Hættu að spyrja um spillinguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 12. ágúst 2024 08:00 Mikill meirihluti íbúa ríkja Evrópusambandsins taldi spillingu þrífast innan stofnana þess samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem gerð var fyrir framkvæmdastjórn sambandsins árið 2013 eða 70%. Þar af 84% aðspurðra í Svíþjóð, 82% í Þýzkalandi og 80% í Austurríki. Hliðstætt hafði komið fram árin á undan. Viðbrögð Evrópusambandsins voru þau að hætta að spyrja um spillingu í stofnunum þess. Hins vegar var áfram spurt um spillingu í opinberum stofnunum ríkja Evrópusambandsins í skoðanakönnunum fyrir framkvæmdastjórnina. Samkvæmt nýjustu könnuninni fyrir árið 2023 töldu 70% aðspurðra að spilling væri landlæg í heimalöndum sínum. Þar af til að mynda 97% í Grikklandi, 93% í Portúgal, 89% á Spáni, 85% á Ítalíu, 69% í Frakklandi, 60% í Austurríki, 59% á Írlandi, 57% í Þýzkalandi og 47% í Hollandi. Þrír af hverjum fjórum (74%) töldu spillingu þrífast í ríkisstofnunum heimalanda sinna og 73% að sú væri raunin í opinberum stofnunum á vegum þarlendra héraðs- og sveitarstjórna. Þá töldu 78% að náin tengsl viðskiptalífs og stjórnmála geta af sér spillingu í löndunum, 60% töldu að spilling væri hluti af viðskiptamenningu þeirra og 57% að eina leiðin til þess að ná árangri í viðskiptum í þeim væri að hafa pólitísk sambönd. Hefðu einfaldlega ekkert vit á málinu Viðbrögð framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, að hætta að spyrja um spillingu í stofnunum þess, segja auðvitað sína sögu. Ákvörðunin var réttlætt með því að almenningur hefði einfaldlega ekkert vit á málinu. Litlar líkur geta þó talizt á því að eins hefði verið staðið að málum hefðu niðurstöðurnar verið sambandinu hagfelldar. Vafalítið hefði almenningur þá verið talinn vita ágætlega hvað hann væri að tala um. Mat almennings er hins vegar engan veginn úr lausu lofti gripið enda enginn skortur verið á spillingarmálum af ýmsum toga í stjórnkerfi Evrópusambandsins á liðnum árum. Bæði til dæmis innan framkvæmdastjórnar sambandsins og þings þess. Framkvæmdastjórnin hefur raunar í gegnum tíðina virkað líkt og afdrep fyrir stjórnmálamenn sem gerzt hafa sekir um spillingu eða hneyksli í heimalöndum sínum. Fjölmargir einstaklingar hafa þannig tekið sæti í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins á liðnum árum sem verið hafa með dóma á bakinu fyrir spillingu heima fyrir, til rannsóknar fyrir meinta spillingu eða verið sakaðir um slíkt. Það hefur þó ekki komið í veg fyrir að þeir tækju sæti í henni með blessun þings sambandsins. Tilfellin eru raunar það mörg að nánast mætti halda að um sérstaka hæfniskröfu væri að ræða. Til ESB í kjölfar ítrekaðra hneyklismála Meðal annars á þetta við um núverandi forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Ursulu von der Leyen. Þegar hún tók við embættinu 2019 var hún til rannsóknar í Þýzkalandi fyrir að hafa sem varnarmálaráðherra ráðstafað háum fjárhæðum af skattfé í aðkeypta ráðgjafavinnu í trássi við lög. Voru tveir símar hennar, sem voru taldir geyma lykilsönnunargögn, straujaðir áður en þeir voru afhentir rannsakendum. Hliðstætt á til að mynda við um forvera von der Leyen í embætti, Jean Claude Juncker, en í tíð hans sem forsætisráðherra Lúxemborgar gerðu þarlend stjórnvöld hundruð leynilegra samninga við stórfyrirtæki sem miðuðu að því að aðstoða þau við að komast undan skattgreiðslum. Juncker neyddist að lokum til þess að segja af sér sem forsætisráðherra vegna spillingar í tengslum við SREL-leyniþjónustu landsins. Meðal áhugaverðari dæma um slíkt er Peter Mandelson sem neyddist tvisvar til þess að segja af sér sem ráðherra í ríkisstjórn Verkamannaflokksins í Bretlandi í kringum síðustu aldarmót vegna hneykslismála. Að lokum var brugðið á það ráð að tilnefna hann í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins þar sem hann fór með viðskiptamál þess 2004-2008. Miklu valdameira embætti og utan seilingar kjósenda. Fjöldi þingmanna sakaður um lögbrot Hvað þing Evrópusambandsins varðar kom til að mynda upp umfangsmikið spillingarmál innan þess í desember 2022 þar sem Eva Kaili, sem þá var einn af varaforsetum þingsins, var handtekin af belgísku lögreglunni ásamt fleiri þingmönnum sökuð um að þiggja mútur frá stjórnvöldum í Katar um árabil í tengslum við störf þeirra sem þingmenn. Til að mynda fundust pokar fullir af reiðufé við húsleit á heimili hennar. Haustið 2018 hafnaði dómstóll Evrópusambandsins kröfu um að þingmenn á þingi sambandsins upplýstu með hvaða hætti þeir ráðstöfuðu til að mynda mánaðarlegum greiðslum til þeirra, til þess að standa undir útgjöldum vegna reksturs skrifstofa í kjördæmum þeirra, á þeim forsendum að það færi í bága við friðhelgi einkalífs þeirra. Rannsókn blaðamanna leiddi í ljós að fjölmargar slíkar skrifstofur voru ekki til í raun. Fjallað var um það í evrópskum fjölmiðlum fyrr á árinu, í aðdraganda kosninga til þings Evrópusambandsins í júní, að fjórðungur þeirra ríflega 700 þingmanna sem sæti áttu á þinginu fyrir kosningarnar, hátt í 200 manns, hefði verið sakaður um ýmis lögbrot og misferli. Þar á meðal um spillingu, fjárdrátt og kynferðislega áreitni. Þá var í ófáum tilfellum um að ræða vafasöm tengsl við erlenda ráðamenn. Milljörðum evra varið á óljósan hátt Fjölmiðlar fjölluðu enn fremur um það síðasta haust að milljörðum evra hefði verið varið með óljósum hætti á árinu 2022 af stofnunum Evrópusambandsins samkvæmt skýrslu endurskoðunarsviðs þess. Um væri að ræða útbreitt vandamál líkt og fyrri ár og tilfellum fjölgað ár frá ári. Fram kemur í skýrslunni að tveir þriðju útgjalda sambandsins á þarsíðasta ári hafi verið berskjaldaðir fyrir slíku misferli með skattfé. Málið teygir sig raunar áratugi aftur í tímann. Árum saman var bókhald Evrópusambandsins ekki staðfest af endurskoðendasviðinu í ljósi þess hversu margt var á huldu varðandi útgjöld þess. Fyrir tuttugu árum síðan var Marta Andreasen, þáverandi yfirmaður sviðsins, rekin fyrir skort á hollustu eftir að hafa vakið athygli fulltrúa í fjárlaganefnd þings sambandsins á málinu sem leiddi til umfjöllunar um það í fjölmiðlum. Fyrstu viðbrögð Andreasen voru hins vegar þau að hafa samband við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Það kom henni í opna skjöldu að yfirmenn hennar þar voru fyllilega meðvitaðir um stöðu mála. Var henni ráðlagt að láta sem ekkert væri sem hún taldi faglega óásættanlegt. Andreasen er sú eina í stjórnkerfi sambandsins sem þurft hefur að axla ábyrgð vegna málsins og enn er bókhald þess í verulegum ólestri. Toppurinn á ísjakanum og varla það Hvers kyns spilling hefur raunar verið svo landlæg í stjórnkerfi Evrópusambandsins að komið hafa upp slík mál innan OLAF, stofnunar sambandsins sem ætlað er að berjast gegn spillingu innan þess. OLAF beitti sér til dæmis fyrir því 2004 að belgíska lögreglan gerði húsleit hjá þýzka blaðamanninum Hans-Martin Tillack, sem hafði skrifað um fjármálaóreiðu innan stofnunarinnar, til þess að ná til heimildarmanns hans. Tillack var handtekinn, hald lagt á tölvur hans, gögn og síma og hann vistaður í fangaklefa. Málið endaði að lokum hjá Mannréttindadómstól Evrópu fjórum árum síðar sem dæmdi Tillack skaðabætur. Hafnaði dómstóllinn þeirri fullyrðingu OLAF að stofnunin hefði veitt belgísku lögreglunni áreiðanleg gögn sem leitt hefðu getað til sakamálarannsóknar. Einungis hefði verið um að ræða óljósan og órökstuddan orðróm. Dæmin hér að ofan eru aðeins toppurinn á ísjakanum og varla það. Innan Evrópusambandsins yrði þessi spilling að okkar vandamáli. Vart er að furða að einungis 4% íbúa ríkja sambandsins treysti stofnunum þess bezt til þess að taka á spillingarmálum. Tal um að innganga í Evrópusambandið væri til þess fallin að draga úr spillingu hér á landi stenzt þannig alls enga skoðun. Með því yrði einfaldlega farið úr öskunni í eldinn. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Mikill meirihluti íbúa ríkja Evrópusambandsins taldi spillingu þrífast innan stofnana þess samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem gerð var fyrir framkvæmdastjórn sambandsins árið 2013 eða 70%. Þar af 84% aðspurðra í Svíþjóð, 82% í Þýzkalandi og 80% í Austurríki. Hliðstætt hafði komið fram árin á undan. Viðbrögð Evrópusambandsins voru þau að hætta að spyrja um spillingu í stofnunum þess. Hins vegar var áfram spurt um spillingu í opinberum stofnunum ríkja Evrópusambandsins í skoðanakönnunum fyrir framkvæmdastjórnina. Samkvæmt nýjustu könnuninni fyrir árið 2023 töldu 70% aðspurðra að spilling væri landlæg í heimalöndum sínum. Þar af til að mynda 97% í Grikklandi, 93% í Portúgal, 89% á Spáni, 85% á Ítalíu, 69% í Frakklandi, 60% í Austurríki, 59% á Írlandi, 57% í Þýzkalandi og 47% í Hollandi. Þrír af hverjum fjórum (74%) töldu spillingu þrífast í ríkisstofnunum heimalanda sinna og 73% að sú væri raunin í opinberum stofnunum á vegum þarlendra héraðs- og sveitarstjórna. Þá töldu 78% að náin tengsl viðskiptalífs og stjórnmála geta af sér spillingu í löndunum, 60% töldu að spilling væri hluti af viðskiptamenningu þeirra og 57% að eina leiðin til þess að ná árangri í viðskiptum í þeim væri að hafa pólitísk sambönd. Hefðu einfaldlega ekkert vit á málinu Viðbrögð framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, að hætta að spyrja um spillingu í stofnunum þess, segja auðvitað sína sögu. Ákvörðunin var réttlætt með því að almenningur hefði einfaldlega ekkert vit á málinu. Litlar líkur geta þó talizt á því að eins hefði verið staðið að málum hefðu niðurstöðurnar verið sambandinu hagfelldar. Vafalítið hefði almenningur þá verið talinn vita ágætlega hvað hann væri að tala um. Mat almennings er hins vegar engan veginn úr lausu lofti gripið enda enginn skortur verið á spillingarmálum af ýmsum toga í stjórnkerfi Evrópusambandsins á liðnum árum. Bæði til dæmis innan framkvæmdastjórnar sambandsins og þings þess. Framkvæmdastjórnin hefur raunar í gegnum tíðina virkað líkt og afdrep fyrir stjórnmálamenn sem gerzt hafa sekir um spillingu eða hneyksli í heimalöndum sínum. Fjölmargir einstaklingar hafa þannig tekið sæti í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins á liðnum árum sem verið hafa með dóma á bakinu fyrir spillingu heima fyrir, til rannsóknar fyrir meinta spillingu eða verið sakaðir um slíkt. Það hefur þó ekki komið í veg fyrir að þeir tækju sæti í henni með blessun þings sambandsins. Tilfellin eru raunar það mörg að nánast mætti halda að um sérstaka hæfniskröfu væri að ræða. Til ESB í kjölfar ítrekaðra hneyklismála Meðal annars á þetta við um núverandi forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Ursulu von der Leyen. Þegar hún tók við embættinu 2019 var hún til rannsóknar í Þýzkalandi fyrir að hafa sem varnarmálaráðherra ráðstafað háum fjárhæðum af skattfé í aðkeypta ráðgjafavinnu í trássi við lög. Voru tveir símar hennar, sem voru taldir geyma lykilsönnunargögn, straujaðir áður en þeir voru afhentir rannsakendum. Hliðstætt á til að mynda við um forvera von der Leyen í embætti, Jean Claude Juncker, en í tíð hans sem forsætisráðherra Lúxemborgar gerðu þarlend stjórnvöld hundruð leynilegra samninga við stórfyrirtæki sem miðuðu að því að aðstoða þau við að komast undan skattgreiðslum. Juncker neyddist að lokum til þess að segja af sér sem forsætisráðherra vegna spillingar í tengslum við SREL-leyniþjónustu landsins. Meðal áhugaverðari dæma um slíkt er Peter Mandelson sem neyddist tvisvar til þess að segja af sér sem ráðherra í ríkisstjórn Verkamannaflokksins í Bretlandi í kringum síðustu aldarmót vegna hneykslismála. Að lokum var brugðið á það ráð að tilnefna hann í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins þar sem hann fór með viðskiptamál þess 2004-2008. Miklu valdameira embætti og utan seilingar kjósenda. Fjöldi þingmanna sakaður um lögbrot Hvað þing Evrópusambandsins varðar kom til að mynda upp umfangsmikið spillingarmál innan þess í desember 2022 þar sem Eva Kaili, sem þá var einn af varaforsetum þingsins, var handtekin af belgísku lögreglunni ásamt fleiri þingmönnum sökuð um að þiggja mútur frá stjórnvöldum í Katar um árabil í tengslum við störf þeirra sem þingmenn. Til að mynda fundust pokar fullir af reiðufé við húsleit á heimili hennar. Haustið 2018 hafnaði dómstóll Evrópusambandsins kröfu um að þingmenn á þingi sambandsins upplýstu með hvaða hætti þeir ráðstöfuðu til að mynda mánaðarlegum greiðslum til þeirra, til þess að standa undir útgjöldum vegna reksturs skrifstofa í kjördæmum þeirra, á þeim forsendum að það færi í bága við friðhelgi einkalífs þeirra. Rannsókn blaðamanna leiddi í ljós að fjölmargar slíkar skrifstofur voru ekki til í raun. Fjallað var um það í evrópskum fjölmiðlum fyrr á árinu, í aðdraganda kosninga til þings Evrópusambandsins í júní, að fjórðungur þeirra ríflega 700 þingmanna sem sæti áttu á þinginu fyrir kosningarnar, hátt í 200 manns, hefði verið sakaður um ýmis lögbrot og misferli. Þar á meðal um spillingu, fjárdrátt og kynferðislega áreitni. Þá var í ófáum tilfellum um að ræða vafasöm tengsl við erlenda ráðamenn. Milljörðum evra varið á óljósan hátt Fjölmiðlar fjölluðu enn fremur um það síðasta haust að milljörðum evra hefði verið varið með óljósum hætti á árinu 2022 af stofnunum Evrópusambandsins samkvæmt skýrslu endurskoðunarsviðs þess. Um væri að ræða útbreitt vandamál líkt og fyrri ár og tilfellum fjölgað ár frá ári. Fram kemur í skýrslunni að tveir þriðju útgjalda sambandsins á þarsíðasta ári hafi verið berskjaldaðir fyrir slíku misferli með skattfé. Málið teygir sig raunar áratugi aftur í tímann. Árum saman var bókhald Evrópusambandsins ekki staðfest af endurskoðendasviðinu í ljósi þess hversu margt var á huldu varðandi útgjöld þess. Fyrir tuttugu árum síðan var Marta Andreasen, þáverandi yfirmaður sviðsins, rekin fyrir skort á hollustu eftir að hafa vakið athygli fulltrúa í fjárlaganefnd þings sambandsins á málinu sem leiddi til umfjöllunar um það í fjölmiðlum. Fyrstu viðbrögð Andreasen voru hins vegar þau að hafa samband við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Það kom henni í opna skjöldu að yfirmenn hennar þar voru fyllilega meðvitaðir um stöðu mála. Var henni ráðlagt að láta sem ekkert væri sem hún taldi faglega óásættanlegt. Andreasen er sú eina í stjórnkerfi sambandsins sem þurft hefur að axla ábyrgð vegna málsins og enn er bókhald þess í verulegum ólestri. Toppurinn á ísjakanum og varla það Hvers kyns spilling hefur raunar verið svo landlæg í stjórnkerfi Evrópusambandsins að komið hafa upp slík mál innan OLAF, stofnunar sambandsins sem ætlað er að berjast gegn spillingu innan þess. OLAF beitti sér til dæmis fyrir því 2004 að belgíska lögreglan gerði húsleit hjá þýzka blaðamanninum Hans-Martin Tillack, sem hafði skrifað um fjármálaóreiðu innan stofnunarinnar, til þess að ná til heimildarmanns hans. Tillack var handtekinn, hald lagt á tölvur hans, gögn og síma og hann vistaður í fangaklefa. Málið endaði að lokum hjá Mannréttindadómstól Evrópu fjórum árum síðar sem dæmdi Tillack skaðabætur. Hafnaði dómstóllinn þeirri fullyrðingu OLAF að stofnunin hefði veitt belgísku lögreglunni áreiðanleg gögn sem leitt hefðu getað til sakamálarannsóknar. Einungis hefði verið um að ræða óljósan og órökstuddan orðróm. Dæmin hér að ofan eru aðeins toppurinn á ísjakanum og varla það. Innan Evrópusambandsins yrði þessi spilling að okkar vandamáli. Vart er að furða að einungis 4% íbúa ríkja sambandsins treysti stofnunum þess bezt til þess að taka á spillingarmálum. Tal um að innganga í Evrópusambandið væri til þess fallin að draga úr spillingu hér á landi stenzt þannig alls enga skoðun. Með því yrði einfaldlega farið úr öskunni í eldinn. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar