Dæla vatni úr Bláa lóninu á margföldum krafti Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. ágúst 2024 19:41 Vatninu er dælt úr slöngum sem eru um fjögurra kílómetra langar. Vísir/Bjarni Slökkviliðsmenn æfðu sig í að kæla hraun með nýjum kröftugum dælum frá Bretlandi við Svartsengi í dag. Vatni er meðal annars dælt úr Bláa lóninu á margföldum krafti á við dælur slökkviliðsins. Fyrsta æfing svokallaðs hraunkælingarhóps fór fram í dag. Þrjár lagnir sjá kerfinu fyrir vatni og þar af ein úr Bláa lóninu. Dælurnar, sem fluttar voru hingað til lands frá Þýskalandi, geta sprautað vatni um 150 metra upp í lofið. Til samanburðar gátu öflugustu dælur slökkviliðs hér á landi aðeins sprautað um 35 metra upp í loft. Slöngurnar eru um fjórir kílómetrar á lengd og geta dælt um fjörutíu þúsund lítrum af vatni á mínútu. „Þetta er gríðarlega öflugur búnaður. Þetta er nánast eins og vantsveita. Gríðarlega stórar slöngur og mjög öflugar dælur,“ segir Haukur Grönli verkefnastjóri Almannavarna. Kælikerfið er eitt verkfærið í eldgosavörnum almannavarna, sem er ætlað að flýta fyrir kólnun hrauns og gera mönnum kleift að hækka varnargarða þar sem þarf. Hauki Grönli lýst vel á græjurnar.Vísir/Bjarni „Það er bara verið að gera allt sem mögulega hægt er að gera til þess að styrkja varnirnar,“ segir Haukur. Hvernig hefur þetta gengið til að byrja með? „Þetta hefur gengið bara vonum framar, allir útreikningar staðist og við erum að fá nóg af vatni upp á hæðina,“ segir Jóhann Viggó Jónsson slökkviliðsstjóri. Haukur segir búnaðinn geta nýst á fleiri sviðum almannavarna „Líka hægt að hugsa sér að nýta þegar það eru flóð eða stærri gróðureldar, stóreldar. Það er hægt að nýta þennan búnað seinna meir, gera okkur mun sjálfbærari við stærri atburði.“ Á vaktinni á gossvæðinu í dag.Vísir/Bjarni Verkfræðistofan Efla hannaði lagnakerfið. Verkfræðingur segir aðaláskorunina hafa verið að finna nægt vatn til verkefnisins. Miklu skipti að búnaðurinn sé færanlegur. „Við erum heldur ekki, þannig séð, í kappi við tímann þegar við lendum í einhverju. Hraunið fer hægt yfir og við eigum eftir að sjá hvert það fer. Þetta er búið að ganga mjög vel,“ segir Börkur Reykjalín Brynjarsson. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Slökkvilið Bláa lónið Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands Sjá meira
Fyrsta æfing svokallaðs hraunkælingarhóps fór fram í dag. Þrjár lagnir sjá kerfinu fyrir vatni og þar af ein úr Bláa lóninu. Dælurnar, sem fluttar voru hingað til lands frá Þýskalandi, geta sprautað vatni um 150 metra upp í lofið. Til samanburðar gátu öflugustu dælur slökkviliðs hér á landi aðeins sprautað um 35 metra upp í loft. Slöngurnar eru um fjórir kílómetrar á lengd og geta dælt um fjörutíu þúsund lítrum af vatni á mínútu. „Þetta er gríðarlega öflugur búnaður. Þetta er nánast eins og vantsveita. Gríðarlega stórar slöngur og mjög öflugar dælur,“ segir Haukur Grönli verkefnastjóri Almannavarna. Kælikerfið er eitt verkfærið í eldgosavörnum almannavarna, sem er ætlað að flýta fyrir kólnun hrauns og gera mönnum kleift að hækka varnargarða þar sem þarf. Hauki Grönli lýst vel á græjurnar.Vísir/Bjarni „Það er bara verið að gera allt sem mögulega hægt er að gera til þess að styrkja varnirnar,“ segir Haukur. Hvernig hefur þetta gengið til að byrja með? „Þetta hefur gengið bara vonum framar, allir útreikningar staðist og við erum að fá nóg af vatni upp á hæðina,“ segir Jóhann Viggó Jónsson slökkviliðsstjóri. Haukur segir búnaðinn geta nýst á fleiri sviðum almannavarna „Líka hægt að hugsa sér að nýta þegar það eru flóð eða stærri gróðureldar, stóreldar. Það er hægt að nýta þennan búnað seinna meir, gera okkur mun sjálfbærari við stærri atburði.“ Á vaktinni á gossvæðinu í dag.Vísir/Bjarni Verkfræðistofan Efla hannaði lagnakerfið. Verkfræðingur segir aðaláskorunina hafa verið að finna nægt vatn til verkefnisins. Miklu skipti að búnaðurinn sé færanlegur. „Við erum heldur ekki, þannig séð, í kappi við tímann þegar við lendum í einhverju. Hraunið fer hægt yfir og við eigum eftir að sjá hvert það fer. Þetta er búið að ganga mjög vel,“ segir Börkur Reykjalín Brynjarsson.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Slökkvilið Bláa lónið Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands Sjá meira