Kvenfrelsi og umönnunarhagkerfið Björg Sveinsdóttir skrifar 8. ágúst 2024 15:02 Árið 1979 þegar ég eignaðist mitt fyrsta barn var ekki í boði að fá leikskólapláss þar sem ég var gift kona, nema ef eiginmaðurinn færi í nám og ég yrði fyrirvinna heimilisins. Fyrir vikið var ég heima í um 8 ár þar sem eiginmaðurinn var á sjó. Það gerir um 20% af meðal starfsæfi (sem í ESB-ríkjum er nálægt því að vera 40 ár) Það er því hlutskipti margra kvenna á mínum aldri að eiga lægri lífeyrisréttindi en makinn. Mér er þetta hugleikið þegar ungar mæður velja að vera heimavinnandi. Margt hefur áunnist til að gera foreldrum kleift að samræma fjölskyldu-og atvinnulíf, t.d. rétturinn til launaðs fæðingarorlofs í 6 mánuði hvort, rétturinn til ólaunaðs foreldraorlofs, sem býðst í allt að 4 mánuði fyrir hvort foreldri til 8 ára aldurs barns, orlofsréttur, og rétturinn til launa í fjarvistum vegna veikinda barna undir 13 ára sem er 12 dagar á hverju 12 mánaða tímabili. Jafnvel þar sem allir fjölskyldumeðlimir eru við góða heilsu duga þessi réttindi þó skammt, þar sem skólafrísdagar vegna sumarfría og starfsdagar eru fleiri en orlofsdagar. Í Svíþjóð geta nú foreldrar framselt allt að þremur mánuðum til afa og ömmu á fysta ári barnsins. Ef til vill mætti vinna þá hugmynd áfram til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla sem sveitarfélög virðast ekki hafa getu til að brúa, eða lengja fæðingarorlof í 12 mánuði fyrir hvort foreldri. Nokkur stór sveitafélög hafa nýverið breytt leikskólastarfi í grunnatriðum þannig að kostar meira en áður að vera með barn á leikskóla fullan dag. Það er þvi aukið hlutverk aðstandenda að sækja og skutla og hafa ungviðið í fríum að hluta, en ekki allir eiga ömmur og afa á svæðinu, auk þess sem margar ömmur og afar eru að vinna í krefjandi vinnu og jafnvel yfirvinnu. Þeim foreldrum sem ekki geta sótt börnin fyrir lok vinnudags eða eiga ekki nákomna til að sinna því hlutverki finnst að sér vegið. Bæði að verið sé að koma inn samviskubiti yfir þeim tíma sem barnið er umfram 6 klst. og bitnar fjárhagslega á þeim sem hafa minnstansveigjanleika í vinnu og lítið eða ekkert bakland. Útvíkka mætti réttindi afa og ömmu til fjarvista vegna veikinda barnabarna eða einfaldlega eins og víða er að rétturinn nái almennt til launþega vegna fjarvista til umönnunar vegna veikinda nákomins t.d. maka, uppkomins barns, eða aldraðra foreldra? Í nýrri stefnu Sameinuðu þjóðanna um umönnunarkerfi segir: Umönnunarstörf, sem eru að mestu unnin af konum og eru annað hvort ólaunuð eða láglaunastörf, eru áfram óformleg og ósýnileg. Þrátt fyrir ótvírætt gildi þeirra fyrir byggðir, samfélög og fjölskyldur eru ólaunuð umönnunarstörf undanskilin hagfræðilegum útreikningum og enda þannig með því að viðhalda ójöfnuði. Nú þegar öldruðum fjölgar, elliheimili eru ekki lengur til í þeirri mynd sem þau voru, dvarlarheimilisrými af skornum skammti og langur biðtími á hjúkrunarheimili sýna tölur Eurostat að skipting umönnunarbyrðar vegna ættingja á Íslandi árið 2018 fyrir 55-64 ára var 20% karlar og 26% konur og hæst á Íslandi af Evrópulöndum. Óformlegir umönnunaraðilar eldra fólks eru iðulega ættingjar þess hér á landi, oftar en ekki maki eða dóttir. Í nýlegri frétt kom fram að TR er að undirbúa rannsókn á ástæðum þess að í aldurshópnum 63 – 66 ára eru 25% kvenna á Íslandi á öroku. Er hugsanlegt að þetta tengist? Sameinuðu þjóðirnar hafa vakið athygli á að óformleg ummönnun ættingja hvíli meira á herðum kvenna en karla í heiminum, og fyrirséð að sú ólaunaða vinna aukist með hækkandi lífaldri. Mælt er með að komið sé upp kerfum sem heimili fjarvistir frá vinnu vegna umönnunar nákominna um tiltekið tímabil, sérstaklega til að koma í veg fyrir að konur detti út af vinnumarkaði vegna bugunar og fundnar leiðir til að að koma til móts við óformlega umönnunaraðila til að minnka einangrun og auka upplýsingagjöf um leiðir til að fá aðstoð. Höfundur er félagi í Vinstri grænum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Leikskólar Skóla- og menntamál Lífeyrissjóðir Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Árið 1979 þegar ég eignaðist mitt fyrsta barn var ekki í boði að fá leikskólapláss þar sem ég var gift kona, nema ef eiginmaðurinn færi í nám og ég yrði fyrirvinna heimilisins. Fyrir vikið var ég heima í um 8 ár þar sem eiginmaðurinn var á sjó. Það gerir um 20% af meðal starfsæfi (sem í ESB-ríkjum er nálægt því að vera 40 ár) Það er því hlutskipti margra kvenna á mínum aldri að eiga lægri lífeyrisréttindi en makinn. Mér er þetta hugleikið þegar ungar mæður velja að vera heimavinnandi. Margt hefur áunnist til að gera foreldrum kleift að samræma fjölskyldu-og atvinnulíf, t.d. rétturinn til launaðs fæðingarorlofs í 6 mánuði hvort, rétturinn til ólaunaðs foreldraorlofs, sem býðst í allt að 4 mánuði fyrir hvort foreldri til 8 ára aldurs barns, orlofsréttur, og rétturinn til launa í fjarvistum vegna veikinda barna undir 13 ára sem er 12 dagar á hverju 12 mánaða tímabili. Jafnvel þar sem allir fjölskyldumeðlimir eru við góða heilsu duga þessi réttindi þó skammt, þar sem skólafrísdagar vegna sumarfría og starfsdagar eru fleiri en orlofsdagar. Í Svíþjóð geta nú foreldrar framselt allt að þremur mánuðum til afa og ömmu á fysta ári barnsins. Ef til vill mætti vinna þá hugmynd áfram til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla sem sveitarfélög virðast ekki hafa getu til að brúa, eða lengja fæðingarorlof í 12 mánuði fyrir hvort foreldri. Nokkur stór sveitafélög hafa nýverið breytt leikskólastarfi í grunnatriðum þannig að kostar meira en áður að vera með barn á leikskóla fullan dag. Það er þvi aukið hlutverk aðstandenda að sækja og skutla og hafa ungviðið í fríum að hluta, en ekki allir eiga ömmur og afa á svæðinu, auk þess sem margar ömmur og afar eru að vinna í krefjandi vinnu og jafnvel yfirvinnu. Þeim foreldrum sem ekki geta sótt börnin fyrir lok vinnudags eða eiga ekki nákomna til að sinna því hlutverki finnst að sér vegið. Bæði að verið sé að koma inn samviskubiti yfir þeim tíma sem barnið er umfram 6 klst. og bitnar fjárhagslega á þeim sem hafa minnstansveigjanleika í vinnu og lítið eða ekkert bakland. Útvíkka mætti réttindi afa og ömmu til fjarvista vegna veikinda barnabarna eða einfaldlega eins og víða er að rétturinn nái almennt til launþega vegna fjarvista til umönnunar vegna veikinda nákomins t.d. maka, uppkomins barns, eða aldraðra foreldra? Í nýrri stefnu Sameinuðu þjóðanna um umönnunarkerfi segir: Umönnunarstörf, sem eru að mestu unnin af konum og eru annað hvort ólaunuð eða láglaunastörf, eru áfram óformleg og ósýnileg. Þrátt fyrir ótvírætt gildi þeirra fyrir byggðir, samfélög og fjölskyldur eru ólaunuð umönnunarstörf undanskilin hagfræðilegum útreikningum og enda þannig með því að viðhalda ójöfnuði. Nú þegar öldruðum fjölgar, elliheimili eru ekki lengur til í þeirri mynd sem þau voru, dvarlarheimilisrými af skornum skammti og langur biðtími á hjúkrunarheimili sýna tölur Eurostat að skipting umönnunarbyrðar vegna ættingja á Íslandi árið 2018 fyrir 55-64 ára var 20% karlar og 26% konur og hæst á Íslandi af Evrópulöndum. Óformlegir umönnunaraðilar eldra fólks eru iðulega ættingjar þess hér á landi, oftar en ekki maki eða dóttir. Í nýlegri frétt kom fram að TR er að undirbúa rannsókn á ástæðum þess að í aldurshópnum 63 – 66 ára eru 25% kvenna á Íslandi á öroku. Er hugsanlegt að þetta tengist? Sameinuðu þjóðirnar hafa vakið athygli á að óformleg ummönnun ættingja hvíli meira á herðum kvenna en karla í heiminum, og fyrirséð að sú ólaunaða vinna aukist með hækkandi lífaldri. Mælt er með að komið sé upp kerfum sem heimili fjarvistir frá vinnu vegna umönnunar nákominna um tiltekið tímabil, sérstaklega til að koma í veg fyrir að konur detti út af vinnumarkaði vegna bugunar og fundnar leiðir til að að koma til móts við óformlega umönnunaraðila til að minnka einangrun og auka upplýsingagjöf um leiðir til að fá aðstoð. Höfundur er félagi í Vinstri grænum.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun