Veislan tekin af dagskrá FM957 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. ágúst 2024 18:13 Gústi B og Patrik tróðu upp á föstudagskvöldinu á Þjóðhátíð um liðna helgi. Stemmningin var að sögn gesta svakaleg og Patrik reif sig úr að ofan venju samkvæmt. Útvarpsþátturinn Veislan á FM957 sem Ágúst Beinteinn og Patrik Atlason, betur þekktir sem Gústi B og Prettyboitjokko, hafa haldið úti heyrir sögunni til. Þetta staðfestir forstöðumaður útvarpsmiðla Sýnar. Þátturinn hefur verið á dagskrá stöðvarinnar í á þriðja ár. Hlustendur FM957 tóku eftir því í dag að Veislan var ekki í loftinu á tilskyldum tíma. Gústi B, sem hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár á samfélagsmiðlinum TikTok, hefur verið aðalvítamínssprautan þáttanna. Hann hefur haft nokkra gestastjórnendur í þættinum á borð við Pál Orra Pálsson verðbréfamiðlara, Adam Ægi Pálsson knattspyrnumann og svo síðast fyrrnefndan Patrik. Þættirnir hafa notið töluverðra vinsælda. Ekki liggur fyrir hvort ákvörðunin um að taka Veisluna úr loftinu tengist ummælum sem Patrik lét falla í þættinum í síðustu viku. Þar var hlustandi að hringja inn og greiða atkvæði í keppni um þjóðhátíðarlag. Atkvæðið féll ekki Patrik í skaut sem spurði innhringjandann sem sagðist vera á leið á Þjóðhátíð: „Mætirðu með botnlaust tjald?““ Ummælin hafa farið fyrir brjóstið á fjölmörgum en með botnlausu tjaldi er átt við tjald sem hægt er að varpa auðveldlega yfir áfengisdauða manneskju til þess að brjóta á henni kynferðislega. Með því að spyrja hvort einhver ætli að taka með sér botnlaust tjald spyr maður eiginlega að því hvort hann ætli sér að nauðga einhverjum. Guðný S. Bjarnadóttir, stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola, segir nauðgunarbrandara Patriks Atlasonar skýrt merki um að við eigum enn langt í land með að uppræta nauðgunarmenningu og kynferðisofbeldi. Hún segir mikilvægt að huga að því sem maður segir, og ekki ýta undir nauðgunarmenningu. Fjölmargir hafa komið Patrik til varnar í athugasemdakerfum. Þar heyrast helst þau rök að Patrik hafi verið að grínast, húmor eigi sér engin landamæri, og hann sé raunar skjóta á innhringjandann og óbeint spyrja hann hvort hann sé hálfviti. Fréttastofa hefur gert endurteknar tilraunir til að fá hlið Patriks á málinu en án árangurs. Þórdís Valsdóttir, forstöðumaður útvarpsmiðla Sýnar, staðfesti við fréttastofu að þátturinn væri ekki lengur á dagskrá á FM957. Hún vildi ekki tjá sig nánar um ástæður þess að þátturinn væri ekki lengur í loftinu. Fram kom í máli Þórdísar í viðtali við DV í síðustu viku þegar ummælin féllu að Patrik starfaði sem verktaki hjá Sýn við umsjón Veislunnar einu sinni í viku. „Ég vil að það komi mjög skýrt fram að ummælin dæma sig sjálf, þau eru ógeðsleg. Ég hef ekki náð í Patrik Atlason enn en mun eiga alvarlegt samtal við hann og óska eftir útskýringum á þessu. Kynferðisofbeldi er hræðilegt samfélagsmein sem á aldrei að tala um á léttum nótum, hvort sem það er í hugsunarleysi eða ekki.“ Fréttastofa hefur leitað eftir viðbrögðum hjá Gústa B og Patrik. Fréttin verður uppfærð þegar þau berast. Gústi sagði í færslu á Instagram um það leyti sem þátturinn átti að hefjast að þátturinn væri í fríi. Vísir og FM957 eru í eigu Sýnar. Sýn Fjölmiðlar Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Hlustendur FM957 tóku eftir því í dag að Veislan var ekki í loftinu á tilskyldum tíma. Gústi B, sem hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár á samfélagsmiðlinum TikTok, hefur verið aðalvítamínssprautan þáttanna. Hann hefur haft nokkra gestastjórnendur í þættinum á borð við Pál Orra Pálsson verðbréfamiðlara, Adam Ægi Pálsson knattspyrnumann og svo síðast fyrrnefndan Patrik. Þættirnir hafa notið töluverðra vinsælda. Ekki liggur fyrir hvort ákvörðunin um að taka Veisluna úr loftinu tengist ummælum sem Patrik lét falla í þættinum í síðustu viku. Þar var hlustandi að hringja inn og greiða atkvæði í keppni um þjóðhátíðarlag. Atkvæðið féll ekki Patrik í skaut sem spurði innhringjandann sem sagðist vera á leið á Þjóðhátíð: „Mætirðu með botnlaust tjald?““ Ummælin hafa farið fyrir brjóstið á fjölmörgum en með botnlausu tjaldi er átt við tjald sem hægt er að varpa auðveldlega yfir áfengisdauða manneskju til þess að brjóta á henni kynferðislega. Með því að spyrja hvort einhver ætli að taka með sér botnlaust tjald spyr maður eiginlega að því hvort hann ætli sér að nauðga einhverjum. Guðný S. Bjarnadóttir, stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola, segir nauðgunarbrandara Patriks Atlasonar skýrt merki um að við eigum enn langt í land með að uppræta nauðgunarmenningu og kynferðisofbeldi. Hún segir mikilvægt að huga að því sem maður segir, og ekki ýta undir nauðgunarmenningu. Fjölmargir hafa komið Patrik til varnar í athugasemdakerfum. Þar heyrast helst þau rök að Patrik hafi verið að grínast, húmor eigi sér engin landamæri, og hann sé raunar skjóta á innhringjandann og óbeint spyrja hann hvort hann sé hálfviti. Fréttastofa hefur gert endurteknar tilraunir til að fá hlið Patriks á málinu en án árangurs. Þórdís Valsdóttir, forstöðumaður útvarpsmiðla Sýnar, staðfesti við fréttastofu að þátturinn væri ekki lengur á dagskrá á FM957. Hún vildi ekki tjá sig nánar um ástæður þess að þátturinn væri ekki lengur í loftinu. Fram kom í máli Þórdísar í viðtali við DV í síðustu viku þegar ummælin féllu að Patrik starfaði sem verktaki hjá Sýn við umsjón Veislunnar einu sinni í viku. „Ég vil að það komi mjög skýrt fram að ummælin dæma sig sjálf, þau eru ógeðsleg. Ég hef ekki náð í Patrik Atlason enn en mun eiga alvarlegt samtal við hann og óska eftir útskýringum á þessu. Kynferðisofbeldi er hræðilegt samfélagsmein sem á aldrei að tala um á léttum nótum, hvort sem það er í hugsunarleysi eða ekki.“ Fréttastofa hefur leitað eftir viðbrögðum hjá Gústa B og Patrik. Fréttin verður uppfærð þegar þau berast. Gústi sagði í færslu á Instagram um það leyti sem þátturinn átti að hefjast að þátturinn væri í fríi. Vísir og FM957 eru í eigu Sýnar.
Sýn Fjölmiðlar Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira