De Ligt og Mazraoui til United á morgun Siggeir Ævarsson skrifar 11. ágúst 2024 08:00 Matthijs De Ligt hitar upp með hollenska landsliðinu vísir/Getty Sagan endalausa um félagaskipti Matthijs de Ligt til Manchester United virðist loks ætla að taka enda ef eitthvað er að marka fréttaflutning knattspyrnuvéfréttarinnar Fabrizio Romano. Endalausar fréttir af mögulegum kaupum United á de Ligt hafa flætt yfir fréttamiðla í allt sumar en eftir að liðið seldi Aaron Wan-Bissaka til West Ham fyrir 15 milljónir punda virðist loksins vera komið nógu mikið svigrúm í bókhald klúbbsins til að klára málið. De Ligt er ekki eini leikmaður Bayern sem United eru að festa kaup á en Noussair Mazraoui er einnig sagður fylgja með í kaupunum. United hafa verið í miklum vandræðum með varnarlínu sína sökum meiðsla og bætist bara á listann. Frakkinn ungi Leny Yoro kom til liðsins frá Lille á dögunum en meiddist á fæti í æfingaleik gegn Arsenal og verður frá næstu þrjá mánuði. Liðið stillti þeim Harry Maguire og hinum 36 ára Jonny Evans upp í hjarta varnarinnar í gær gegn Manchester City í leiknum um Samfélagsskjöldinn. Lisandro Martínez var meiddur meira og minna allt síðasta tímabil, það sama má segja um Luke Shaw. Þá eru þeir Tyrell Malacia og Victor Lindelöf eru báðir á meiðslalistanum. Tveir nýir varnarmenn eru því kærkomin viðbót við hóp Manchester United en sá böggull fylgir reyndar skammrifi að de Ligt hefur sjálfur verið mikið meiddur en hann spilaði aðeins 22 leiki af 38 í þýsku úrvalsdeildinni síðasta vetur. 🚨🔴 Manchester United are planning for Matthijs de Ligt and Noussair Mazraoui day on Monday!Bayern have already approved €45m plus €5m fee for de Ligt, €15m plus €5m for Mazraoui.Five year deals plus option for both players.Medical tests booked, formal steps to follow. pic.twitter.com/mR0Xdi0V4B— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 10, 2024 Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Sjá meira
Endalausar fréttir af mögulegum kaupum United á de Ligt hafa flætt yfir fréttamiðla í allt sumar en eftir að liðið seldi Aaron Wan-Bissaka til West Ham fyrir 15 milljónir punda virðist loksins vera komið nógu mikið svigrúm í bókhald klúbbsins til að klára málið. De Ligt er ekki eini leikmaður Bayern sem United eru að festa kaup á en Noussair Mazraoui er einnig sagður fylgja með í kaupunum. United hafa verið í miklum vandræðum með varnarlínu sína sökum meiðsla og bætist bara á listann. Frakkinn ungi Leny Yoro kom til liðsins frá Lille á dögunum en meiddist á fæti í æfingaleik gegn Arsenal og verður frá næstu þrjá mánuði. Liðið stillti þeim Harry Maguire og hinum 36 ára Jonny Evans upp í hjarta varnarinnar í gær gegn Manchester City í leiknum um Samfélagsskjöldinn. Lisandro Martínez var meiddur meira og minna allt síðasta tímabil, það sama má segja um Luke Shaw. Þá eru þeir Tyrell Malacia og Victor Lindelöf eru báðir á meiðslalistanum. Tveir nýir varnarmenn eru því kærkomin viðbót við hóp Manchester United en sá böggull fylgir reyndar skammrifi að de Ligt hefur sjálfur verið mikið meiddur en hann spilaði aðeins 22 leiki af 38 í þýsku úrvalsdeildinni síðasta vetur. 🚨🔴 Manchester United are planning for Matthijs de Ligt and Noussair Mazraoui day on Monday!Bayern have already approved €45m plus €5m fee for de Ligt, €15m plus €5m for Mazraoui.Five year deals plus option for both players.Medical tests booked, formal steps to follow. pic.twitter.com/mR0Xdi0V4B— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 10, 2024
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti