„Nú tók ég skrefið í besta liðið á Íslandi“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. ágúst 2024 08:00 Tarik Ibrahimagic kveður Vestra með söknuði en kveðst spenntur að spila fyrir Víking. víkingur Tarik Ibrahimagic er nýjasti leikmaður Íslandsmeistara Víkings. Hann fékk tilboð frá fleiri félögum en segist spenntur að spila fyrir besta lið á Íslandi. Tarik er frá Danmörku og gekk ungur að aldri til liðs við akademíu í Óðinsvé. Honum tókst hins vegar ekki að festa sig í sessi í aðalliði OB. Tarik og Aron Elís Þrándarson hafa endurnýjað kynni sín frá því þeir léku saman með OB. Fyrir tveimur árum fluttist hann því til Vestra, sem lék þá í Lengjudeildinni en Tarik spilaði stórt hlutverk í að koma liðinu upp í deild þeirra bestu. „Ég sakna leikmannanna. Þeir eru eins og stór fjölskylda og allir þekkja alla. Tíminn þar var mjög góður og ég á þeim margt að þakka. Þeir hjálpuðu mér mikið þegar ég kom frá Danmörku og í Lengjudeildina. Ég hjálpaði þeim að koma Vestra upp í Bestu deildina. Nú tók ég skrefið í besta liðið á Íslandi.“ Vissi að hann færi til Reykjavíkur en ekki hvert Velgengnin hér á landi setti mörg stórlið á eftir honum en á endanum urðu það Íslandsmeistarar Víkings sem klófestu Tarik og gerðu við hann tveggja ára samning. „Að mínu áliti spila þeir bestu boltann á Íslandi. Nú eru þeir að berjast til sigurs í deildinni og úrslitum í bikarnum. Allt hljómar þetta svo vel og ég vil verða hluti af því verkefni.“ Síðustu dagar einkenndust af mikilli ringulreið og það bætti enn frekar ofan á ruglinginn að fyrsti leikur Tarik fyrir Víking, var gegn hans gamla liði Vestra, en hann báðum fótum á jörðinni og þakkar kærustunni fyrir góðan stuðning. „Hún hjálpaði mér mikið og var fljót að pakka niður. Við höfðum pakkað niður að hluta nokkrum dögum áður því ég vissi tveimur dögum áður að ég færi til Reykjavíkur. Ég vissi samt ekki hvert en þegar samið hafði verið við Víking pökkuðum við restinni niður og settum í bílinn. Nú bý ég í bíl og hóteli.“ Besta deild karla Víkingur Reykjavík Vestri Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Sjá meira
Tarik er frá Danmörku og gekk ungur að aldri til liðs við akademíu í Óðinsvé. Honum tókst hins vegar ekki að festa sig í sessi í aðalliði OB. Tarik og Aron Elís Þrándarson hafa endurnýjað kynni sín frá því þeir léku saman með OB. Fyrir tveimur árum fluttist hann því til Vestra, sem lék þá í Lengjudeildinni en Tarik spilaði stórt hlutverk í að koma liðinu upp í deild þeirra bestu. „Ég sakna leikmannanna. Þeir eru eins og stór fjölskylda og allir þekkja alla. Tíminn þar var mjög góður og ég á þeim margt að þakka. Þeir hjálpuðu mér mikið þegar ég kom frá Danmörku og í Lengjudeildina. Ég hjálpaði þeim að koma Vestra upp í Bestu deildina. Nú tók ég skrefið í besta liðið á Íslandi.“ Vissi að hann færi til Reykjavíkur en ekki hvert Velgengnin hér á landi setti mörg stórlið á eftir honum en á endanum urðu það Íslandsmeistarar Víkings sem klófestu Tarik og gerðu við hann tveggja ára samning. „Að mínu áliti spila þeir bestu boltann á Íslandi. Nú eru þeir að berjast til sigurs í deildinni og úrslitum í bikarnum. Allt hljómar þetta svo vel og ég vil verða hluti af því verkefni.“ Síðustu dagar einkenndust af mikilli ringulreið og það bætti enn frekar ofan á ruglinginn að fyrsti leikur Tarik fyrir Víking, var gegn hans gamla liði Vestra, en hann báðum fótum á jörðinni og þakkar kærustunni fyrir góðan stuðning. „Hún hjálpaði mér mikið og var fljót að pakka niður. Við höfðum pakkað niður að hluta nokkrum dögum áður því ég vissi tveimur dögum áður að ég færi til Reykjavíkur. Ég vissi samt ekki hvert en þegar samið hafði verið við Víking pökkuðum við restinni niður og settum í bílinn. Nú bý ég í bíl og hóteli.“
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Vestri Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn