Nei þetta getur aldrei gerst á okkar litla Íslandi! Davíð Bergmann skrifar 16. ágúst 2024 18:01 Er raunveruleg hætta á því að hér á landi geti skapast sama staða og á hinum Norðurlöndunum að það verði alvarleg félagsleg skautun sem mun leiða til aukinnar afbrotatíðni hjá ákveðnum hóp ungmenna? Ég hef verið að velta þessu fyrir mér að undanförnu í ljósi þess að umræðan um grófara ofbeldi og að hnífaburður er sagður hafa aukast meðal ungmenna hér á landi. Hverju skildi vera kennt um ef staðan yrði eins hér á landi eftir nokkur ár eins og hún er á hinum Norðurlöndunum dag? Já hvað ef þetta raungerist hér á landi, kannski ekki þannig að ungmenni séu að fara á milli landa til að fremja voðaverk í umboði glæpahópa sem er frekar erfitt þar sem við erum eyja norður í ballarhafi heldur frekar hitt að hérna myndi verða til harðsvíraðar glæpaklíkur sem myndu ekki hika við að beita grófu ofbeldi og jafnvel stinga eða skjóta mann og annan. Nei, það mun aldrei gerast hér á okkar litla íslandi því við erum svo sérstök og klár að takast á við svona vandamál. En bíddu við, er þessi þróun ekki hafin nú þegar hér á landi! Er ekki nú þegar búið að fremja hryllilega glæpi þar sem hnífum hefur verið beit nú þegar af ungmennum svo bani hlaust af og hefur ekki líka verið skotið á fólk og jafnvel í íbúðarhverfum og það var ekkert annað en guð og lukkan sem réði því að ekki illa fór í þau skipti. Og er ekki stutt síðan að það þurfti að leigja sértækt húsnæði undir tugi ungmenna fyrir réttarhöld yfir þeim því þau komust ekki fyrir í Héraðsdómi vegna fjölda. Þar var framin alvarlegur ofbeldis glæpur og þar var meira segja hnífi beitt og ef ekki bareflum líka. Fangar og sérsveitin Hvernig ætli standi á því að sérsveitin hafi verið kölluð 12 sinnum oftar út á síðasta ári en fyrir tíu árum síðan og af hverju talar fangelsismálastjóri um að það séu erfiðari yngri fangar sem er erfitt að hafa hömlur á í fangelsum landsins? Er þetta allt saman tilviljun eða er einhver skýring að baki þessu maður spyr sig. Það rennur seint úr minni þegar ég og vinur minn Björn sem vann með mér fórum saman sem starfsmenn útideildarinnar sem var rekin á vegum unglingadeildar félagsmálastofnunar Reykjavíkur til Danmerkur og Svíþjóðar árið 1995. Ferðin var farin til að kynna okkur samstarf lögreglu og samskonar starfsemi eins og Útideildin var á sínum tíma í þeim löndum. Þar sáum við margt mjög áhugavert sem ég sannfærður að við gætum notað hér á landi í dag. En það sem situr í mér í dag eftir þessa ferð var þegar lögreglan spurði okkur hvort það væru farnar að myndast klíkur á íslandi og hvort menn væru farnir að stinga hvor aðra. Ég man það eins og í gær hvað okkur Birni fannst þetta vera fjarlægur möguleiki að nokkuð svona myndi gerast hér á okkar litla Íslandi á þessum tíma, þannig að við neitum því. Svarið sem við fengum var þá „bíðið bara þetta mun koma þótt síðar verði“ Hver er svo raunveruleikinn í dag árið 2024. Það gleymist líka seint þegar við komum heim og vorum að benta á hvað gæti gerst hér á landi var okkur svarað að þetta væri eins og í Morgan kane lesning þetta gæti aldrei raungerst hér á landi. Menn á borð við Pál Pétursson sem var þá félagsmálaráðherra á þeim tíma og þingmaður eins og Kristin H Gunnarsson sem komu í fjölmiðla og svo líka toppar innan lögreglunnar og töluðu allt svona niður. Gerðu grein fyrir máli þínu En það vantaði ekki viðbrögðin frá þessum háu herrum og frú þegar ég skrifaði grein í Morgunblaðið árið 1999. Þar sem ég var að hvetja stór fyrirtæki á borð við Eimskip og Coke að styrkja lögregluna fjárhagslega því á þeim tíma kvartaði hún sáran eins og í dag undan fjárskorti. Hún gæti ekki vegna fjárskorts stöðvað innflutning fíkniefna hingað til lands. Þessi grein fór svo fyrir brjóstið á sumum að ég var kallaður niður í dómsmálaráðuneytið og ég var beðinn um að gera grein fyrir mínum skrifum. Ekki nóg með það heldur fékk ég líka heimsókn heim til mín af einum í undirheimunum sem líkaði ekki þessi skrif mín. Þessi grein bar heitið "handtaka í boði Eimskip eða Coke" Ástæðan að ég skrifaði þetta var að ég hitti einn af mínum skjólstæðingum í fangelsinu á Skólavörðustíg. Ég man að ég spurði hann hvort við ættum ekki að fara skoða einhverjar aðrar leiðir í lífinu en afbrot. Á þessum tímapunkti var hann kominn með 27 mál á málaskrá lögreglu og hann var aðeins 15 ára. Hann vildi ekki meina það að hann þyrfti að hafa neinar áhyggjur því hann þekkti alvöru kalla þarna úti sem munu redda honum þegar út væri komið. Þeir sömu kallar eru en í aðalhlutverki að flytja inn fíkniefni hingað til lands í dag 2024 sem hann nefndi árið 1995. Það var líka þannig að hann átti greiðan veg inn í heim afbrota eftir þetta og hann er þar en árið 2024 og hann hefur farið reglulega á bak við lás og slá síðan til að uppfæra afbrota forritið. Er ekki kominn tími á nýja nálgun Mér líður orðið þannig eftir öll þessi ár á þessum vettvangi að við bíðum bara og tökum svo afleiðingunum seinna meir í þessum málaflokki. Við förum aldrei alla leið að finna alvöru lausnir. Hverjir eru það svo sem sitja næst fjárveitingavaldinu í þessu er það ekki meira og minna fólk sem situr í fílabeinsturnum við skrifborð og er í engum tengslum við þennan veruleika eins og árið 1995. Hvernig geta þá hlutirnir breyst til betri vegar hvað ætlum við að berja hausnum oft utan í steininn, er ekki orðið löngu tímabært að hætta að vera svartfugla villt í sjólæðunni og koma með nýja nálgun í þessum málaflokki og það þarf ekki að skipa enn eina nefndina til þess heldur leita til fólks sem verið þarna og þekkir þennan veruleika. Höfundur er unglingaráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Er raunveruleg hætta á því að hér á landi geti skapast sama staða og á hinum Norðurlöndunum að það verði alvarleg félagsleg skautun sem mun leiða til aukinnar afbrotatíðni hjá ákveðnum hóp ungmenna? Ég hef verið að velta þessu fyrir mér að undanförnu í ljósi þess að umræðan um grófara ofbeldi og að hnífaburður er sagður hafa aukast meðal ungmenna hér á landi. Hverju skildi vera kennt um ef staðan yrði eins hér á landi eftir nokkur ár eins og hún er á hinum Norðurlöndunum dag? Já hvað ef þetta raungerist hér á landi, kannski ekki þannig að ungmenni séu að fara á milli landa til að fremja voðaverk í umboði glæpahópa sem er frekar erfitt þar sem við erum eyja norður í ballarhafi heldur frekar hitt að hérna myndi verða til harðsvíraðar glæpaklíkur sem myndu ekki hika við að beita grófu ofbeldi og jafnvel stinga eða skjóta mann og annan. Nei, það mun aldrei gerast hér á okkar litla íslandi því við erum svo sérstök og klár að takast á við svona vandamál. En bíddu við, er þessi þróun ekki hafin nú þegar hér á landi! Er ekki nú þegar búið að fremja hryllilega glæpi þar sem hnífum hefur verið beit nú þegar af ungmennum svo bani hlaust af og hefur ekki líka verið skotið á fólk og jafnvel í íbúðarhverfum og það var ekkert annað en guð og lukkan sem réði því að ekki illa fór í þau skipti. Og er ekki stutt síðan að það þurfti að leigja sértækt húsnæði undir tugi ungmenna fyrir réttarhöld yfir þeim því þau komust ekki fyrir í Héraðsdómi vegna fjölda. Þar var framin alvarlegur ofbeldis glæpur og þar var meira segja hnífi beitt og ef ekki bareflum líka. Fangar og sérsveitin Hvernig ætli standi á því að sérsveitin hafi verið kölluð 12 sinnum oftar út á síðasta ári en fyrir tíu árum síðan og af hverju talar fangelsismálastjóri um að það séu erfiðari yngri fangar sem er erfitt að hafa hömlur á í fangelsum landsins? Er þetta allt saman tilviljun eða er einhver skýring að baki þessu maður spyr sig. Það rennur seint úr minni þegar ég og vinur minn Björn sem vann með mér fórum saman sem starfsmenn útideildarinnar sem var rekin á vegum unglingadeildar félagsmálastofnunar Reykjavíkur til Danmerkur og Svíþjóðar árið 1995. Ferðin var farin til að kynna okkur samstarf lögreglu og samskonar starfsemi eins og Útideildin var á sínum tíma í þeim löndum. Þar sáum við margt mjög áhugavert sem ég sannfærður að við gætum notað hér á landi í dag. En það sem situr í mér í dag eftir þessa ferð var þegar lögreglan spurði okkur hvort það væru farnar að myndast klíkur á íslandi og hvort menn væru farnir að stinga hvor aðra. Ég man það eins og í gær hvað okkur Birni fannst þetta vera fjarlægur möguleiki að nokkuð svona myndi gerast hér á okkar litla Íslandi á þessum tíma, þannig að við neitum því. Svarið sem við fengum var þá „bíðið bara þetta mun koma þótt síðar verði“ Hver er svo raunveruleikinn í dag árið 2024. Það gleymist líka seint þegar við komum heim og vorum að benta á hvað gæti gerst hér á landi var okkur svarað að þetta væri eins og í Morgan kane lesning þetta gæti aldrei raungerst hér á landi. Menn á borð við Pál Pétursson sem var þá félagsmálaráðherra á þeim tíma og þingmaður eins og Kristin H Gunnarsson sem komu í fjölmiðla og svo líka toppar innan lögreglunnar og töluðu allt svona niður. Gerðu grein fyrir máli þínu En það vantaði ekki viðbrögðin frá þessum háu herrum og frú þegar ég skrifaði grein í Morgunblaðið árið 1999. Þar sem ég var að hvetja stór fyrirtæki á borð við Eimskip og Coke að styrkja lögregluna fjárhagslega því á þeim tíma kvartaði hún sáran eins og í dag undan fjárskorti. Hún gæti ekki vegna fjárskorts stöðvað innflutning fíkniefna hingað til lands. Þessi grein fór svo fyrir brjóstið á sumum að ég var kallaður niður í dómsmálaráðuneytið og ég var beðinn um að gera grein fyrir mínum skrifum. Ekki nóg með það heldur fékk ég líka heimsókn heim til mín af einum í undirheimunum sem líkaði ekki þessi skrif mín. Þessi grein bar heitið "handtaka í boði Eimskip eða Coke" Ástæðan að ég skrifaði þetta var að ég hitti einn af mínum skjólstæðingum í fangelsinu á Skólavörðustíg. Ég man að ég spurði hann hvort við ættum ekki að fara skoða einhverjar aðrar leiðir í lífinu en afbrot. Á þessum tímapunkti var hann kominn með 27 mál á málaskrá lögreglu og hann var aðeins 15 ára. Hann vildi ekki meina það að hann þyrfti að hafa neinar áhyggjur því hann þekkti alvöru kalla þarna úti sem munu redda honum þegar út væri komið. Þeir sömu kallar eru en í aðalhlutverki að flytja inn fíkniefni hingað til lands í dag 2024 sem hann nefndi árið 1995. Það var líka þannig að hann átti greiðan veg inn í heim afbrota eftir þetta og hann er þar en árið 2024 og hann hefur farið reglulega á bak við lás og slá síðan til að uppfæra afbrota forritið. Er ekki kominn tími á nýja nálgun Mér líður orðið þannig eftir öll þessi ár á þessum vettvangi að við bíðum bara og tökum svo afleiðingunum seinna meir í þessum málaflokki. Við förum aldrei alla leið að finna alvöru lausnir. Hverjir eru það svo sem sitja næst fjárveitingavaldinu í þessu er það ekki meira og minna fólk sem situr í fílabeinsturnum við skrifborð og er í engum tengslum við þennan veruleika eins og árið 1995. Hvernig geta þá hlutirnir breyst til betri vegar hvað ætlum við að berja hausnum oft utan í steininn, er ekki orðið löngu tímabært að hætta að vera svartfugla villt í sjólæðunni og koma með nýja nálgun í þessum málaflokki og það þarf ekki að skipa enn eina nefndina til þess heldur leita til fólks sem verið þarna og þekkir þennan veruleika. Höfundur er unglingaráðgjafi.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun