Dýr fýluferð í Kórinn: „Seint sagt að sjóðir KR-klúbbsins séu digrir“ Valur Páll Eiríksson skrifar 9. ágúst 2024 12:31 Hilmar Örn Hafsteinsson, formaður KR-klúbbsins, var á meðal þeirra sem fór í fýluferð í gærkvöld. Samsett/Vísir Fjölmargir fóru í fýluferð í Kórinn í Kópavogi í gærkvöld þar sem leikur HK og KR í Bestu deild karla átti að fara fram. Það var dýrt spaug fyrir KR-klúbbinn sem gerði sér rútuferð á leikinn. Líkt og greint var frá á Vísi í gær þurfti að aflýsa fyrirhuguðum leik KR við HK þar sem annað markið í Kórnum reyndist brotið. Varamark HK-inga passaði ekki í hólfin fyrir markstangirnar í grasinu og þá uppfyllti annað varamark sem trillað var inn á völlinn ekki kröfur. Fjölmargir gerðu sér ferð í Kórinn í gær til að sjá leikinn, þar á meðal var stuðningssveit KR-inga sem gerðu sér rútuferð í Kórinn. Slík ferð hefur verið farin á alla útileiki sumarsins. „Eins og fyrir alla útileiki bauð KR-klúbburinn stuðningsmönnum upp á fljótandi veigar fyrir stuðningsmenn á Rauða Ljóninu fyrir leik og rútuferð á völlinn. Það var fín mæting í gær þrátt fyrir dapurt gengi í sumar og galvösk sveit stuðningsmanna sem var ferjuð í Kórinn,“ segir Hilmar Örn Hafsteinsson, formaður KR-klúbbsins í samtali við Vísi. Ljóst er að kostnaðurinn er þónokkur af slíku en KR-ingar fengu ekki mikið fyrir peninginn. Þetta var dýrt spaug. „Það verður seint sagt að sjóðir KR-klúbbsins séu digrir en alls fésins í sjóðnum var aflað á fjáröflunarkvöldi stuttu áður en tímabilið hófst. Það er því bagalegt að hluti af fjármunum klúbbsins hafi verið nýttir til að skapa stemningu og ferja stuðningsfólk á viðburð sem fór svo ekki fram vegna klúðurs heimaliðsins,“ segir Hilmar. Þjálfarar KR ákváðu að slá upp æfingu á vellinum fyrst leikurinn gat ekki farið fram og tóku stuðningsmennirnir því upp á því að syngja til sinna manna á meðan þeir æfðu. „Menn gerðu gott úr þessu og hvöttu sitt lið til dáða á æfingunni,“ segir Hilmar sem er þakklátur fyrir góðar móttökur í Kórnum. „Við í KR-klúbbnum viljum skila sérstökum þökkum til starfsfólks og sjálfboðaliða HK sem tóku vel á móti stuðningsfólki og vildu allt fyrir þau gera.“ Besta deild karla KR HK Kópavogur Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Sjá meira
Líkt og greint var frá á Vísi í gær þurfti að aflýsa fyrirhuguðum leik KR við HK þar sem annað markið í Kórnum reyndist brotið. Varamark HK-inga passaði ekki í hólfin fyrir markstangirnar í grasinu og þá uppfyllti annað varamark sem trillað var inn á völlinn ekki kröfur. Fjölmargir gerðu sér ferð í Kórinn í gær til að sjá leikinn, þar á meðal var stuðningssveit KR-inga sem gerðu sér rútuferð í Kórinn. Slík ferð hefur verið farin á alla útileiki sumarsins. „Eins og fyrir alla útileiki bauð KR-klúbburinn stuðningsmönnum upp á fljótandi veigar fyrir stuðningsmenn á Rauða Ljóninu fyrir leik og rútuferð á völlinn. Það var fín mæting í gær þrátt fyrir dapurt gengi í sumar og galvösk sveit stuðningsmanna sem var ferjuð í Kórinn,“ segir Hilmar Örn Hafsteinsson, formaður KR-klúbbsins í samtali við Vísi. Ljóst er að kostnaðurinn er þónokkur af slíku en KR-ingar fengu ekki mikið fyrir peninginn. Þetta var dýrt spaug. „Það verður seint sagt að sjóðir KR-klúbbsins séu digrir en alls fésins í sjóðnum var aflað á fjáröflunarkvöldi stuttu áður en tímabilið hófst. Það er því bagalegt að hluti af fjármunum klúbbsins hafi verið nýttir til að skapa stemningu og ferja stuðningsfólk á viðburð sem fór svo ekki fram vegna klúðurs heimaliðsins,“ segir Hilmar. Þjálfarar KR ákváðu að slá upp æfingu á vellinum fyrst leikurinn gat ekki farið fram og tóku stuðningsmennirnir því upp á því að syngja til sinna manna á meðan þeir æfðu. „Menn gerðu gott úr þessu og hvöttu sitt lið til dáða á æfingunni,“ segir Hilmar sem er þakklátur fyrir góðar móttökur í Kórnum. „Við í KR-klúbbnum viljum skila sérstökum þökkum til starfsfólks og sjálfboðaliða HK sem tóku vel á móti stuðningsfólki og vildu allt fyrir þau gera.“
Besta deild karla KR HK Kópavogur Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Sjá meira