Neitaði að borga heita vatnið og slapp með skrekkinn Jón Ísak Ragnarsson skrifar 16. ágúst 2024 21:56 Konan borgaði ekki heitavatnsreikningana frá Selfossveitum. Getty/Vísir/Vilhelm Kona í Árborg komst upp með að borga ekki heitavatnsreikninga frá Selfossveitum vegna þess að vatnið var ekki nógu heitt. Reikningar konunnar vegna húshitunar voru meira en tvöfalt hærri en í sambærilegum fasteignum í sveitarfélaginu, af því vatnið var gallað og inntakshiti þess ekki nógu mikill. Um er að ræða hús í því hverfi sem nefnist Tjarnarbyggð í landi Kaldaðarness í Árborg, sem er um 4 km frá Selfossi. Konan og eiginmaður hennar fluttu í nýbyggt húsið árið 2007. Vatnið aldrei nógu heitt Hverfið var nýtt og fá hús voru á svæðinu, og þess vegna gekk erfiðlega að tryggja nægilegan hita á vatninu í upphafi. Þess vegna hafi fyrstu 7-8 árin verið greitt fyrir heitt vatn, samkvæmt reiknuðum kostnaði við upphitun á húsi af svipaðri stærð á Selfossi, ekki notkun vatnsins. Árið 2016 átti svo að breyta þessu fyrirkomulagi, og fara rukka íbúa eftir notkun heitavatnsins, en ekki áætluðum kostnaði við upphitun á húsi af svipaðri stærð á Selfossi. Konan setti sig strax upp á móti þessu fyrirkomulagi, enda myndi kostnaður hennar við húshitun meira en tvöfaldast. Selfossveitur stefndu konunni 3. júní 2023, og kröfðust þess að konan myndi greiða skuld að fjárhæð 445.123 krónur ásamt dráttarvöxtum. Skuldin samanstæði af vangreiddum heitavatnsreikningum frá júlí 2019 til september 2020. Inntakshiti vatnsins var oft á tíðum rétt í kringum 40 gráður, en fór oft mun neðar ef umtalsvert vatn væri ekki látið renna í gegnum gólfhitakerfið. Ætli sturtan hafi ekki orðið ansi köld, þegar gólfhitinn var ekki skrúfaður upp?Getty Hélt áfram að greiða gamla verðið Þegar tilkynnt var um þessar breytingar árið 2016 hófust tölvupóstsamskipti milli eiginmanns konunnar og Selfossveitna, þar sem reynt var miðla málum. Meðal annars kom til tals að þau skyldu kaupa fyrirfram ákveðinn fjölda lítra á mínútu á svokölluðum hemli, en þannig væri hægt að halda hita á vatninu. Ekki tókst að ná sáttum um lítrafjölda og verð. Þegar ljóst var að ekki næðist að leysa þennan ágreining, ákvað konan að greiða mánaðarlega 15.000 krónur til Selfossveitna, sem samsvaraði eðlilegum upphitunarkostnaði sambærilegrar fasteignar á Selfossi. Selfossveitur héldu hins vegar áfram að senda henni reikninga á grundvelli rennslismælingar, sem voru meira en tvöfalt hærri en 15.000 krónur. Selfossveitur hafi sýnt tómlæti og konan sýknuð Konan var sýknuð af kröfum Selfossveitna, og þeim var gert að greiða málskostnað hennar að 800.000 krónum. Selfossveitum var gefið að sök að hafa sýnt af sér tómlæti, í ljósi þess langa tíma sem fyrirtækið lét líða þangað til þau fóru að innheimta kröfurnar. Tölvupóstsamskipti Selfossveitna og eiginmanns konunnar voru tekin til hliðsjónar, en þeim lauk árið 2018 án þess að niðurstaða hefði fengist í málið milli þeirra. Tekið var mið af því að samskiptin milli þeirra hafi átt sér stað eftir að send var út viðvörun um innheimtuaðgerðir og áretting um vanskil og aðgerðir. Þá hafi Selfossveitur tekið við mánaðarlegum greiðslum konunnar að 15.000 krónum fram í mars 2020 án þess að henni hafi verið gerð grein fyrir skuldastöðu miðað við forsendur Selfossveitna. Dóm Héraðsdóms Suðurlands má finna hér. Árborg Mest lesið Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Fleiri fréttir Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Sjá meira
Um er að ræða hús í því hverfi sem nefnist Tjarnarbyggð í landi Kaldaðarness í Árborg, sem er um 4 km frá Selfossi. Konan og eiginmaður hennar fluttu í nýbyggt húsið árið 2007. Vatnið aldrei nógu heitt Hverfið var nýtt og fá hús voru á svæðinu, og þess vegna gekk erfiðlega að tryggja nægilegan hita á vatninu í upphafi. Þess vegna hafi fyrstu 7-8 árin verið greitt fyrir heitt vatn, samkvæmt reiknuðum kostnaði við upphitun á húsi af svipaðri stærð á Selfossi, ekki notkun vatnsins. Árið 2016 átti svo að breyta þessu fyrirkomulagi, og fara rukka íbúa eftir notkun heitavatnsins, en ekki áætluðum kostnaði við upphitun á húsi af svipaðri stærð á Selfossi. Konan setti sig strax upp á móti þessu fyrirkomulagi, enda myndi kostnaður hennar við húshitun meira en tvöfaldast. Selfossveitur stefndu konunni 3. júní 2023, og kröfðust þess að konan myndi greiða skuld að fjárhæð 445.123 krónur ásamt dráttarvöxtum. Skuldin samanstæði af vangreiddum heitavatnsreikningum frá júlí 2019 til september 2020. Inntakshiti vatnsins var oft á tíðum rétt í kringum 40 gráður, en fór oft mun neðar ef umtalsvert vatn væri ekki látið renna í gegnum gólfhitakerfið. Ætli sturtan hafi ekki orðið ansi köld, þegar gólfhitinn var ekki skrúfaður upp?Getty Hélt áfram að greiða gamla verðið Þegar tilkynnt var um þessar breytingar árið 2016 hófust tölvupóstsamskipti milli eiginmanns konunnar og Selfossveitna, þar sem reynt var miðla málum. Meðal annars kom til tals að þau skyldu kaupa fyrirfram ákveðinn fjölda lítra á mínútu á svokölluðum hemli, en þannig væri hægt að halda hita á vatninu. Ekki tókst að ná sáttum um lítrafjölda og verð. Þegar ljóst var að ekki næðist að leysa þennan ágreining, ákvað konan að greiða mánaðarlega 15.000 krónur til Selfossveitna, sem samsvaraði eðlilegum upphitunarkostnaði sambærilegrar fasteignar á Selfossi. Selfossveitur héldu hins vegar áfram að senda henni reikninga á grundvelli rennslismælingar, sem voru meira en tvöfalt hærri en 15.000 krónur. Selfossveitur hafi sýnt tómlæti og konan sýknuð Konan var sýknuð af kröfum Selfossveitna, og þeim var gert að greiða málskostnað hennar að 800.000 krónum. Selfossveitum var gefið að sök að hafa sýnt af sér tómlæti, í ljósi þess langa tíma sem fyrirtækið lét líða þangað til þau fóru að innheimta kröfurnar. Tölvupóstsamskipti Selfossveitna og eiginmanns konunnar voru tekin til hliðsjónar, en þeim lauk árið 2018 án þess að niðurstaða hefði fengist í málið milli þeirra. Tekið var mið af því að samskiptin milli þeirra hafi átt sér stað eftir að send var út viðvörun um innheimtuaðgerðir og áretting um vanskil og aðgerðir. Þá hafi Selfossveitur tekið við mánaðarlegum greiðslum konunnar að 15.000 krónum fram í mars 2020 án þess að henni hafi verið gerð grein fyrir skuldastöðu miðað við forsendur Selfossveitna. Dóm Héraðsdóms Suðurlands má finna hér.
Árborg Mest lesið Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Fleiri fréttir Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Sjá meira
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent