Stúkan ræddi rauða spjald Arnars: „Þetta er svakalegt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2024 09:30 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var að fá sitt sjötta rauða spjald síðan hann mætti í Víkina. Vísir/Diego Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, fékk rautt spjald í jafnteflinu á móti Vestra í átjándu umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Stúkan ræddi hegðun þjálfara Íslandsmeistaranna sem missti sig algjörlega fyrir framan fjórða dómarann. „Þetta jöfnunarmark var kornið sem fyllti mælinn þótt að það hafi verið fleiri atriði sem hann tók nú til,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Stúkunnar, um reiðikast Arnars sem skilaði þjálfaranum rauðu spjaldi. Kjartan vildi fá skoðun sérfræðinganna á því hvort að Vestramaðurinn Gunnar Jónas Hauksson hafi brotið á Víkingnum Sveini Gísla Þorkelssyni. Arnar trompaðist eftir að dómarinn lét leikinn ganga áfram. Mér finnst þetta ekki vera brot „Mér finnst þetta ekki vera brot og vera bara fín tækling hjá honum. Hann stekkur upp og lendir svo ofan á honum og meiðir sig sjálfsagt við það,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson. Vestramenn jöfnuðu metin á meðan Sveinn Gísli lá meiddur í grasinu. Hann fór síðan meiddur af velli. „Það á hellingur eftir að gerast frá brotinu þar til að markinu kemur. Við getum alveg farið í hluti eins og þessa hreinsun frá Gísla Gottskálk [Þórðarsyni] sem var hafsent í þessum leik. Tæklingin skiptir miklu máli en ekki öllu,“ sagði Lárus. „Ég er algjörlega sammála Lárusi Orra. Mér finnst þetta ekki vera brot en vissulega fer hann aðeins í gegnum hann og hann hoppar yfir tæklinguna,“ sagði Albert Brynjar Ingason. Arnar Gunnlaugsson hefur fengið sex rauð spjöld síðan að hann tók við Víkingsliðinu. Þetta er ekki góð hegðun Stúkan sýndi hegðun Arnars frá öðru sjónarhorni en sást í sjónvarpsútsendingunni frá leiknum. Þar lætur hann öllum illum látum fyrir framan fjórða dómarann. „Við sjáum atvikið hérna og þetta er slæm frammistaða hjá honum. Þetta er ekki góð hegðun,“ sagði Lárus Orri. „Þetta er svakalegt. Hvernig hann fer með möppuna. Þetta minnir mig bara á þegar ég var að koma heima með einkunnaspjaldið úr Árbæjarskóla og pabbi var að bregðast við,“ sagði Albert í léttum tón. Það má finna alla umræðuna um Arnar og rauða spjaldið hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Reiðikast og rauða spjald Arnars Gunnlaugssonar Besta deild karla Stúkan Víkingur Reykjavík Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Sport Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Enski boltinn Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
„Þetta jöfnunarmark var kornið sem fyllti mælinn þótt að það hafi verið fleiri atriði sem hann tók nú til,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Stúkunnar, um reiðikast Arnars sem skilaði þjálfaranum rauðu spjaldi. Kjartan vildi fá skoðun sérfræðinganna á því hvort að Vestramaðurinn Gunnar Jónas Hauksson hafi brotið á Víkingnum Sveini Gísla Þorkelssyni. Arnar trompaðist eftir að dómarinn lét leikinn ganga áfram. Mér finnst þetta ekki vera brot „Mér finnst þetta ekki vera brot og vera bara fín tækling hjá honum. Hann stekkur upp og lendir svo ofan á honum og meiðir sig sjálfsagt við það,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson. Vestramenn jöfnuðu metin á meðan Sveinn Gísli lá meiddur í grasinu. Hann fór síðan meiddur af velli. „Það á hellingur eftir að gerast frá brotinu þar til að markinu kemur. Við getum alveg farið í hluti eins og þessa hreinsun frá Gísla Gottskálk [Þórðarsyni] sem var hafsent í þessum leik. Tæklingin skiptir miklu máli en ekki öllu,“ sagði Lárus. „Ég er algjörlega sammála Lárusi Orra. Mér finnst þetta ekki vera brot en vissulega fer hann aðeins í gegnum hann og hann hoppar yfir tæklinguna,“ sagði Albert Brynjar Ingason. Arnar Gunnlaugsson hefur fengið sex rauð spjöld síðan að hann tók við Víkingsliðinu. Þetta er ekki góð hegðun Stúkan sýndi hegðun Arnars frá öðru sjónarhorni en sást í sjónvarpsútsendingunni frá leiknum. Þar lætur hann öllum illum látum fyrir framan fjórða dómarann. „Við sjáum atvikið hérna og þetta er slæm frammistaða hjá honum. Þetta er ekki góð hegðun,“ sagði Lárus Orri. „Þetta er svakalegt. Hvernig hann fer með möppuna. Þetta minnir mig bara á þegar ég var að koma heima með einkunnaspjaldið úr Árbæjarskóla og pabbi var að bregðast við,“ sagði Albert í léttum tón. Það má finna alla umræðuna um Arnar og rauða spjaldið hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Reiðikast og rauða spjald Arnars Gunnlaugssonar
Besta deild karla Stúkan Víkingur Reykjavík Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Sport Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Enski boltinn Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki