Íslenski boltinn

Danskur miðju­maður til Vestra

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Vestramenn mæta Víkingum á morgun.
Vestramenn mæta Víkingum á morgun. vísir/hag

Vestri, sem er í ellefta og næstneðsta sæti Bestu deildar karla, hefur samið við danska miðjumanninn Jeppe Pedersen. Hann samdi við Vestra út næsta tímabil.

Pedersen er væntanlega ætlað að fylla skarð landa síns, Tariks Ibrahimagic, sem var seldur til Víkings í vikunni.

Pedersen er fæddur 2001 og hefur leikið fjölda leikja fyrir yngri landslið Danmerkur. Hann kemur til Vestra frá Álaborg þar sem hann hefur verið frá 2016.

Pedersen náði hins vegar ekki að festa sig í sessi hjá Álaborg og var lánaður til Skive, Vendsyssel og Kolding á síðustu árum.

Næsti leikur Vestra er gegn Íslands- og bikarmeisturum Víkings í Víkinni á morgun. Leikurinn hefst klukkan 14:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×