Gæti misst fótinn eftir að starfsmannarútan ók yfir hana Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. ágúst 2024 19:43 Sigrún Erla er starfsmaður hjá álverinu á Reyðarfirði. Vísir/Vilhelm Starfsmaður álvers Alcoa á Reyðarfirði brotnaði á báðum fótum þegar rúta sem ók starfsmönnum á milli bæjarfélaga ók yfir fætur hennar. Lögregla og vinnueftirlitið hafa málið til skoðunar. Sigrún Erla Ólafsdóttir heitir starfsmaðurinn sem um ræðir. Slysið varð um miðnætti á miðvikudag í síðustu viku. Þórhallur Jóhannsson, uppkominn sonur Sigrúnar, greindi frá líðan hennar í færslu á Facebook í dag. Þar segir hann að hún hafi verið á leið heim úr vinnu að lokinni kvöldvakt. Rútan ferjar starfsfólk frá Reyðarfirði til Egilsstaða þar sem Sigrún Erla er búsett. Hurðin lokaðist á Sigrúnu „Þegar að hún er að fara út úr rútunni um aftari hurðina þá lokast hurðin á hana sem gerði það að verkum að hún datt úr um hurðina og því miður lenti hún einnig í því að afturdekk rútunnar keyrðu yfir fæturna á henni,“ segir Þórhallur. Sigrún Erla hafi brotnað á báðum fótum auk þess sem húðin á vinstri fætinum flettist af frá ökla og upp að hné. Þá urðu einnig skemmdir á vöðvum. „Hún fór með sjúkraflugi til Akureyrar og er búin að fara í eina aðgerð á vinstri fætinum. Brotin á fótunum líta ágætlega út. Hins vegar eru það sárin eftir að húðin rifnaði af sem eru stóra verkefnið. Það er sýkingarhætta í fætinum og er enn möguleiki á því að hún missi fótinn,“ segir Þórhallur. Skurðaðgerð á morgun Læknir hafi opnað umbúðirnar á fætinum í morgun og sagt að fóturinn liti ágætlega út. „Það er farið að myndast drep í húðinni og mun hún fara í skurðaðgerð á morgun til að fjarlægja drepið og skoða hvernig blóðflæðið er í húðinni.“ Það eina sem sé ljóst sé að Sigrún Erla verði áfram á Sjúkrahúsinu á Akureyri næstu daga. Annað verði tíminn að leiða í ljós. Óljóst hver beri ábyrgð RÚV greindi fyrst miðla frá og upplýsir að rútufyrirtækið ÍS-Travel sjái um aksturinn. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segist harma slysið. Bílstjórinn sinni starfi sínu á meðan vinnueftirlitið og lögregla rannsaka málið. Samskiptastjóri Alcoa tjáir RÚV að óljóst sé hver beri ábrygð á slysinu en óskað hafi verið eftir því að rútufyrirtækið grípi til fyrirbyggjandi aðgerða. Fjarðabyggð Múlaþing Vinnuslys Lögreglumál Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Fleiri fréttir Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Sjá meira
Sigrún Erla Ólafsdóttir heitir starfsmaðurinn sem um ræðir. Slysið varð um miðnætti á miðvikudag í síðustu viku. Þórhallur Jóhannsson, uppkominn sonur Sigrúnar, greindi frá líðan hennar í færslu á Facebook í dag. Þar segir hann að hún hafi verið á leið heim úr vinnu að lokinni kvöldvakt. Rútan ferjar starfsfólk frá Reyðarfirði til Egilsstaða þar sem Sigrún Erla er búsett. Hurðin lokaðist á Sigrúnu „Þegar að hún er að fara út úr rútunni um aftari hurðina þá lokast hurðin á hana sem gerði það að verkum að hún datt úr um hurðina og því miður lenti hún einnig í því að afturdekk rútunnar keyrðu yfir fæturna á henni,“ segir Þórhallur. Sigrún Erla hafi brotnað á báðum fótum auk þess sem húðin á vinstri fætinum flettist af frá ökla og upp að hné. Þá urðu einnig skemmdir á vöðvum. „Hún fór með sjúkraflugi til Akureyrar og er búin að fara í eina aðgerð á vinstri fætinum. Brotin á fótunum líta ágætlega út. Hins vegar eru það sárin eftir að húðin rifnaði af sem eru stóra verkefnið. Það er sýkingarhætta í fætinum og er enn möguleiki á því að hún missi fótinn,“ segir Þórhallur. Skurðaðgerð á morgun Læknir hafi opnað umbúðirnar á fætinum í morgun og sagt að fóturinn liti ágætlega út. „Það er farið að myndast drep í húðinni og mun hún fara í skurðaðgerð á morgun til að fjarlægja drepið og skoða hvernig blóðflæðið er í húðinni.“ Það eina sem sé ljóst sé að Sigrún Erla verði áfram á Sjúkrahúsinu á Akureyri næstu daga. Annað verði tíminn að leiða í ljós. Óljóst hver beri ábyrgð RÚV greindi fyrst miðla frá og upplýsir að rútufyrirtækið ÍS-Travel sjái um aksturinn. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segist harma slysið. Bílstjórinn sinni starfi sínu á meðan vinnueftirlitið og lögregla rannsaka málið. Samskiptastjóri Alcoa tjáir RÚV að óljóst sé hver beri ábrygð á slysinu en óskað hafi verið eftir því að rútufyrirtækið grípi til fyrirbyggjandi aðgerða.
Fjarðabyggð Múlaþing Vinnuslys Lögreglumál Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Fleiri fréttir Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Sjá meira