„Kjaftshögg þegar þú færð á þig mark og ert búinn að vera sterkari aðilinn“ Runólfur Trausti Þórhallsson og Ragnar Heiðar Sigtryggsson skrifa 17. ágúst 2024 18:15 Óskar Hrafn Þorvaldsson á hliðarlínunni þegar hann var enn þjálfari Breiðabliks. Vísir/Hulda Margrét „Blendnar tilfinningar, að mörgu leyti fannst mér við spila þennan leik mjög vel,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson eftir sinn fyrsta leik sem aðalþjálfari KR í Bestu deild karla í knattspyrnu. Liðið tapaði 2-0 fyrir Vestra fyrir vestan en Óskar Hrafn sá þó margt jákvætt í leik sinna manna. „Fannst við koma okkur í frábærar stöður og leysa lágblokkina þeirra mjög vel og sköpuðum okkur fín færi og að stórum hluta er ég mjög sáttur við spilamennsku liðsins með boltann,“ sagði Óskar Hrafn og hélt áfram. „Eftir aðeins tvær æfingar saman finnst mér ég sjá hluti sem er hægt að byggja ofan á en á móti kemur að mörkin tvö sem þeir skora eru full auðveld. Í seinni hálfleik riðlaðist leikurinn aðeins þegar við þurftum að skipta mönnum úr stöðum og misstum jafnvægið úr liðinu. Klárt mál að þetta er leikur sem að við getum byggt ofan á.“ Um mörk Vestra „Auðvitað er það kjaftshögg þegar þú færð á þig mark og ert búinn að vera sterkari aðilinn. Það er klárt mál að það er kjaftshögg fyrir alla sem koma að liðinu. En mér fannst við samt svara því vel en það var kannski erfiðara að fá annað markið á sig svona rétt undir lok hálfleiksins, það var pínu þungt.“ „Fannst við samt koma sterkir inn í seinni hálfleikinn, sköpuðum okkur helling af færum og fundum lausnir við ágætlega skipulögðu Vestra-liði.“ Um hvað má betur fara „En þú verður að nýta færin og það er næsta mál sem við þurfum að laga, svo er ákveðinn misskilningur í gangi varðandi staðsetningar sóknar- og varnarlega í öftustu línu og það gerir að verkum að við vorum stundum auðsæralegir þegar þeir fóru í skyndisóknir. Það er svo sem hlutur sem er mjög auðvelt að laga. Þannig að eins og sárt og leiðinlegt það er að tapa þessum leik þá er þetta klárlega leikur og frammistaða sem við getum byggt ofan á,“ sagði Óskar Hrafn að lokum. KR er í 9. sæti með 18 stig, fjórum stigum frá HK sem er í fallsæti. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Sjá meira
„Fannst við koma okkur í frábærar stöður og leysa lágblokkina þeirra mjög vel og sköpuðum okkur fín færi og að stórum hluta er ég mjög sáttur við spilamennsku liðsins með boltann,“ sagði Óskar Hrafn og hélt áfram. „Eftir aðeins tvær æfingar saman finnst mér ég sjá hluti sem er hægt að byggja ofan á en á móti kemur að mörkin tvö sem þeir skora eru full auðveld. Í seinni hálfleik riðlaðist leikurinn aðeins þegar við þurftum að skipta mönnum úr stöðum og misstum jafnvægið úr liðinu. Klárt mál að þetta er leikur sem að við getum byggt ofan á.“ Um mörk Vestra „Auðvitað er það kjaftshögg þegar þú færð á þig mark og ert búinn að vera sterkari aðilinn. Það er klárt mál að það er kjaftshögg fyrir alla sem koma að liðinu. En mér fannst við samt svara því vel en það var kannski erfiðara að fá annað markið á sig svona rétt undir lok hálfleiksins, það var pínu þungt.“ „Fannst við samt koma sterkir inn í seinni hálfleikinn, sköpuðum okkur helling af færum og fundum lausnir við ágætlega skipulögðu Vestra-liði.“ Um hvað má betur fara „En þú verður að nýta færin og það er næsta mál sem við þurfum að laga, svo er ákveðinn misskilningur í gangi varðandi staðsetningar sóknar- og varnarlega í öftustu línu og það gerir að verkum að við vorum stundum auðsæralegir þegar þeir fóru í skyndisóknir. Það er svo sem hlutur sem er mjög auðvelt að laga. Þannig að eins og sárt og leiðinlegt það er að tapa þessum leik þá er þetta klárlega leikur og frammistaða sem við getum byggt ofan á,“ sagði Óskar Hrafn að lokum. KR er í 9. sæti með 18 stig, fjórum stigum frá HK sem er í fallsæti.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Sjá meira