Óvenjulegur grafreitur reistur á Seltjarnarnesi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. ágúst 2024 14:27 Grafreiturinn verður líklega með þeim kaldari hér á landi. Vísir/Samsett Á laugardaginn kemur verður einn sérkennilegasti og líklega tímabundnasti grafreitur Íslandssögunnar reistur á Seltjarnarnesi. Á hátíðlegri athöfn verður jöklagrafreiturinn vígður en þar verður legsteinum jökla, horfinna og þeirra sem eru við það að hverfa, komið fyrir og verða þeir úr ís. Gjörningur þessi er samstarfsverkefni íslenskra og útlendra stofnana á borð við Veðurstofuna, Háskóla Íslands, Jöklarannsóknafélags Íslands og Náttúruminjasafns Íslands ásamt Rice-háskóla í Texas, Heimseftirlitsstofnun jökla og Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) en Sameinuðu þjóðirnar hafa útnefnt árið 2025 alþjóðlegt ár varðveislu jökla. Listi yfir horfna jökla gerður opinber Samhliða viðburðinum verður að finna lista, sem sérfræðingar við Rice-háskóla gerðu yfir jökla sem hafa horfið frá aldamótunum síðustu eða eru við það að hverfa. Á síðunni verður hægt að skoða staðsetningu jöklana og lesa sér til um örlög þeirra eða framtíð. Hugmyndin er svo að bæta við jöklum jafnóðum og þeir hverfa, að sögn Guðfinnu Aðalgeirsdóttur, prófessors í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Viðburðurinn hefst klukkan eitt á laugardaginn í húsakynnum Marvöðu á Fiskislóð í Reykjavík. Þar munu Guðfinna og Hrafnhildur Hannesdóttir, fagstjóri jöklarannsókna hjá Veðurstofu Íslands, vera með erindi. Þá verður gengin skrúðganga að jöklagrafreitinum á túninu sunnan við bílastæðin í Snoppu við Gróttu. Þar verður búið að koma fyrir fimmtán köldum legsteinum sem listamaðurinn Ottó Magnússon býr til. Hann hefur skorið listaverk úr klaka í um tuttugu ár. Söngur og ræður til heiðurs íslíkum Þar fer svo fram eins konar vígsluathöfn þar sem lesin verða eftirmæli jöklanna fimmtán. Kór mun einnig syngja undir athöfnina. „Jöklagrafreiturinn er listinnsetning og helgisiðarými til að vekja athygli á jöklunum sem eru að hverfa í heiminum. Meðal ísköldu legsteinanna munum við halda söng og ræður, til heiðurs þessum íslíkum sem hverfa fljótlega - frá Ameríku til Himalajafjalla og frá Aotearoa/Nýja Sjálandi til Skandinavíu,“ segir í viðburðarlýsingunni. „Komdu með okkur í samtal, kyrrðarstund og blásum lífsanda í jöklana sem enn er hægt að bjarga. Klæðaburður sem heiðrar bæði líf og dauða.“ Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Gjörningur þessi er samstarfsverkefni íslenskra og útlendra stofnana á borð við Veðurstofuna, Háskóla Íslands, Jöklarannsóknafélags Íslands og Náttúruminjasafns Íslands ásamt Rice-háskóla í Texas, Heimseftirlitsstofnun jökla og Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) en Sameinuðu þjóðirnar hafa útnefnt árið 2025 alþjóðlegt ár varðveislu jökla. Listi yfir horfna jökla gerður opinber Samhliða viðburðinum verður að finna lista, sem sérfræðingar við Rice-háskóla gerðu yfir jökla sem hafa horfið frá aldamótunum síðustu eða eru við það að hverfa. Á síðunni verður hægt að skoða staðsetningu jöklana og lesa sér til um örlög þeirra eða framtíð. Hugmyndin er svo að bæta við jöklum jafnóðum og þeir hverfa, að sögn Guðfinnu Aðalgeirsdóttur, prófessors í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Viðburðurinn hefst klukkan eitt á laugardaginn í húsakynnum Marvöðu á Fiskislóð í Reykjavík. Þar munu Guðfinna og Hrafnhildur Hannesdóttir, fagstjóri jöklarannsókna hjá Veðurstofu Íslands, vera með erindi. Þá verður gengin skrúðganga að jöklagrafreitinum á túninu sunnan við bílastæðin í Snoppu við Gróttu. Þar verður búið að koma fyrir fimmtán köldum legsteinum sem listamaðurinn Ottó Magnússon býr til. Hann hefur skorið listaverk úr klaka í um tuttugu ár. Söngur og ræður til heiðurs íslíkum Þar fer svo fram eins konar vígsluathöfn þar sem lesin verða eftirmæli jöklanna fimmtán. Kór mun einnig syngja undir athöfnina. „Jöklagrafreiturinn er listinnsetning og helgisiðarými til að vekja athygli á jöklunum sem eru að hverfa í heiminum. Meðal ísköldu legsteinanna munum við halda söng og ræður, til heiðurs þessum íslíkum sem hverfa fljótlega - frá Ameríku til Himalajafjalla og frá Aotearoa/Nýja Sjálandi til Skandinavíu,“ segir í viðburðarlýsingunni. „Komdu með okkur í samtal, kyrrðarstund og blásum lífsanda í jöklana sem enn er hægt að bjarga. Klæðaburður sem heiðrar bæði líf og dauða.“
Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira