Bjóða upp á langlægsta verðið en samkeppnisaðilar óttast ekkert Bjarki Sigurðsson skrifar 9. ágúst 2024 22:00 Martin Tansøy, rekstrarstjóri Bolt á Íslandi, og Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp Reykjavík. Vísir/Ívar Fannar Bolt, eitt stærsta deilirafskútufyrirtæki heims, hefur hafið starfsemi á Íslandi. Leiguverðið er mun lægra en það sem þekkist hér á landi, þó það gæti breyst á næstu mánuðum. Samkeppnisaðili óttast ekki innkomu risans á markað. Bolt er með starfsemi í tæplega fimmtíu löndum um allan heim og leigja út um 250 þúsund farartæki. Í gær var rafskútum frá þeim dreift um götur Reykjavíkurborgar og innreið þeirra á íslenskan markað hafin. „Borgin er góð, hún er flöt og með góða innviði, það er þokkalegur fólksfjöldi. Svo er ekki svo mikil samkeppni svo það var kominn tími til að við kæmum hingað,“ segir Martin Tansøy, rekstrarstjóri Bolt á Íslandi. Martin Tansø er rekstrarstjóri Bolt í Noregi og Íslandi.Vísir/Ívar Fannar Leiguverðið hjá Bolt er töluvert lægra en hjá samkeppnisaðilunum Zolo og Hopp. Til að mynda er startgjaldið hjá þeim 110 og 115 krónur en hjá Bolt núll krónur. Hver mínúta hjá hinum kostar 38 og 39 krónur en hjá Bolt fimmtán krónur. „Þetta er sennilega ekki sjálfbært verð allt árið en til að byrja með, til að fá fólk til að nota þjónustu okkar, byrja að nota rafhlaupahjólin, hlaða niður appinu, er rétt að gera þetta. Og í framtíðinni, þótt við verðum kannski ekki með þetta verð eftir tvö ár, þá viljum við alltaf vera ódýrasta fyrirtækið,“ segir Martin. En eru allir ánægðir með þessa komu Bolt á markaðinn? „Við erum klárlega að fíla þetta. Við höfum alltaf talað fyrir því að góð og heilbrigð samkeppni sé það besta fyrir neytendann, sama hvort það sé á leigubílamarkaði eða öðru, þannig við erum alveg kampakát. Við trúðum á þennan markað þegar við komum hérna fyrir fjórum árum og að fá svona stóran aðila, sem trúir á hann líka, styrkir okkur. Við lítum mjög björtum augum á þetta,“ segir Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp. Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir er framkvæmdastjóri Hopp Reykjavík.Vísir/Ívar Fannar Hún segir viðbrögð Hopp fara alfarið eftir því hvernig hlutirnir þróast. „Þannig við munum aldrei fara eitthvað að taka niður okkar þjónustustig bara til þess að bregðast við einhverri bólu sem þeir ætla að koma með í einhvern tíma, það er bara ekki þannig. Þetta er ekki fyrsti aðilinn sem reynir fyrir sér á þessum markaði,“ segir Sæunn. Samgöngur Rafhlaupahjól Neytendur Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Bolt er með starfsemi í tæplega fimmtíu löndum um allan heim og leigja út um 250 þúsund farartæki. Í gær var rafskútum frá þeim dreift um götur Reykjavíkurborgar og innreið þeirra á íslenskan markað hafin. „Borgin er góð, hún er flöt og með góða innviði, það er þokkalegur fólksfjöldi. Svo er ekki svo mikil samkeppni svo það var kominn tími til að við kæmum hingað,“ segir Martin Tansøy, rekstrarstjóri Bolt á Íslandi. Martin Tansø er rekstrarstjóri Bolt í Noregi og Íslandi.Vísir/Ívar Fannar Leiguverðið hjá Bolt er töluvert lægra en hjá samkeppnisaðilunum Zolo og Hopp. Til að mynda er startgjaldið hjá þeim 110 og 115 krónur en hjá Bolt núll krónur. Hver mínúta hjá hinum kostar 38 og 39 krónur en hjá Bolt fimmtán krónur. „Þetta er sennilega ekki sjálfbært verð allt árið en til að byrja með, til að fá fólk til að nota þjónustu okkar, byrja að nota rafhlaupahjólin, hlaða niður appinu, er rétt að gera þetta. Og í framtíðinni, þótt við verðum kannski ekki með þetta verð eftir tvö ár, þá viljum við alltaf vera ódýrasta fyrirtækið,“ segir Martin. En eru allir ánægðir með þessa komu Bolt á markaðinn? „Við erum klárlega að fíla þetta. Við höfum alltaf talað fyrir því að góð og heilbrigð samkeppni sé það besta fyrir neytendann, sama hvort það sé á leigubílamarkaði eða öðru, þannig við erum alveg kampakát. Við trúðum á þennan markað þegar við komum hérna fyrir fjórum árum og að fá svona stóran aðila, sem trúir á hann líka, styrkir okkur. Við lítum mjög björtum augum á þetta,“ segir Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp. Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir er framkvæmdastjóri Hopp Reykjavík.Vísir/Ívar Fannar Hún segir viðbrögð Hopp fara alfarið eftir því hvernig hlutirnir þróast. „Þannig við munum aldrei fara eitthvað að taka niður okkar þjónustustig bara til þess að bregðast við einhverri bólu sem þeir ætla að koma með í einhvern tíma, það er bara ekki þannig. Þetta er ekki fyrsti aðilinn sem reynir fyrir sér á þessum markaði,“ segir Sæunn.
Samgöngur Rafhlaupahjól Neytendur Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira