Kálhaus féll ekki í kramið Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. ágúst 2024 16:13 „Við berum ekki ábyrgð á þessu,“ segja karlarnir við Truss sem var ekki sátt við gjörninginn. Liz Truss fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands var ekki skemmt og gekk af sviðinu þegar mótmælendur birtu mynd af kálböggli og skilaboð um slælega efnahagsstjórn hennar þá stuttu tíð sem hún var forsætisráðherra. Atvikið má sjá í myndbandi hér að neðan en í umfjöllun Sky kemur fram að Truss hafi þarna verið að halda viðburð vegna bókaútgáfu sinnar. Truss gaf á þessu ári út bókina Tíu ár til að bjarga vestrinu (e. Ten years to save the west) þar sem hún fer yfir eigin hugmyndir um íhaldsstefnu í stjórnmálum. Hún tapaði sæti sínu á breska þinginu í þingkosningum í Bretlandi í júlí. Truss var í miðju kafi við að útskýra hvers vegna hún héldi að Donald Trump myndi bera sigur úr býtum í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í nóvember þegar flennistór kálhaus var varpað upp á plakati sem birtist skyndilega fyrir aftan hana. Þar stóð jafnframt: „Ég eyðilagði efnahaginn.“ Um er að ræða vísun til þess þegar Liz Truss sagði af sér störfum sem forsætisráðherra eftir einungis 49 daga í starfi árið 2022. Þá birti fjölmiðillinn Daily Star beina útsendingu á vef sínum af kálhausi og spurt var hvor myndi endast lengur, kálhausinn eða Liz Truss? 49 dögum síðar var kálhausinn lýstur sigurvegari í þeirri rimmu. Efnahagsstefna Truss snerist um miklar skattalækkanir en stefnan var talin bera mikið skipbrot, bakaði ráðherranum miklar óvinsældir og varð til þess að hún sagði embætti sínu lausu. Truss tók ekki eftir kálhausnum fyrr en eftir stutta stund þegar salurinn fór að hlæja. Henni var ekki skemmt og hafði þetta um málið að segja áður en hún gekk af sviðinu í fússi: „Þetta er ekki fyndið.“ Aðgerðarhópurinn Led By Donkeys stóð fyrir uppátækinu. Hópurinn var stofnaður 2018 af andstæðingum Brexit, en hópurinn hefur neitað að samþykkja niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2016 þar sem Bretar samþykktu með litlum meirihluta að ganga úr Evrópusambandinu. Bretland Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Pub Quiz hvar sem er, hvenær sem er! Lífið samstarf Fleiri fréttir Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Sjá meira
Atvikið má sjá í myndbandi hér að neðan en í umfjöllun Sky kemur fram að Truss hafi þarna verið að halda viðburð vegna bókaútgáfu sinnar. Truss gaf á þessu ári út bókina Tíu ár til að bjarga vestrinu (e. Ten years to save the west) þar sem hún fer yfir eigin hugmyndir um íhaldsstefnu í stjórnmálum. Hún tapaði sæti sínu á breska þinginu í þingkosningum í Bretlandi í júlí. Truss var í miðju kafi við að útskýra hvers vegna hún héldi að Donald Trump myndi bera sigur úr býtum í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í nóvember þegar flennistór kálhaus var varpað upp á plakati sem birtist skyndilega fyrir aftan hana. Þar stóð jafnframt: „Ég eyðilagði efnahaginn.“ Um er að ræða vísun til þess þegar Liz Truss sagði af sér störfum sem forsætisráðherra eftir einungis 49 daga í starfi árið 2022. Þá birti fjölmiðillinn Daily Star beina útsendingu á vef sínum af kálhausi og spurt var hvor myndi endast lengur, kálhausinn eða Liz Truss? 49 dögum síðar var kálhausinn lýstur sigurvegari í þeirri rimmu. Efnahagsstefna Truss snerist um miklar skattalækkanir en stefnan var talin bera mikið skipbrot, bakaði ráðherranum miklar óvinsældir og varð til þess að hún sagði embætti sínu lausu. Truss tók ekki eftir kálhausnum fyrr en eftir stutta stund þegar salurinn fór að hlæja. Henni var ekki skemmt og hafði þetta um málið að segja áður en hún gekk af sviðinu í fússi: „Þetta er ekki fyndið.“ Aðgerðarhópurinn Led By Donkeys stóð fyrir uppátækinu. Hópurinn var stofnaður 2018 af andstæðingum Brexit, en hópurinn hefur neitað að samþykkja niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2016 þar sem Bretar samþykktu með litlum meirihluta að ganga úr Evrópusambandinu.
Bretland Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Pub Quiz hvar sem er, hvenær sem er! Lífið samstarf Fleiri fréttir Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Sjá meira