Hamstrar barnið þitt blýanta? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar 14. ágúst 2024 13:30 Nýverið fjallaði háskólaráðherra um þá ógn sem hugmyndafræðinni um eignarréttinn og ábyrgð stafaði af því að grunnskólabörn fái námsgögn án endurgjalds í skólanum. Þar sagði hún sögur af börnum sem koma heim með töskur fullar af ritföngum og öðrum námsgögnum sem þau hafa ekki notað og hélt því fullum fetum fram að ómögulegt væri að koma fyrir hjá þeim ábyrgðartilfinningu gagnvart þessum hlutum vegna þess að þau ættu þau ekki. Nú búa tvö börn á mínu heimili og ég get í fullri hreinskilni sagt að þau hafa aldrei – ekki einu sinni – komið heim með töskur fullar af ritföngum. Vissulega er reynsla mín takmörkuð við þessi tvö börn, en ég á ofboðslega erfitt með að ímynda mér að stílabækur og blýantar séu svo heillandi fyrir grunnskólabörnum að stórir hópar þeirra finni hjá sér þörfina til að hamstra þeim. Sé það raunin myndi ég ætla að þar væri kjörið tækifæri fyrir foreldra til að ræða við börnin sín um sjálfstjórn. Að þó eitthvað sé frítt þá þýði það ekki að maður þurfi að taka alla hrúguna. Það er gífurlega mikilvægt að við temjum börnunum okkar að bera virðingu fyrir hlutunum og ganga vel um þá jafnvel þó þau eigi þá ekki ein. Dæmi um hluti sem börn komast í kynni við daglega sem þau hafa afnot af en eiga ekki sjálf eru leiktæki á leikvöllum, skólabyggingin, íþróttahúsið og búnaðurinn þar, nú og bara nær öll íslensk náttúra. Að sjálfsögðu þurfa þau að læra að fara vel með eigin muni (sem gengur alla jafna upp og ofan) en það er engu síður mikilvægt að þau læri að fara vel með eigur annarra og hluti sem eru í eigu okkar allra. Upphaf skólaársins er kvíðavaldur fyrir margar fjölskyldur sem þurfa að passa upp á hverja krónu til að ná endum saman í hverjum mánuði og þurfa nú að kljást við öll viðbótar útgjöldin sem nýju skólaári fylgir. Þó það sé vissulega ekki stærsti bitinn af kökunni þá er það tvímælalaust mörgum fjölskyldum kærkomin búbót að þurfa ekki að bæta námsgögnum við í það reikningsdæmi. Mér þykir þetta því áhugaverð tímasetning fyrir háskólaráðherra til að bridda upp á þessu umræðuefni, því þó þessir einstaklingar séu kannski ekki í hennar nærumhverfi þá eru þeir svo sannarlega til og eru, að mér sýnist, umtalsvert fleiri en hana grunar. Það að tryggja öllum börnum jöfn tækifæri til menntunar felur í sér að tryggja þeim aðgengi að þeim tækjum og tólum sem þarf til að stunda nám. Ég er því þakklát að jafnt aðgengi allra barna að menntun vegi þyngra í huga mennta- og barnamálaráðherra en áhyggjur af meintum hömstruðum blýöntum. Höfundur er varaformaður Sambands ungra Framsóknarmanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grunnskólar Skóla- og menntamál Framsóknarflokkurinn Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Nýverið fjallaði háskólaráðherra um þá ógn sem hugmyndafræðinni um eignarréttinn og ábyrgð stafaði af því að grunnskólabörn fái námsgögn án endurgjalds í skólanum. Þar sagði hún sögur af börnum sem koma heim með töskur fullar af ritföngum og öðrum námsgögnum sem þau hafa ekki notað og hélt því fullum fetum fram að ómögulegt væri að koma fyrir hjá þeim ábyrgðartilfinningu gagnvart þessum hlutum vegna þess að þau ættu þau ekki. Nú búa tvö börn á mínu heimili og ég get í fullri hreinskilni sagt að þau hafa aldrei – ekki einu sinni – komið heim með töskur fullar af ritföngum. Vissulega er reynsla mín takmörkuð við þessi tvö börn, en ég á ofboðslega erfitt með að ímynda mér að stílabækur og blýantar séu svo heillandi fyrir grunnskólabörnum að stórir hópar þeirra finni hjá sér þörfina til að hamstra þeim. Sé það raunin myndi ég ætla að þar væri kjörið tækifæri fyrir foreldra til að ræða við börnin sín um sjálfstjórn. Að þó eitthvað sé frítt þá þýði það ekki að maður þurfi að taka alla hrúguna. Það er gífurlega mikilvægt að við temjum börnunum okkar að bera virðingu fyrir hlutunum og ganga vel um þá jafnvel þó þau eigi þá ekki ein. Dæmi um hluti sem börn komast í kynni við daglega sem þau hafa afnot af en eiga ekki sjálf eru leiktæki á leikvöllum, skólabyggingin, íþróttahúsið og búnaðurinn þar, nú og bara nær öll íslensk náttúra. Að sjálfsögðu þurfa þau að læra að fara vel með eigin muni (sem gengur alla jafna upp og ofan) en það er engu síður mikilvægt að þau læri að fara vel með eigur annarra og hluti sem eru í eigu okkar allra. Upphaf skólaársins er kvíðavaldur fyrir margar fjölskyldur sem þurfa að passa upp á hverja krónu til að ná endum saman í hverjum mánuði og þurfa nú að kljást við öll viðbótar útgjöldin sem nýju skólaári fylgir. Þó það sé vissulega ekki stærsti bitinn af kökunni þá er það tvímælalaust mörgum fjölskyldum kærkomin búbót að þurfa ekki að bæta námsgögnum við í það reikningsdæmi. Mér þykir þetta því áhugaverð tímasetning fyrir háskólaráðherra til að bridda upp á þessu umræðuefni, því þó þessir einstaklingar séu kannski ekki í hennar nærumhverfi þá eru þeir svo sannarlega til og eru, að mér sýnist, umtalsvert fleiri en hana grunar. Það að tryggja öllum börnum jöfn tækifæri til menntunar felur í sér að tryggja þeim aðgengi að þeim tækjum og tólum sem þarf til að stunda nám. Ég er því þakklát að jafnt aðgengi allra barna að menntun vegi þyngra í huga mennta- og barnamálaráðherra en áhyggjur af meintum hömstruðum blýöntum. Höfundur er varaformaður Sambands ungra Framsóknarmanna
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun