Skeytasendingar ráðherra til marks um valdþreytu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. ágúst 2024 16:18 Jóhann Páll Jóhannsson Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar segir ráðherra ríkisstjórnarinnar, sem nokkrir hafa munnhöggvast opinberlega síðustu daga, nota stöðu sína í eigin þágu til að skapa sér sérstöðu í aðdraganda kosninga. Síðustu daga hafa ráðherrar ríkisstjórnarinnar staðið í skeytasendingum sín á milli, og ekki í fyrsta sinn. Annars vegar er það milli Guðmundar Inga Guðbrandssonar félagsmálaráðherra og formanns VG og Guðlaugs Þórs Þórðarssonar umhverfisráðherra, sem tókust á um orkumál. Sömuleiðis hafa Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra og Guðmundur Ingi staðið í skeytasendinghum um útlendingamálin og hvort þau skuli vera forgangsmál innan ríkisstjórnarinnar. Þar segist Guðrún „algjörlega ósammála“ Guðmundi Inga en málaflokkurinn fellur innan valdsviðs þeirra beggja. „Ráðherrar ríkisstjórnarinnar nota stöðu sína í eigin þágu, til að senda einhver skilaboð og búa sér til sérstöðu í aðdraganda kosninga. Í stað þess að beita kröftum sínum til að þjóna þjóð sinni, eins og þau eru kjörin til að gera,“ segir Jóhann Páll í samtali við fréttastofu. Sjálfstæðisflokkurinn sé kominn í sérkennilega stöðu. „Hann er kominn í einhverja stjórnarandstöðu gegn sjálfum sér í útlendingamálum og orkumálum, málaflokkum sem hann hefur farið með í tíu ár eins og allir þekkja, það er auðvitað kómískt.“ Einn hagsmunaaðili sem gleymist Ríkisstjórn sem geti ekki komið sér saman um forgangsmál ætti að fara frá, segir Jóhann Páll. „Og gefa valdið aftur í hendur kjósenda. Þessi ríkisstjórn hefði fyrir löngu átt að sjá sóma sinn í því að fara frá. En þau hanga saman á hræðslunni við kjósendur, því miður.“ „Það er alltaf einn hagsmunaaðili sem gleymist í þessum skeytasendingum milli ráðherra, og það er þjóðin. Hún á heimtingu á því að hér sé starfhæf ríkisstjórn sem kemur sér saman um forgangsröðun verkefna í þágu samfélagsins sem hún á að þjóna,“ segir Jóhann Páll. Spurður hvers vegna ráðherrar kjósi að deila opinberlega segir hann: „Ráðherrar eru í einhverri stöðutöku hver gagnvart öðrum í stað þess að sinna verkefnunum sem þau voru kjörin til að sinna. Til marks um valdþreytu.“ Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Samfylkingin Orkumál Flóttafólk á Íslandi Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Hælisleitendur Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira
Síðustu daga hafa ráðherrar ríkisstjórnarinnar staðið í skeytasendingum sín á milli, og ekki í fyrsta sinn. Annars vegar er það milli Guðmundar Inga Guðbrandssonar félagsmálaráðherra og formanns VG og Guðlaugs Þórs Þórðarssonar umhverfisráðherra, sem tókust á um orkumál. Sömuleiðis hafa Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra og Guðmundur Ingi staðið í skeytasendinghum um útlendingamálin og hvort þau skuli vera forgangsmál innan ríkisstjórnarinnar. Þar segist Guðrún „algjörlega ósammála“ Guðmundi Inga en málaflokkurinn fellur innan valdsviðs þeirra beggja. „Ráðherrar ríkisstjórnarinnar nota stöðu sína í eigin þágu, til að senda einhver skilaboð og búa sér til sérstöðu í aðdraganda kosninga. Í stað þess að beita kröftum sínum til að þjóna þjóð sinni, eins og þau eru kjörin til að gera,“ segir Jóhann Páll í samtali við fréttastofu. Sjálfstæðisflokkurinn sé kominn í sérkennilega stöðu. „Hann er kominn í einhverja stjórnarandstöðu gegn sjálfum sér í útlendingamálum og orkumálum, málaflokkum sem hann hefur farið með í tíu ár eins og allir þekkja, það er auðvitað kómískt.“ Einn hagsmunaaðili sem gleymist Ríkisstjórn sem geti ekki komið sér saman um forgangsmál ætti að fara frá, segir Jóhann Páll. „Og gefa valdið aftur í hendur kjósenda. Þessi ríkisstjórn hefði fyrir löngu átt að sjá sóma sinn í því að fara frá. En þau hanga saman á hræðslunni við kjósendur, því miður.“ „Það er alltaf einn hagsmunaaðili sem gleymist í þessum skeytasendingum milli ráðherra, og það er þjóðin. Hún á heimtingu á því að hér sé starfhæf ríkisstjórn sem kemur sér saman um forgangsröðun verkefna í þágu samfélagsins sem hún á að þjóna,“ segir Jóhann Páll. Spurður hvers vegna ráðherrar kjósi að deila opinberlega segir hann: „Ráðherrar eru í einhverri stöðutöku hver gagnvart öðrum í stað þess að sinna verkefnunum sem þau voru kjörin til að sinna. Til marks um valdþreytu.“
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Samfylkingin Orkumál Flóttafólk á Íslandi Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Hælisleitendur Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira