„Þetta var svolítið skrýtið og óþægilegt“ Ester Ósk Árnadóttir skrifar 18. ágúst 2024 20:15 Jökull Elísabetarson er þjálfari Stjörnumanna. vísir/Diego „Mér fannst við vera töluvert betri og sterkari aðilinn í þessum leik þannig að við erum alveg svekktir að fara ekki með sigur héðan,“ sagði Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar eftir 1-1 jafntefli á móti KA á Greifavellinum í dag. „Það vantaði svo rosa lítið upp á þegar við komum okkur í góðar stöður en það þarf líka að horfa í það að þetta var mjög opin leikur og þeir fengu sín færi líka, mögulega of mörg. Heilt yfir fannst mér við samt hafa mjög góð tök á þessum leik. Mér fannst við komast frekar auðveldlega í þægilegar stöður, við vorum hreyfanlegir og spiluðum hratt þannig að ég er mjög ánægður með margt.“ Það vantaði marga lykilmenn í hópinn í dag, til dæmis voru þrír í banni þeir Emil Atlason, Örvar Eggertsson og Guðmundur Kristjánsson. „Ég held það vanti tíu leikmenn þannig virkilega ánægður að sjá hvernig liðið spilar þrátt fyrir það. Menn eru mjög öflugir í þessum hóp og það eru allir með mikinn fókus á það sem við erum að gera og það skiptir litlu hverjir koma inn.“ Engar áhyggjur ef við höldum svona áfram Stjarnan fékk á sig mark á sjöundu mínútu leiksins sem reyndist sjálfsmark hjá Daníel Laxdal. „Þetta var algjört óþarfa mark, ég held þeir fái innkast og þaðan kemur svo fyrirgjöf og mark. KA náði sérstaklega í fyrri hálfleik að komast í upphlaup eftir innköst of oft en það lagaðist í seinni hálfleik.“ Stjarnan virtist eiga auðvelt með að spila sig í gegnum KA menn og koma sér í góðar stöður. „Við erum góðir í að finna svæði, spilum hratt og erum góðir í að finna hvar hægt er að særa andstæðinginn okkar. Það er mjög gaman að sjá að það þarf ekki að bíða fram í hálfleik að ræða saman og finna út úr þessu, menn finna út úr þessu á vellinum og eru mjög hugsandi þannig það er mjög jákvætt.“ Þetta er annað jafntefli Stjörnumanna í röð en Jökull er ánægður með spilamennskuna sem fylgdi úr síðasta leik og yfir í þennan. „Ég er ánægðastur með samfelluna frá síðasta leik og inn í þennan leik. Ef við höldum svona áfram hef ég engar áhyggjur, aðal hugsunin er að við höldum áfram á þessu róli burtséð frá töflunni.“ Skondið atvik en einnig óþægilegt Það var skondið atvik í lokin þegar Ívar Orri Kristjánsson dómari leiksins flautaði leikinn af hálfri mínútu áður en uppbótartíminn var búin. Mikill mótmæli urðu á báðum bekkjum og endaði það svo að Ívar flautaði leikinn aftur á. KA komst í dauðafæri á lokasekúndunni og hefðu geta stolið þessu. „Ég held það hafi verið fleiri en bara við sem vorum fegnir að KA skoraði ekki þar því þetta var svolítið skrýtið og óþægilegt. Ég held það hefði verið mjög vont ef það hefði komið mark upp úr þessu því það drap alveg mómentið okkar þegar hann flautaði fyrst af en þetta getur komið fyrir eins og annað.“ Framundan er leikur á móti HK og þrír mikilvægir leikmenn koma úr banni. „Það eru þrír sem snúa úr banni en við missum held ég einn í bann eftir þennan leik og einhverjir tæpir hjá okkur þannig það lítur út í dag eins og við komum út á þokkalega sléttu en það er eitthvað sem við ætlum ekki að hafa áhyggjur af við höldum bara áfram það er búið að vanta menn í allt sumar.“ KA Stjarnan Besta deild karla Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Enski boltinn Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Enski boltinn Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Sport Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
„Það vantaði svo rosa lítið upp á þegar við komum okkur í góðar stöður en það þarf líka að horfa í það að þetta var mjög opin leikur og þeir fengu sín færi líka, mögulega of mörg. Heilt yfir fannst mér við samt hafa mjög góð tök á þessum leik. Mér fannst við komast frekar auðveldlega í þægilegar stöður, við vorum hreyfanlegir og spiluðum hratt þannig að ég er mjög ánægður með margt.“ Það vantaði marga lykilmenn í hópinn í dag, til dæmis voru þrír í banni þeir Emil Atlason, Örvar Eggertsson og Guðmundur Kristjánsson. „Ég held það vanti tíu leikmenn þannig virkilega ánægður að sjá hvernig liðið spilar þrátt fyrir það. Menn eru mjög öflugir í þessum hóp og það eru allir með mikinn fókus á það sem við erum að gera og það skiptir litlu hverjir koma inn.“ Engar áhyggjur ef við höldum svona áfram Stjarnan fékk á sig mark á sjöundu mínútu leiksins sem reyndist sjálfsmark hjá Daníel Laxdal. „Þetta var algjört óþarfa mark, ég held þeir fái innkast og þaðan kemur svo fyrirgjöf og mark. KA náði sérstaklega í fyrri hálfleik að komast í upphlaup eftir innköst of oft en það lagaðist í seinni hálfleik.“ Stjarnan virtist eiga auðvelt með að spila sig í gegnum KA menn og koma sér í góðar stöður. „Við erum góðir í að finna svæði, spilum hratt og erum góðir í að finna hvar hægt er að særa andstæðinginn okkar. Það er mjög gaman að sjá að það þarf ekki að bíða fram í hálfleik að ræða saman og finna út úr þessu, menn finna út úr þessu á vellinum og eru mjög hugsandi þannig það er mjög jákvætt.“ Þetta er annað jafntefli Stjörnumanna í röð en Jökull er ánægður með spilamennskuna sem fylgdi úr síðasta leik og yfir í þennan. „Ég er ánægðastur með samfelluna frá síðasta leik og inn í þennan leik. Ef við höldum svona áfram hef ég engar áhyggjur, aðal hugsunin er að við höldum áfram á þessu róli burtséð frá töflunni.“ Skondið atvik en einnig óþægilegt Það var skondið atvik í lokin þegar Ívar Orri Kristjánsson dómari leiksins flautaði leikinn af hálfri mínútu áður en uppbótartíminn var búin. Mikill mótmæli urðu á báðum bekkjum og endaði það svo að Ívar flautaði leikinn aftur á. KA komst í dauðafæri á lokasekúndunni og hefðu geta stolið þessu. „Ég held það hafi verið fleiri en bara við sem vorum fegnir að KA skoraði ekki þar því þetta var svolítið skrýtið og óþægilegt. Ég held það hefði verið mjög vont ef það hefði komið mark upp úr þessu því það drap alveg mómentið okkar þegar hann flautaði fyrst af en þetta getur komið fyrir eins og annað.“ Framundan er leikur á móti HK og þrír mikilvægir leikmenn koma úr banni. „Það eru þrír sem snúa úr banni en við missum held ég einn í bann eftir þennan leik og einhverjir tæpir hjá okkur þannig það lítur út í dag eins og við komum út á þokkalega sléttu en það er eitthvað sem við ætlum ekki að hafa áhyggjur af við höldum bara áfram það er búið að vanta menn í allt sumar.“
KA Stjarnan Besta deild karla Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Enski boltinn Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Enski boltinn Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Sport Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki