Tölum um mannvirkjarannsóknir Þórunn Sigurðardóttir skrifar 14. ágúst 2024 08:00 Hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) er allri umræðu um mannvirkjarannsóknir tekið fagnandi. Við búum við jarðhræringar og mikinn veðurofsa. Því verjum við mestum hluta lífs okkar innandyra. Híbýli okkar þurfa af þeim sökum að vera örugg og standast það álag sem á þau verka. Á síðustu þremur árum höfum við hjá HMS sóst eftir því að efla mannvirkjarannsóknir í samvinnu við alla helstu hagaðila á byggingarmarkaði, meðal annars með stofnun rannsóknasjóðs og útgáfu vegvísis, auk þess sem við hófum vinnu við endurskoðun byggingarreglugerðar. Rannsóknasjóður og Rb-blöð eftir lokun Nýsköpunarmiðstöðvar Fyrir þremur árum var Nýsköpunarmiðstöð Íslands lögð niður og þar með talin Rannsóknarstofa byggingariðnaðarins (Rb). Verkefnin sem þar voru unnin voru færð á aðra staði. Leiðbeiningablöð Rb voru flutt til HMS og strax gerð gjaldfrjáls og öllum aðgengileg. Askur mannvirkjarannsóknasjóður var settur á fót í umsjón HMS, Tæknisetur var stofnað, ákveðnar mannvirkjarannsóknir fluttar til Háskólans í Reykjavík og loks var yfirlýstur vilji stjórnvalda að prófanir á byggingarvörum skyldu framkvæmdar á einkamarkaði í samræmi við alþjóðlegar gæðakröfur. Vegvísir að mótun rannsóknaumhverfis Þrátt fyrir framangreindar aðgerðir heyrðist ákall frá markaðnum um að efla þyrfti rannsóknir og bæta umgjörð mannvirkjarannsókna. Til að bregðast við því fór fram vinna hjá HMS við að greina stöðuna og meta hvort ástæða væri til að aðhafast enn frekar til að styðja við mannvirkjarannsóknir. Vinnan fólst m.a. í að meta stöðu og árangur aðgerðanna auk þess að eiga samtal við breiðan hóp hagaðila mannvirkjaiðnaðarins, hátt í sjötíu manns. Úr varð að lokum Vegvísir að mótun rannsóknaumhverfis sem gefinn var út í mars síðast liðnum. Heildstæð vegferð Samtal ólíkra hagaðila mannvirkjageirans er mikilvægt ef draga á úr byggingargöllum og bæta mannvirkjagerð til framtíðar. Rannsóknir eru til að mynda óþarfar ef notkun þeirra er ekki tryggð í praxís. Í umræddum vegvísi er að finna sextán aðgerðir sem bæði stuðla með beinum hætti að bættri mannvirkjagerð ásamt því að varða veginn að framtíðarskipan rannsóknaumhverfis málaflokksins. Vegvísirinn skiptist í þrjá hluta: Rannsóknavettvangur. Sex aðgerðir sem snúast m.a. að því að meta rannsóknaþörf, leggja fram rannsóknastefnu, kortleggja tækjabúnað og greina fjármögnunarleiðir til að framkvæma rannsóknir. Miðlun og hagnýting mannvirkjarannsóknaniðurstaðna. Sex aðgerðir sem m.a. stuðla að því að einungis séu notaðar aðferðir sem byggja á rannsóknum og sýnt hefur verið fram á að virki. Prófanir á byggingarvörum og eftirlit með framleiðslustýringu. Fjórar aðgerðir sem stuðla að því að hægt verði að staðfesta eiginleika byggingarvara með áreiðanlegum hætti, bæði nýjar og vörur til endurnotkunar. Með sýnilegri og heildstæðri vegferð er hagaðilum mannvirkjarannsókna gert kleift að fylgjast með framgangi mála og ekki síst taka þátt í aðgerðunum. Engin stofnun mun ein og sér tryggja bætta mannvirkjagerð. Öll virðiskeðja mannvirkjageirans þarf að taka þátt; fagaðilar, vísindasamfélag, menntakerfi og fleiri. Eftirliti er ábótavant Bent hefur verið á að eftirliti í mannvirkjaiðnaði sé ábótavant. Við hjá HMS tökum undir það og umræða um byggingargalla og neytendur sem sitja uppi með stórtjón fer ekki fram hjá okkur. Er þetta helsta ástæða þess að hafin var vinna við endurskoðun byggingarreglugerðar. Meðal annars er litið til nágranna okkar í Danmörku en þeim hefur tekist vel til við þessi atriði með sérstakri byggingagallatryggingu. Sú trygging er lögbundin fyrir ný íbúðarhúsnæði í einkaeigu. Rétt er að benda á að til að hægt sé að framkvæma eftirlit þurfa menn að vera sammála um hvernig framkvæmdum verkþátta skuli háttað. Rannsóknir eru því undirstaða fyrir því að eftirlit geti átt sér stað. Samvinna skiptir mestu máli Til að tryggja framkvæmd þeirra aðgerða sem settar eru fram í Vegvísi að mótun rannsóknaumhverfis í mannvirkjagerð var stofnuð verkefnastjórn sem stuðlar að framgangi verkefnisins. Í verkefnastjórn sitja fulltrúar frá HMS, innviðaráðuneyti, menningar- og viðskiptaráðuneyti, háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðuneyti og Samtökum iðnaðarins. Það er einlæg von bæði okkar hjá HMS og aðila verkefnastjórnar að hagaðilar mannvirkjageirans kynni sér vegvísinn vel og leggi sitt af mörkum við að framkvæma aðgerðirnar mannvirkjagerð á Íslandi til bóta. Höfundur er framkvæmdastjóri sviðs mannvirkja og sjálfbærni hjá HMS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) er allri umræðu um mannvirkjarannsóknir tekið fagnandi. Við búum við jarðhræringar og mikinn veðurofsa. Því verjum við mestum hluta lífs okkar innandyra. Híbýli okkar þurfa af þeim sökum að vera örugg og standast það álag sem á þau verka. Á síðustu þremur árum höfum við hjá HMS sóst eftir því að efla mannvirkjarannsóknir í samvinnu við alla helstu hagaðila á byggingarmarkaði, meðal annars með stofnun rannsóknasjóðs og útgáfu vegvísis, auk þess sem við hófum vinnu við endurskoðun byggingarreglugerðar. Rannsóknasjóður og Rb-blöð eftir lokun Nýsköpunarmiðstöðvar Fyrir þremur árum var Nýsköpunarmiðstöð Íslands lögð niður og þar með talin Rannsóknarstofa byggingariðnaðarins (Rb). Verkefnin sem þar voru unnin voru færð á aðra staði. Leiðbeiningablöð Rb voru flutt til HMS og strax gerð gjaldfrjáls og öllum aðgengileg. Askur mannvirkjarannsóknasjóður var settur á fót í umsjón HMS, Tæknisetur var stofnað, ákveðnar mannvirkjarannsóknir fluttar til Háskólans í Reykjavík og loks var yfirlýstur vilji stjórnvalda að prófanir á byggingarvörum skyldu framkvæmdar á einkamarkaði í samræmi við alþjóðlegar gæðakröfur. Vegvísir að mótun rannsóknaumhverfis Þrátt fyrir framangreindar aðgerðir heyrðist ákall frá markaðnum um að efla þyrfti rannsóknir og bæta umgjörð mannvirkjarannsókna. Til að bregðast við því fór fram vinna hjá HMS við að greina stöðuna og meta hvort ástæða væri til að aðhafast enn frekar til að styðja við mannvirkjarannsóknir. Vinnan fólst m.a. í að meta stöðu og árangur aðgerðanna auk þess að eiga samtal við breiðan hóp hagaðila mannvirkjaiðnaðarins, hátt í sjötíu manns. Úr varð að lokum Vegvísir að mótun rannsóknaumhverfis sem gefinn var út í mars síðast liðnum. Heildstæð vegferð Samtal ólíkra hagaðila mannvirkjageirans er mikilvægt ef draga á úr byggingargöllum og bæta mannvirkjagerð til framtíðar. Rannsóknir eru til að mynda óþarfar ef notkun þeirra er ekki tryggð í praxís. Í umræddum vegvísi er að finna sextán aðgerðir sem bæði stuðla með beinum hætti að bættri mannvirkjagerð ásamt því að varða veginn að framtíðarskipan rannsóknaumhverfis málaflokksins. Vegvísirinn skiptist í þrjá hluta: Rannsóknavettvangur. Sex aðgerðir sem snúast m.a. að því að meta rannsóknaþörf, leggja fram rannsóknastefnu, kortleggja tækjabúnað og greina fjármögnunarleiðir til að framkvæma rannsóknir. Miðlun og hagnýting mannvirkjarannsóknaniðurstaðna. Sex aðgerðir sem m.a. stuðla að því að einungis séu notaðar aðferðir sem byggja á rannsóknum og sýnt hefur verið fram á að virki. Prófanir á byggingarvörum og eftirlit með framleiðslustýringu. Fjórar aðgerðir sem stuðla að því að hægt verði að staðfesta eiginleika byggingarvara með áreiðanlegum hætti, bæði nýjar og vörur til endurnotkunar. Með sýnilegri og heildstæðri vegferð er hagaðilum mannvirkjarannsókna gert kleift að fylgjast með framgangi mála og ekki síst taka þátt í aðgerðunum. Engin stofnun mun ein og sér tryggja bætta mannvirkjagerð. Öll virðiskeðja mannvirkjageirans þarf að taka þátt; fagaðilar, vísindasamfélag, menntakerfi og fleiri. Eftirliti er ábótavant Bent hefur verið á að eftirliti í mannvirkjaiðnaði sé ábótavant. Við hjá HMS tökum undir það og umræða um byggingargalla og neytendur sem sitja uppi með stórtjón fer ekki fram hjá okkur. Er þetta helsta ástæða þess að hafin var vinna við endurskoðun byggingarreglugerðar. Meðal annars er litið til nágranna okkar í Danmörku en þeim hefur tekist vel til við þessi atriði með sérstakri byggingagallatryggingu. Sú trygging er lögbundin fyrir ný íbúðarhúsnæði í einkaeigu. Rétt er að benda á að til að hægt sé að framkvæma eftirlit þurfa menn að vera sammála um hvernig framkvæmdum verkþátta skuli háttað. Rannsóknir eru því undirstaða fyrir því að eftirlit geti átt sér stað. Samvinna skiptir mestu máli Til að tryggja framkvæmd þeirra aðgerða sem settar eru fram í Vegvísi að mótun rannsóknaumhverfis í mannvirkjagerð var stofnuð verkefnastjórn sem stuðlar að framgangi verkefnisins. Í verkefnastjórn sitja fulltrúar frá HMS, innviðaráðuneyti, menningar- og viðskiptaráðuneyti, háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðuneyti og Samtökum iðnaðarins. Það er einlæg von bæði okkar hjá HMS og aðila verkefnastjórnar að hagaðilar mannvirkjageirans kynni sér vegvísinn vel og leggi sitt af mörkum við að framkvæma aðgerðirnar mannvirkjagerð á Íslandi til bóta. Höfundur er framkvæmdastjóri sviðs mannvirkja og sjálfbærni hjá HMS.
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun