Frigg nemendagrunnur – bylting í íslensku skólastarfi Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar 15. ágúst 2024 15:00 Framundan eru einar umfangsmestu breytingar sem gerðar hafa verið á íslensku menntakerfi. Til að ná fram slíkum breytingum með skilvirkum hætti og á sem skemmstum tíma þarf að byggja upp stafræna framtíð í menntakerfinu samhliða öðrum verkefnum. Í dag er staðan sú að utanumhald, skipulag og skráning er að miklu leyti unnin með handvirkum hætti, á víð og dreif milli kerfa og stofnana. Gögn um skólavist, námsmat og ýmsar aðrar upplýsingar eru geymd á mismunandi stöðum sem tala ekki saman. Þannig er í dag hvergi hægt að fá upplýsingar um hluti eins og námsárangur, stöðu og framvindu nemenda, hversu margir ÍSAT nemendur eru í hvaða sveitarfélagi og hvaða tungumál er þeirra móðurmál, hversu margir nemendur eru með staðfestar greiningar og þá hvaða greiningar og hvernig þær dreifast. Ekki er haldið utan um þann stuðning sem nemendur fá, hversu oft nemendur flytjast á milli skóla, hvaða nemendur eru með undanþágu frá skólaskyldu, hvaða nemendur á grunnskólastigi stunda nám í einstaka áföngum á menntaskólastigi og hversu margir nemendur ljúka ekki grunnskóla á tilskyldum tíma, svo eitthvað sé nefnt. Þá er með núverandi fyrirkomulagi erfitt að sjá hvort íhlutun skili tilætluðum árangri. Miðlægur gagnagrunnur – lykilþáttur í þróun menntakerfisins Mikið hefur verið rætt um Matsferil, hið nýja námsmat sem mun leysa gömlu samræmdu prófin af hólmi. Með nýju námsmatskerfi munum við ekki bara ná að fylgjast betur með hverju barni jafnt og þétt í gegnum skólagöngu þess og tryggja þannig að það fái viðeigandi kennslu og stuðning, Matsferill mun líka gefa okkur upplýsingar um stöðu skólakerfisins í heild og þar með tækifæri til að grípa inn í þar sem þörf er á. Matsferill er þó aðeins hluti af þeim breytingum sem framundan eru. Undanfarin misseri hefur verið unnið að þróun miðlægs stafræns gagnagrunns sem hefur fengið nafnið Frigg. Í fyrsta skipti verður til heildstæður gagnagrunnur sem heldur utan um upplýsingar um alla nemendur innan skólakerfisins á landsvísu, allt fram að háskólanámi. Slíkur gagnagrunnur er forsenda þess að byggja upp miðlægt prófakerfi og því verða niðurstöður úr Matsferli mikilvægur hluti af Frigg en þó aðeins hluti af þeim ávinningi sem verkefnið hefur í för með sér. Miðlæg skráning gagna er forsenda fyrir heildræna sýn yfir stöðu menntakerfisins og gefur okkur færi á að stórbæta skilvirkni, gæði og áreiðanleika þess. Frigg er þannig lykilþáttur í stafrænni þróun menntakerfisins til framtíðar, þróun sem er bæði óhjákvæmileg og nauðsynleg til að tryggja hverju barni umhverfi til að þroskast og dafna á eigin forsendum. Mælaborð fyrir kennara, forsjáraðila, börn og stjórnvöld Einn af stóru kostunum sem tilkoma Friggjar hefur í för með sér er bætt aðgengi forsjáraðila og barna að upplýsingum er varða þau sjálf. Þannig munu foreldrar hafa skýra sýn yfir stöðu og framvindu barnsins í gegnum skólakerfið, allt frá leikskóla til framhaldsskóla, þau úrræði sem gripið er til og mat á árangri á þeim. Þannig er hægt að stuðla að snemmtækri íhlutun en þannig er hægt að bregðast við í tíma og tryggja að öll börn fái aðstoð um leið þörf vaknar. Þannig drögum við úr eða komum í veg fyrir frekari námsvanda á síðari stigum. Frigg mun einnig innihalda nýtt mælaborð sem greinir rauntímagögn úr menntakerfinu og gerir okkur í fyrsta skipti kleift að sjá miðlægt þróun og stöðu þess. Það mun gera stofnunum og skólastjórnendum kleift að bregðast hraðar við og gera úrbætur með markvissum hætti. Fyrir stjórnvöld er svo ómetanlegt að sjá þessi gögn til að meta árangur af stefnu og aðgerðum hvers tíma og móta þannig viðbrögð og áherslur hverju sinni. Það er því miður staðreynd að börn börn týnast í kerfinu eins og það er byggt upp í dag. Með Frigg verður hægt að tryggja að ekkert barn lendi milli stafs og hurðar í menntakerfinu. Síðast, en ekki síst, mun Frigg svo hjálpa kennurum og skólastjórnendum að halda betur utan um nemendur sína. Með aukinni yfirsýn verður hægt að mæta hverju barni þar sem það er statt hverju sinni og veita því viðeigandi stuðning. Staða verkefnisins Þróun Friggjar byggir á ítarlegri þarfagreiningu sem unnin var í samstarfi við lykilþátttakendur í menntakerfinu. Tæknivinna og forritun eru í fullum gangi og verkefnið hefur verið kynnt fyrir þeim opinberu aðilum sem málið varðar eins og ráðuneyti, sveitarfélögum og skólum. Fyrir áramót lítur fyrsta útgáfa Friggjar ljós. Það er óhætt að segja að við, hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, séum mjög einbeitt í vinnu okkar að öllum þeim mikilvægu verkefnum sem okkur hafa verið falin, þar með talið þróun Friggjar. Það er nauðsynlegur grunnur að bættu menntakerfi að auka skilvirkni og gæði náms með betri upplýsingum og verkfærum til að geta markvisst ráðist í nauðsynlegar úrbætur. Við hlökkum til að koma Frigg og Matsferli á laggirnar og byggja upp öflugt kerfi, öllum börnum og samfélaginu til heilla. Höfundur er forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Framundan eru einar umfangsmestu breytingar sem gerðar hafa verið á íslensku menntakerfi. Til að ná fram slíkum breytingum með skilvirkum hætti og á sem skemmstum tíma þarf að byggja upp stafræna framtíð í menntakerfinu samhliða öðrum verkefnum. Í dag er staðan sú að utanumhald, skipulag og skráning er að miklu leyti unnin með handvirkum hætti, á víð og dreif milli kerfa og stofnana. Gögn um skólavist, námsmat og ýmsar aðrar upplýsingar eru geymd á mismunandi stöðum sem tala ekki saman. Þannig er í dag hvergi hægt að fá upplýsingar um hluti eins og námsárangur, stöðu og framvindu nemenda, hversu margir ÍSAT nemendur eru í hvaða sveitarfélagi og hvaða tungumál er þeirra móðurmál, hversu margir nemendur eru með staðfestar greiningar og þá hvaða greiningar og hvernig þær dreifast. Ekki er haldið utan um þann stuðning sem nemendur fá, hversu oft nemendur flytjast á milli skóla, hvaða nemendur eru með undanþágu frá skólaskyldu, hvaða nemendur á grunnskólastigi stunda nám í einstaka áföngum á menntaskólastigi og hversu margir nemendur ljúka ekki grunnskóla á tilskyldum tíma, svo eitthvað sé nefnt. Þá er með núverandi fyrirkomulagi erfitt að sjá hvort íhlutun skili tilætluðum árangri. Miðlægur gagnagrunnur – lykilþáttur í þróun menntakerfisins Mikið hefur verið rætt um Matsferil, hið nýja námsmat sem mun leysa gömlu samræmdu prófin af hólmi. Með nýju námsmatskerfi munum við ekki bara ná að fylgjast betur með hverju barni jafnt og þétt í gegnum skólagöngu þess og tryggja þannig að það fái viðeigandi kennslu og stuðning, Matsferill mun líka gefa okkur upplýsingar um stöðu skólakerfisins í heild og þar með tækifæri til að grípa inn í þar sem þörf er á. Matsferill er þó aðeins hluti af þeim breytingum sem framundan eru. Undanfarin misseri hefur verið unnið að þróun miðlægs stafræns gagnagrunns sem hefur fengið nafnið Frigg. Í fyrsta skipti verður til heildstæður gagnagrunnur sem heldur utan um upplýsingar um alla nemendur innan skólakerfisins á landsvísu, allt fram að háskólanámi. Slíkur gagnagrunnur er forsenda þess að byggja upp miðlægt prófakerfi og því verða niðurstöður úr Matsferli mikilvægur hluti af Frigg en þó aðeins hluti af þeim ávinningi sem verkefnið hefur í för með sér. Miðlæg skráning gagna er forsenda fyrir heildræna sýn yfir stöðu menntakerfisins og gefur okkur færi á að stórbæta skilvirkni, gæði og áreiðanleika þess. Frigg er þannig lykilþáttur í stafrænni þróun menntakerfisins til framtíðar, þróun sem er bæði óhjákvæmileg og nauðsynleg til að tryggja hverju barni umhverfi til að þroskast og dafna á eigin forsendum. Mælaborð fyrir kennara, forsjáraðila, börn og stjórnvöld Einn af stóru kostunum sem tilkoma Friggjar hefur í för með sér er bætt aðgengi forsjáraðila og barna að upplýsingum er varða þau sjálf. Þannig munu foreldrar hafa skýra sýn yfir stöðu og framvindu barnsins í gegnum skólakerfið, allt frá leikskóla til framhaldsskóla, þau úrræði sem gripið er til og mat á árangri á þeim. Þannig er hægt að stuðla að snemmtækri íhlutun en þannig er hægt að bregðast við í tíma og tryggja að öll börn fái aðstoð um leið þörf vaknar. Þannig drögum við úr eða komum í veg fyrir frekari námsvanda á síðari stigum. Frigg mun einnig innihalda nýtt mælaborð sem greinir rauntímagögn úr menntakerfinu og gerir okkur í fyrsta skipti kleift að sjá miðlægt þróun og stöðu þess. Það mun gera stofnunum og skólastjórnendum kleift að bregðast hraðar við og gera úrbætur með markvissum hætti. Fyrir stjórnvöld er svo ómetanlegt að sjá þessi gögn til að meta árangur af stefnu og aðgerðum hvers tíma og móta þannig viðbrögð og áherslur hverju sinni. Það er því miður staðreynd að börn börn týnast í kerfinu eins og það er byggt upp í dag. Með Frigg verður hægt að tryggja að ekkert barn lendi milli stafs og hurðar í menntakerfinu. Síðast, en ekki síst, mun Frigg svo hjálpa kennurum og skólastjórnendum að halda betur utan um nemendur sína. Með aukinni yfirsýn verður hægt að mæta hverju barni þar sem það er statt hverju sinni og veita því viðeigandi stuðning. Staða verkefnisins Þróun Friggjar byggir á ítarlegri þarfagreiningu sem unnin var í samstarfi við lykilþátttakendur í menntakerfinu. Tæknivinna og forritun eru í fullum gangi og verkefnið hefur verið kynnt fyrir þeim opinberu aðilum sem málið varðar eins og ráðuneyti, sveitarfélögum og skólum. Fyrir áramót lítur fyrsta útgáfa Friggjar ljós. Það er óhætt að segja að við, hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, séum mjög einbeitt í vinnu okkar að öllum þeim mikilvægu verkefnum sem okkur hafa verið falin, þar með talið þróun Friggjar. Það er nauðsynlegur grunnur að bættu menntakerfi að auka skilvirkni og gæði náms með betri upplýsingum og verkfærum til að geta markvisst ráðist í nauðsynlegar úrbætur. Við hlökkum til að koma Frigg og Matsferli á laggirnar og byggja upp öflugt kerfi, öllum börnum og samfélaginu til heilla. Höfundur er forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun