Rekstraraðilar misvel undirbúnir Ólafur Björn Sverrisson skrifar 17. ágúst 2024 13:28 Þau Sigurhans og Ástríður höfðu ekki gert ráðstafanir vegna reglugerðar um kynhlutlaus klósett. vísir Rekstraraðilar eru misvel búnir undir reglugerðarbreytingu sem gerir þeim skylt að bjóða upp á kynhlutlaus salerni. Varaforseti Trans Ísland segir of mikið gert úr málinu. Reglugerðin hefur þegar tekið gildi. Samkvæmt henni er æskilegt að merkja salerni eftir aðstöðu en kynhlutlaus klósett skulu vera til staðar þar sem snyrtingar karla og kvenna eru aðskildar. Þá er spurningin hvort rekstraraðilar hafi gert einhverjar ráðstafanir. Fjallað var um málið og rætt við rekstraraðila í kvöldfréttum Stöðvar 2: „Nei við höfum enn ekki gert neinar ráðstafanir, en það kemur til með að við gerum það,“ segir Ástríður Kristín Ómarsdóttir rekstrarstjóri Kex hostel. „Við vorum nú bara að frétta af þessu núna í dag, við förum örugglega að skoða þetta. En eins og staðan er núna erum við bara með þetta eins og hefur verið,“ segir Sigurhans Óskar Sigurhansson veitingastjóri Íslenska barsins. „Við höfum frá byrjun bara merkt salernin okkar þannig að það eru pissuskálar hér og klósettskálar þarna. Þannig já, við erum klárir,“ segir Steinþór Helgi Arnsteinsson eigandi skemmtistaðarins Röntgen. Minna öryggi? Ósanngjarnt? Reglugerðarbreytingin hefur strax skapað umræðu á samfélagsmiðlum, þar sem einhverjir lýsa áhyggjum yfir því að minna öryggi fylgi því að blanda saman kynjum. Það var gert í Facebook-hópnum Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu. Einhverjir bentu á að fyrirkomulagið hafi gengið án vandræða um nokkurt skeið á ýmsum stöðum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins gantaðist með málið í færslu á Facebook. Hann segir mikinn mun á kvenna og karlaklósettum og það viti allir karlar sem hafi óvart villst inn á kvennaklósett. „Þeir sem hafa upplifað slíkar sekúndur ættu þó að vita hversu ósanngjarnt það er að hafa slík rými af konum og ætla þeim að vaða þvagpollana karlamegin þar sem maður er þakklátur fyrir það þegar klórlyktin er nógu sterk til að fela það sem undir liggur,“ skrifaði Sigmundur. Alex Diljar varaforseti Trans Ísland segir of mikið gert úr málinu „Kynhlutlaus salerni eru fyrir öll, þetta er ekki bara fyrir kvárin. Það geta allir nýtt sér þessa aðstöðu. Það felst mjög lítil breyting í þessu í rauninni.“ Þegar séu mörg kynhlutlaus klósett til staðar. „Það er ekki verið að taka neitt af neinum, bara verið að auka aðgengi fyrir öll.“ Alex Diljar segir margt eftir að gera í lagabreytingum eftir að lög um kynrænt sjálfræði tóku gildi. Hann vill að umræða um transfólk færist frá klósettumræðu.vísir/ívar fannar Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fleiri fréttir Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn Sjá meira
Reglugerðin hefur þegar tekið gildi. Samkvæmt henni er æskilegt að merkja salerni eftir aðstöðu en kynhlutlaus klósett skulu vera til staðar þar sem snyrtingar karla og kvenna eru aðskildar. Þá er spurningin hvort rekstraraðilar hafi gert einhverjar ráðstafanir. Fjallað var um málið og rætt við rekstraraðila í kvöldfréttum Stöðvar 2: „Nei við höfum enn ekki gert neinar ráðstafanir, en það kemur til með að við gerum það,“ segir Ástríður Kristín Ómarsdóttir rekstrarstjóri Kex hostel. „Við vorum nú bara að frétta af þessu núna í dag, við förum örugglega að skoða þetta. En eins og staðan er núna erum við bara með þetta eins og hefur verið,“ segir Sigurhans Óskar Sigurhansson veitingastjóri Íslenska barsins. „Við höfum frá byrjun bara merkt salernin okkar þannig að það eru pissuskálar hér og klósettskálar þarna. Þannig já, við erum klárir,“ segir Steinþór Helgi Arnsteinsson eigandi skemmtistaðarins Röntgen. Minna öryggi? Ósanngjarnt? Reglugerðarbreytingin hefur strax skapað umræðu á samfélagsmiðlum, þar sem einhverjir lýsa áhyggjum yfir því að minna öryggi fylgi því að blanda saman kynjum. Það var gert í Facebook-hópnum Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu. Einhverjir bentu á að fyrirkomulagið hafi gengið án vandræða um nokkurt skeið á ýmsum stöðum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins gantaðist með málið í færslu á Facebook. Hann segir mikinn mun á kvenna og karlaklósettum og það viti allir karlar sem hafi óvart villst inn á kvennaklósett. „Þeir sem hafa upplifað slíkar sekúndur ættu þó að vita hversu ósanngjarnt það er að hafa slík rými af konum og ætla þeim að vaða þvagpollana karlamegin þar sem maður er þakklátur fyrir það þegar klórlyktin er nógu sterk til að fela það sem undir liggur,“ skrifaði Sigmundur. Alex Diljar varaforseti Trans Ísland segir of mikið gert úr málinu „Kynhlutlaus salerni eru fyrir öll, þetta er ekki bara fyrir kvárin. Það geta allir nýtt sér þessa aðstöðu. Það felst mjög lítil breyting í þessu í rauninni.“ Þegar séu mörg kynhlutlaus klósett til staðar. „Það er ekki verið að taka neitt af neinum, bara verið að auka aðgengi fyrir öll.“ Alex Diljar segir margt eftir að gera í lagabreytingum eftir að lög um kynrænt sjálfræði tóku gildi. Hann vill að umræða um transfólk færist frá klósettumræðu.vísir/ívar fannar
Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fleiri fréttir Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn Sjá meira