„Ég held að það þurfi að koma böndum á þetta“ Telma Tómasson og Eiður Þór Árnason skrifa 14. ágúst 2024 07:30 Þorbjörg María mætti í sett í gær og svaraði spurningum um afstöðu Landverndar til nýtingar vindorkunnar. Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, gagnrýnir áform um vindorkuver við Búrfell og segir mikilvægt að áætlanir um vindorkuver fari ekki fram úr regluverkinu. Fjallað var um áformin í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær en Þorgerður María sagði Landvernd meðal annars hafa bent á að vindmyllurnar myndu sjást víða á miðhálendinu og þá ætti að staðsetja þær þar sem Landvernd vildi sjá þjóðgarð. „Að öðru, þá er mjög mikið af þessum áformum á teikniborðinu og það er ofboðslega mikilvægt að það sé skýrt hvert við ætlum að fara með þau, hvort við ætlum að vera með mörg lítil eða fá stór. Þessari stefnumörkun hefur ekki verið lokið en samt er komið hérna fyrsta virkjunarleyfið fyrir vindorkuveri, sem er bara mjög stór áfangi í þessari vegferð og það er mjög hættulegt ef vegferðin fer einhvern veginn fram úr regluverkefnu, sem við höfum séð gerast á Íslandi í ýmsu eins og í fiskeldinu, þar sem það kann ekki góðri lukku að stýra að regluverkið komi eftir á,“ sagði Þorgerður María. Spurð út í virkjanakosti sem Orkustofnun hefði skoðað sagði Þorgerður María Landvernd þykja þeir heldur margir og þá væri mikið af heiðarlandi undir, sem væri afar viðkvæmt. Margir aðrir staðir til viðbótar væru einnig í skoðun og málið þyrfti að fá umræðu á Alþingi. „Ég held að það þurfi að koma böndum á þetta ef við ætlum ekki að fara fram úr okkur,“ sagði hún. En er ekki eðlilegt að virkja vindorkuna? var Þorgerður spurð. „Við höfum bent á það hjá Landvernd að við framleiðum ofboðslega mikið af raforku og höfum ráðstafað henni misgáfulega. Það er mjög mikilvægt þegar við skoðum raforku að við áttum okkur á því að hún kostar alltaf eitthvað og ef við ætlum alltaf endalaust að stefna í meira og meira þá endum við á því að vera komin allt of langt og taka allt of mikið af náttúru. Við þurfum að fara að skoða hvernig við ætlum að nýta þessi kerfi sem best sem við erum með og flýta okkur hægt í þessari orkuaukningu, sem hefur verið mjög hröð.“ Þorgerður María sagði Landvernd ætla að þrýsta á að regluverki yrði komið á í kringum vindorkuverin og hvatti almenning til að kynna sér verin, áhrif þeirra og taka þátt í að móta stefnu um málið. Orkumál Vindorka Tengdar fréttir Finnst líklegt að vindorka verði þriðja stoðin í orkukerfi landsins Vindorka verður að líkindum þriðja stoðin í orkukerfi landsins. Þetta er mat forstjóra Landsvirkjunar sem kallar eftir skilvirkara regluverki. Orkustofnun veitti Landsvirkjun í gær virkjunarleyfi fyrir fyrsta vindorkuveri landsins sem á að rísa við Búrfell. 13. ágúst 2024 19:27 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Fleiri fréttir Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Sjá meira
Fjallað var um áformin í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær en Þorgerður María sagði Landvernd meðal annars hafa bent á að vindmyllurnar myndu sjást víða á miðhálendinu og þá ætti að staðsetja þær þar sem Landvernd vildi sjá þjóðgarð. „Að öðru, þá er mjög mikið af þessum áformum á teikniborðinu og það er ofboðslega mikilvægt að það sé skýrt hvert við ætlum að fara með þau, hvort við ætlum að vera með mörg lítil eða fá stór. Þessari stefnumörkun hefur ekki verið lokið en samt er komið hérna fyrsta virkjunarleyfið fyrir vindorkuveri, sem er bara mjög stór áfangi í þessari vegferð og það er mjög hættulegt ef vegferðin fer einhvern veginn fram úr regluverkefnu, sem við höfum séð gerast á Íslandi í ýmsu eins og í fiskeldinu, þar sem það kann ekki góðri lukku að stýra að regluverkið komi eftir á,“ sagði Þorgerður María. Spurð út í virkjanakosti sem Orkustofnun hefði skoðað sagði Þorgerður María Landvernd þykja þeir heldur margir og þá væri mikið af heiðarlandi undir, sem væri afar viðkvæmt. Margir aðrir staðir til viðbótar væru einnig í skoðun og málið þyrfti að fá umræðu á Alþingi. „Ég held að það þurfi að koma böndum á þetta ef við ætlum ekki að fara fram úr okkur,“ sagði hún. En er ekki eðlilegt að virkja vindorkuna? var Þorgerður spurð. „Við höfum bent á það hjá Landvernd að við framleiðum ofboðslega mikið af raforku og höfum ráðstafað henni misgáfulega. Það er mjög mikilvægt þegar við skoðum raforku að við áttum okkur á því að hún kostar alltaf eitthvað og ef við ætlum alltaf endalaust að stefna í meira og meira þá endum við á því að vera komin allt of langt og taka allt of mikið af náttúru. Við þurfum að fara að skoða hvernig við ætlum að nýta þessi kerfi sem best sem við erum með og flýta okkur hægt í þessari orkuaukningu, sem hefur verið mjög hröð.“ Þorgerður María sagði Landvernd ætla að þrýsta á að regluverki yrði komið á í kringum vindorkuverin og hvatti almenning til að kynna sér verin, áhrif þeirra og taka þátt í að móta stefnu um málið.
Orkumál Vindorka Tengdar fréttir Finnst líklegt að vindorka verði þriðja stoðin í orkukerfi landsins Vindorka verður að líkindum þriðja stoðin í orkukerfi landsins. Þetta er mat forstjóra Landsvirkjunar sem kallar eftir skilvirkara regluverki. Orkustofnun veitti Landsvirkjun í gær virkjunarleyfi fyrir fyrsta vindorkuveri landsins sem á að rísa við Búrfell. 13. ágúst 2024 19:27 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Fleiri fréttir Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Sjá meira
Finnst líklegt að vindorka verði þriðja stoðin í orkukerfi landsins Vindorka verður að líkindum þriðja stoðin í orkukerfi landsins. Þetta er mat forstjóra Landsvirkjunar sem kallar eftir skilvirkara regluverki. Orkustofnun veitti Landsvirkjun í gær virkjunarleyfi fyrir fyrsta vindorkuveri landsins sem á að rísa við Búrfell. 13. ágúst 2024 19:27