Tryggja þurfi að vindorkan haldist í höndum þjóðarinnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. ágúst 2024 19:00 Guðmundur Ingi segir að Vinstri græn vilji ganga lengra í stefnumörkun um vindorku en umhverifs-, orku- og loftslagsráðherra gerði í tillögu sinni á síðasta þingi. Vísir/Arnar Formaður Vinstri grænna kallar eftir því að umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra leggi fram stefnumörkun um vindorkumál á haustþingi. Hann telur að gera þurfi breytingar á tillögum sem lagðar voru fram á síðasta þingi. Tryggja þurfi að auðlindin haldist í höndum þjóðarinnar. Í gær kynnti franska félagið Qair niðurstöður umhverfismats fyrir Dalamönnum en félagið hyggst byggja upp vindmyllugarða í landi Sólheima á Laxárdalsheiði. Landið er í eigu félagsins SBH1 efh., sem var stofnað af Sunnu Birnu Helgadóttur eiginkonu Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra, en er nú í eigu föður hans og föðurbróður. Eins tilkynnti sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps í morgun að til skoðunar sé að kæra útgáfu Orkustofnunar á virkjanaleyfi fyrir fyrirhuguðum vindmyllugarði í Brúfellslundi. Hún segir innviði raforkukerfisins staðsetta í hreppnum þó garðurinn yrði staðsettur í Rangárþingi ytra. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Hörður Arnarsson forstjóri Landsvirkjunar, undirrituðu samning um lands- og vindorkuréttindi vegna Búrfellslundar, í dag. Enn á sveitarstjórn Rangárþings ytra eftir að veita framkvæmdaleyfi fyrir verkinu. Landvernd hefur undanfarna daga gagnrýnt mjög áform um vindorkuver. Formaðurinn kallaði í gær eftir að þau fari ekki fram úr regluverki og eftir heildrænni stefnumörkun í málaflokknum. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra og formaður Vinstri grænna, segir mikilvægast að marka stefnu um hvar við viljum að slík orkuver rísi á landi og tryggja að þau séu í eigu þjóðarinnar. „Þetta verkefni og fjölmargar hugmyndir um allt land um vindorkuverkefni sýna okkur að það er gríðarlega mikil þörf fyrir það að leggja fram stefnumörkun um vindorkuver á Íslandi, þar sem við ákveðum hvar þau geta verið og hvar ekki,“ segir Guðmundur Ingi. „Ég er reyndar þeirrar skoðunar að við eigum að reisa vindorkuver, ef það er gert á landi, á fáum stöðum, á röskuðum svæðum, eignarhald sé fyrst og fremst ef ekki eingöngu á hendi þjóðarinnar og við tökum eðlilega auðlindarentu af notkun þessarar auðlindar líkt og annarra. Ég er mótfallinn því að raforkuframleiðsla á Íslandi sé í höndum annarra en hins opinbera.“ Sem umhverfisráðherra lagði Guðmundur Ingi fram stefnumörkun í málaflokknum. „Ég held að það sé algjört forgangsatriði að umhverfisráðherra komi með þetta fram að nýju í haust,“ segir Guðmundur Ingi. Formaður Landverndar sagði í viðtali í gær að framleidd sé nóg orka á Íslandi en henni þurfi að ráðstafa betur. „Ég tek undir þetta að mörgu leyti. Við þurfum í fyrsta lagi að spara orku miklu betur en við gerum. Það er líka hægt að draga úr tapi orku með því að styrkja flutningskerfið. Komi til þess að við þurfum að afla nýrrar orku þurfum við að forgangsraða henni vegna aukningar til almennra nota og í þágu innlendra orkuskipta.“ Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, lagði fram stefnumörkun í málaflokknum á síðasta þingi sem fékk ekki fram að ganga. „Ég tel að það þurfi að gera ákveðnar breytingar á því, ég og minn flokkur. Við erum tilbúin til að halda áfram með þá vinnu enda byggir hluti þeirrar vinnu á því sem ég lagði fram á sínum tíma, árið 2021.“ Fréttin var uppfærð 16. ágúst 2024. Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að landið að Sólheimum í Dalasýslu væri í eigu eiginkonu Ásmundar Einars Daðasonar. Orkuskipti Vindorka Orkumál Vinstri græn Vindorkuver í Búrfellslundi Tengdar fréttir Stíga annað stórt skref að virkjun við Búrfell Samningur er í höfn milli Landsvirkjunar og íslenska ríkisins um lands- og vindorkuréttindi vegna Búrfellslundar. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur samningur er gerður en Búrfellslundur liggur innan þjóðlendu. Gildistími samningsins er 35 ár með möguleika á framlengingu um 15 ár. 14. ágúst 2024 15:07 Nauðsynlegt að sameina verndun og nýtingu orku með stuðningi staðla Deilur um vindorkugarða og virkjanaframkvæmdir á Íslandi hafa lengi verið áberandi í þjóðfélaginu, en mikilvægi þeirra hefur aukist í ljósi loftslagsvandans sem kallar á tafarlausar aðgerðir. 14. ágúst 2024 14:01 Enginn vindmyllugarður án bættra vega Mikil innviðauppbygging þarf að fara fram ef áætlanir um uppbyggingu vindorkuvers í Dalabyggð eiga að ganga eftir. Verkið mun kosta minnst 40 milljarða og talið er að það muni taka minnst fimmtán ár fyrir verkið til að borga sig. 14. ágúst 2024 13:01 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira
Í gær kynnti franska félagið Qair niðurstöður umhverfismats fyrir Dalamönnum en félagið hyggst byggja upp vindmyllugarða í landi Sólheima á Laxárdalsheiði. Landið er í eigu félagsins SBH1 efh., sem var stofnað af Sunnu Birnu Helgadóttur eiginkonu Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra, en er nú í eigu föður hans og föðurbróður. Eins tilkynnti sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps í morgun að til skoðunar sé að kæra útgáfu Orkustofnunar á virkjanaleyfi fyrir fyrirhuguðum vindmyllugarði í Brúfellslundi. Hún segir innviði raforkukerfisins staðsetta í hreppnum þó garðurinn yrði staðsettur í Rangárþingi ytra. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Hörður Arnarsson forstjóri Landsvirkjunar, undirrituðu samning um lands- og vindorkuréttindi vegna Búrfellslundar, í dag. Enn á sveitarstjórn Rangárþings ytra eftir að veita framkvæmdaleyfi fyrir verkinu. Landvernd hefur undanfarna daga gagnrýnt mjög áform um vindorkuver. Formaðurinn kallaði í gær eftir að þau fari ekki fram úr regluverki og eftir heildrænni stefnumörkun í málaflokknum. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra og formaður Vinstri grænna, segir mikilvægast að marka stefnu um hvar við viljum að slík orkuver rísi á landi og tryggja að þau séu í eigu þjóðarinnar. „Þetta verkefni og fjölmargar hugmyndir um allt land um vindorkuverkefni sýna okkur að það er gríðarlega mikil þörf fyrir það að leggja fram stefnumörkun um vindorkuver á Íslandi, þar sem við ákveðum hvar þau geta verið og hvar ekki,“ segir Guðmundur Ingi. „Ég er reyndar þeirrar skoðunar að við eigum að reisa vindorkuver, ef það er gert á landi, á fáum stöðum, á röskuðum svæðum, eignarhald sé fyrst og fremst ef ekki eingöngu á hendi þjóðarinnar og við tökum eðlilega auðlindarentu af notkun þessarar auðlindar líkt og annarra. Ég er mótfallinn því að raforkuframleiðsla á Íslandi sé í höndum annarra en hins opinbera.“ Sem umhverfisráðherra lagði Guðmundur Ingi fram stefnumörkun í málaflokknum. „Ég held að það sé algjört forgangsatriði að umhverfisráðherra komi með þetta fram að nýju í haust,“ segir Guðmundur Ingi. Formaður Landverndar sagði í viðtali í gær að framleidd sé nóg orka á Íslandi en henni þurfi að ráðstafa betur. „Ég tek undir þetta að mörgu leyti. Við þurfum í fyrsta lagi að spara orku miklu betur en við gerum. Það er líka hægt að draga úr tapi orku með því að styrkja flutningskerfið. Komi til þess að við þurfum að afla nýrrar orku þurfum við að forgangsraða henni vegna aukningar til almennra nota og í þágu innlendra orkuskipta.“ Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, lagði fram stefnumörkun í málaflokknum á síðasta þingi sem fékk ekki fram að ganga. „Ég tel að það þurfi að gera ákveðnar breytingar á því, ég og minn flokkur. Við erum tilbúin til að halda áfram með þá vinnu enda byggir hluti þeirrar vinnu á því sem ég lagði fram á sínum tíma, árið 2021.“ Fréttin var uppfærð 16. ágúst 2024. Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að landið að Sólheimum í Dalasýslu væri í eigu eiginkonu Ásmundar Einars Daðasonar.
Orkuskipti Vindorka Orkumál Vinstri græn Vindorkuver í Búrfellslundi Tengdar fréttir Stíga annað stórt skref að virkjun við Búrfell Samningur er í höfn milli Landsvirkjunar og íslenska ríkisins um lands- og vindorkuréttindi vegna Búrfellslundar. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur samningur er gerður en Búrfellslundur liggur innan þjóðlendu. Gildistími samningsins er 35 ár með möguleika á framlengingu um 15 ár. 14. ágúst 2024 15:07 Nauðsynlegt að sameina verndun og nýtingu orku með stuðningi staðla Deilur um vindorkugarða og virkjanaframkvæmdir á Íslandi hafa lengi verið áberandi í þjóðfélaginu, en mikilvægi þeirra hefur aukist í ljósi loftslagsvandans sem kallar á tafarlausar aðgerðir. 14. ágúst 2024 14:01 Enginn vindmyllugarður án bættra vega Mikil innviðauppbygging þarf að fara fram ef áætlanir um uppbyggingu vindorkuvers í Dalabyggð eiga að ganga eftir. Verkið mun kosta minnst 40 milljarða og talið er að það muni taka minnst fimmtán ár fyrir verkið til að borga sig. 14. ágúst 2024 13:01 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira
Stíga annað stórt skref að virkjun við Búrfell Samningur er í höfn milli Landsvirkjunar og íslenska ríkisins um lands- og vindorkuréttindi vegna Búrfellslundar. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur samningur er gerður en Búrfellslundur liggur innan þjóðlendu. Gildistími samningsins er 35 ár með möguleika á framlengingu um 15 ár. 14. ágúst 2024 15:07
Nauðsynlegt að sameina verndun og nýtingu orku með stuðningi staðla Deilur um vindorkugarða og virkjanaframkvæmdir á Íslandi hafa lengi verið áberandi í þjóðfélaginu, en mikilvægi þeirra hefur aukist í ljósi loftslagsvandans sem kallar á tafarlausar aðgerðir. 14. ágúst 2024 14:01
Enginn vindmyllugarður án bættra vega Mikil innviðauppbygging þarf að fara fram ef áætlanir um uppbyggingu vindorkuvers í Dalabyggð eiga að ganga eftir. Verkið mun kosta minnst 40 milljarða og talið er að það muni taka minnst fimmtán ár fyrir verkið til að borga sig. 14. ágúst 2024 13:01