„Versta ákvörðun sem ég hef séð á þrjátíu ára ferli í fótbolta“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. ágúst 2024 16:31 Philippe Clement ræðir við Marco Guida eftir leik Rangers og Dynamo Kiev. getty/Craig Williamson Philippe Clement, knattspyrnustjóri Rangers, var vægast sagt ósáttur við dómara leiksins gegn Dynamo Kiev í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í gær. Fyrri leikurinn fór 1-1 og staðan í hálfleik í leiknum á Ibrox í gær var markalaus. Í upphafi seinni hálfleiks fékk Brasilíumaðurinn Jefte sitt annað gula spjald og þar með rautt. Manni fleiri gengu Úkraínumennirnir á lagið, skoruðu tvö mörk og unnu einvígið, 3-1 samanlagt. Dynamo Kiev fer því í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á meðan Rangers fer í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Rauða spjaldið á Jefte þótti umdeilt og samkvæmt Clement kolrangur dómur. Hann sagðist allavega aldrei hafa séð annað eins á löngum ferli. „Ég hef séð myndirnar. Þetta er klárlega ekki brot. Hann stekkur bara hærra og það er það eina sem gerist,“ sagði Clement en dómari leiksins, Marco Guida, vildi meina að Jefte hefði brotið á Oleksandr Karavayev í skallaeinvígi. „Þetta var afgerandi augnablik og á endanum gerði það draum okkar að engu. Það drap draum rúmlega fimmtíu þúsund áhorfenda og þú býst við betri ákvörðunum því þetta er að mínu mati versta ákvörðun sem ég hef séð á þrjátíu ára ferli í fótbolta.“ Clement sagðist hafa reynt að fá útskýringu frá Guida en án árangurs. „Ég reyndi að skilja ákvörðunina og biðja um útskýringu en dómarinn sat fastur við sinn keip. Þetta var klárlega rangur dómur. Það er margt í gangi í hausnum á mér en þið vitið að allt sem ég segi er of mikið. Ég gæti fengið bann fyrir næsta Evrópuleik svo ég held þessu fyrir mig,“ sagði Clement. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Sjá meira
Fyrri leikurinn fór 1-1 og staðan í hálfleik í leiknum á Ibrox í gær var markalaus. Í upphafi seinni hálfleiks fékk Brasilíumaðurinn Jefte sitt annað gula spjald og þar með rautt. Manni fleiri gengu Úkraínumennirnir á lagið, skoruðu tvö mörk og unnu einvígið, 3-1 samanlagt. Dynamo Kiev fer því í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á meðan Rangers fer í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Rauða spjaldið á Jefte þótti umdeilt og samkvæmt Clement kolrangur dómur. Hann sagðist allavega aldrei hafa séð annað eins á löngum ferli. „Ég hef séð myndirnar. Þetta er klárlega ekki brot. Hann stekkur bara hærra og það er það eina sem gerist,“ sagði Clement en dómari leiksins, Marco Guida, vildi meina að Jefte hefði brotið á Oleksandr Karavayev í skallaeinvígi. „Þetta var afgerandi augnablik og á endanum gerði það draum okkar að engu. Það drap draum rúmlega fimmtíu þúsund áhorfenda og þú býst við betri ákvörðunum því þetta er að mínu mati versta ákvörðun sem ég hef séð á þrjátíu ára ferli í fótbolta.“ Clement sagðist hafa reynt að fá útskýringu frá Guida en án árangurs. „Ég reyndi að skilja ákvörðunina og biðja um útskýringu en dómarinn sat fastur við sinn keip. Þetta var klárlega rangur dómur. Það er margt í gangi í hausnum á mér en þið vitið að allt sem ég segi er of mikið. Ég gæti fengið bann fyrir næsta Evrópuleik svo ég held þessu fyrir mig,“ sagði Clement.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Sjá meira