftir því að hann hálflyppast niður. Hún hafði ekki séð nein veikindamerki eða neitt slíkt fyrir það,“ segir Elías. „Þeim tekst ekki að fá nein viðbrögð frá honum.“ „Bað hana um að skella á mig og vera með honum“ Kallað var eftir sjúkrabíl. Í sömu andrá og sjúkrabíllinn var að leggja af stað frá heimili þeirra komu þau feðginin heim. Í sjúkrabílnum var sonurinn, móðir hans, ljósmóðirin og læknir frá spítalanum á Sauðárkróki. Elías og tvíburasystir konunnar hans eltu bílinn sem stefndi frá Sauðárkróki til Akureyrar. Í þeirri bílferð fékk Elías annað erfitt símtal. „Svo hringir konan í mig og segir að það sé eins og hann sé að deyja. Ég bað hana um að skella á mig og vera með honum,“ segir hann. „Síðan hringir hún mjög skömmu seinna og segir að það sé að koma þyrla og að þau séu stopp uppi á Öxnadalsheiði, og það séu bara tvær til þrjár mínútur í þyrlu. Við komum þarna að sjúkrabílnum rétt áður en þyrlan lendir. Þegar við opnum hurðina á sjúkrabílnum tekur hann við sér og byrjar að gráta.“ Drengurinn greindist með Covid. Heilbrigðisstarfsfólk hefur útskýrt fyrir foreldrunum að viðbrögð hans séu þekkt hjá ungbörnum sem fái veirusýkingar.Elías Drengnum og foreldrunum var komið í þyrluna og þau flugu til Akureyrar. Að sögn Elíasar tók flugið fimm mínútur en hann telur að aksturinn hefði tekið hálftíma eða fjörutíu mínútur. Á Akureyri hafi tekið við allar þær rannsóknir sem hægt er að gera. „Hann greinist með Covid. Það er útskýrt fyrir okkur að vegna þess að hann er svona rosalega ungur þá eru þetta þekkt viðbrögð við svona veirusýkingum, að vera ekki að anda,“ segir Elías. Á svipuðum slóðum þegar fæðingin hófst Elías bendir á að þegar drengurinn var að fæðast hafi þau farið í eina fýluferð til Akureyrar þar sem að ekkert gerðist og verið að keyra aftur á Sauðárkrók þegar fæðingin hafi byrjað. Þau hafi stoppað á mjög svipuðum stað á heiðinni í það skipti. „Við byrjum bara á að fæða í bílnum. Við fáum sjúkrabíl á móti og við erum að byrja að taka á móti honum á heiðinni.“ Elíasi finnst margar magnaðar tilviljanir sem þessar vera í sögunni. Það að ljósmóðirin hafi einmitt verið í heimsókn þegar þetta eigi sér stað hafi til að mynda líklega hjálpað mikið til en Elías segir hana hafa verið gríðarlega mikilvæga til að bjarga barninu. „Hún fer með þeim í sjúkrabílinn og er að halda í honum lífinu allan aksturinn.“ „Hún er svolítið hetjan í þessari sögu,“ segir Elías um ljósmóðurina. „Ef þetta hefði skeð þegar mæðginin væru sofandi, maður hefði ekki vilja spyrja að leikslokum þar.“ Jafnframt bendir Elías á að þyrla frá Landhelgisgæslunni sé yfirleitt ekki fyrir norðan. Líklega hafi þyrlan sem kom þeim til bjargar einungis verið staðsett þar vegna verslunarmannahelgarinnar. „Hún var bara að gera sig klára til að fljúga suður þegar beiðnin kemur.“ Dapurt að þyrla sé ekki alltaf til reiðu Hann er gagnrýnin á það að það sé ekki alltaf þyrla til reiðu fyrir norðan, og líka fyrir austan. Í þessu tilfelli hafi það mögulega skipt sköpum að hún hafi verið til staðar. „Ég er sjálfur smábátasjómaður og hef verið mikið á tryllum og lent í alls konar og hef þurft að fá aðstoð,“ segir Elías. „Ég hef mikið verið að róa fyrir austan. Maður veit að ef eitthvað kemur upp á úti á sjá þá hefur þyrlan ekki eldsneyti til að standa í neinni leit þar. Manni finnst þetta hálfdapurt í landi vellystinga eins og hjá okkur að ástandið sé svona lélegt.“ Þó að Elías sé gagnrýnin á þetta er hann fullur þakklætis í garð allra viðbragðsaðilana sem komu að málinu. „Maður verður bara meyr yfir því hvað allt fólkið hérna er gott.“ Börn og uppeldi Heilbrigðismál Björgunarsveitir Skagafjörður Akureyri Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Í samtali við fréttastofu greinir Elías frá atburðarás sunnudagsins, en sjálfur var hann staddur í Litla skógi við Sauðárkrók ásamt tveggja ára dóttur sinni þegar hann fékk fyrstu fregnir af veikindum sonarins. „Þá fæ ég símtal frá tvíburasystur konunnar minnar um að ég þyrfti að drífa mig heim, strákurinn væri eitthvað skrýtinn, það liti út fyrir að hann væri hættur að anda og þyrfti að fara á spítala.“ Ljósmóðir hafði verið heima hjá móðurinni í heimavitjun þegar þetta átti sér stað. „Ég held að þau hafi verið nýbúin að vigta hann og voru að tala um að hann væri bara hraustari en önnur börn, hann lyfti haus og væri handsterkur og svona. Svo er konan mín bara að láta barnið ropa þegar ljósmóðirin tekur eftir því að hann hálflyppast niður. Hún hafði ekki séð nein veikindamerki eða neitt slíkt fyrir það,“ segir Elías. „Þeim tekst ekki að fá nein viðbrögð frá honum.“ „Bað hana um að skella á mig og vera með honum“ Kallað var eftir sjúkrabíl. Í sömu andrá og sjúkrabíllinn var að leggja af stað frá heimili þeirra komu þau feðginin heim. Í sjúkrabílnum var sonurinn, móðir hans, ljósmóðirin og læknir frá spítalanum á Sauðárkróki. Elías og tvíburasystir konunnar hans eltu bílinn sem stefndi frá Sauðárkróki til Akureyrar. Í þeirri bílferð fékk Elías annað erfitt símtal. „Svo hringir konan í mig og segir að það sé eins og hann sé að deyja. Ég bað hana um að skella á mig og vera með honum,“ segir hann. „Síðan hringir hún mjög skömmu seinna og segir að það sé að koma þyrla og að þau séu stopp uppi á Öxnadalsheiði, og það séu bara tvær til þrjár mínútur í þyrlu. Við komum þarna að sjúkrabílnum rétt áður en þyrlan lendir. Þegar við opnum hurðina á sjúkrabílnum tekur hann við sér og byrjar að gráta.“ Drengurinn greindist með Covid. Heilbrigðisstarfsfólk hefur útskýrt fyrir foreldrunum að viðbrögð hans séu þekkt hjá ungbörnum sem fái veirusýkingar.Elías Drengnum og foreldrunum var komið í þyrluna og þau flugu til Akureyrar. Að sögn Elíasar tók flugið fimm mínútur en hann telur að aksturinn hefði tekið hálftíma eða fjörutíu mínútur. Á Akureyri hafi tekið við allar þær rannsóknir sem hægt er að gera. „Hann greinist með Covid. Það er útskýrt fyrir okkur að vegna þess að hann er svona rosalega ungur þá eru þetta þekkt viðbrögð við svona veirusýkingum, að vera ekki að anda,“ segir Elías. Á svipuðum slóðum þegar fæðingin hófst Elías bendir á að þegar drengurinn var að fæðast hafi þau farið í eina fýluferð til Akureyrar þar sem að ekkert gerðist og verið að keyra aftur á Sauðárkrók þegar fæðingin hafi byrjað. Þau hafi stoppað á mjög svipuðum stað á heiðinni í það skipti. „Við byrjum bara á að fæða í bílnum. Við fáum sjúkrabíl á móti og við erum að byrja að taka á móti honum á heiðinni.“ Elíasi finnst margar magnaðar tilviljanir sem þessar vera í sögunni. Það að ljósmóðirin hafi einmitt verið í heimsókn þegar þetta eigi sér stað hafi til að mynda líklega hjálpað mikið til en Elías segir hana hafa verið gríðarlega mikilvæga til að bjarga barninu. „Hún fer með þeim í sjúkrabílinn og er að halda í honum lífinu allan aksturinn.“ „Hún er svolítið hetjan í þessari sögu,“ segir Elías um ljósmóðurina. „Ef þetta hefði skeð þegar mæðginin væru sofandi, maður hefði ekki vilja spyrja að leikslokum þar.“ Jafnframt bendir Elías á að þyrla frá Landhelgisgæslunni sé yfirleitt ekki fyrir norðan. Líklega hafi þyrlan sem kom þeim til bjargar einungis verið staðsett þar vegna verslunarmannahelgarinnar. „Hún var bara að gera sig klára til að fljúga suður þegar beiðnin kemur.“ Dapurt að þyrla sé ekki alltaf til reiðu Hann er gagnrýnin á það að það sé ekki alltaf þyrla til reiðu fyrir norðan, og líka fyrir austan. Í þessu tilfelli hafi það mögulega skipt sköpum að hún hafi verið til staðar. „Ég er sjálfur smábátasjómaður og hef verið mikið á tryllum og lent í alls konar og hef þurft að fá aðstoð,“ segir Elías. „Ég hef mikið verið að róa fyrir austan. Maður veit að ef eitthvað kemur upp á úti á sjá þá hefur þyrlan ekki eldsneyti til að standa í neinni leit þar. Manni finnst þetta hálfdapurt í landi vellystinga eins og hjá okkur að ástandið sé svona lélegt.“ Þó að Elías sé gagnrýnin á þetta er hann fullur þakklætis í garð allra viðbragðsaðilana sem komu að málinu. „Maður verður bara meyr yfir því hvað allt fólkið hérna er gott.“
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Björgunarsveitir Skagafjörður Akureyri Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira