Þakkaði Drake fyrir að veðja á mótherja sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2024 10:30 Suður-Afríkumaðurinn Dricus Du Plessis fagnar sigri á UFC 305 í Perth í Ástralíu. Getty/Paul Kane Dricus Du Plessis hélt sigurgöngu sinni áfram í blönduðum bardagaíþróttum um helgina þegar hann fagnaði sigri á móti Israel Adesanya á UFC 305 bardagakvöldinu. Du Plessis hefur unnið tíu bardaga í röð og ekki tapað í búrinu í sex ár. Hann hefur líka unnið þrjá fyrrum heimsmeistara í síðustu þremur bardögum sínum. Du Plessis vann að þessu sinni með hengingartaki í fjórðu lotu. Hann var þarna að verja heimsmeistaratitil sinni í millivigt. Adesanya leit reyndar vel út í fjórðu lotunni en Du Plessis sýndi þrautseigju og tókst að snúa vörn í sókn. Náði Adesanya niður með góðu höggi og kláraði bardagann síðan í gólfinu. Tilbúinn að deyja fyrir beltið „Ég kom hingað til að berjast upp á líf eða dauða. Ég var tilbúinn að deyja fyrir þetta belti eða drepa fyrir það. Sem betur fer þá þurfti ég að gera hvorugt,“ sagði Dricus Du Plessis. Du Plessis var sigurreifur á samfélagsmiðlum eftir leikinn og þakkaði líka sérstaka kanadíska tónlistarmanninum Drake fyrir að trúa ekki á sig. Óheillakrákan í íþróttaheiminum Það þykir nefnilega ekki boða gott fyrir íþróttafólk að tengjast Drake á einhvern hátt eða þá það að hann veðji á það. Rapparinn er fyrir löngu orðinn að óheillakráku í íþróttaheiminum. „Ég vil þakka þér Drake aftur fyrir og það frá mínum innstu hjartarótum,“ skrifaði Du Plessis. Drake veðjaði 450 þúsund dollurum á að Du Plessis myndi tapa bardaganum eða 62,6 milljónum króna. Þetta er líka ekki í fyrsta skiptið sem Du Plessis vinnur bardaga eftir að umræddum Drake veðjar gegn honum. From the bottom of my heart once againTHANK YOU @Drake 🤣 pic.twitter.com/bcSiOjGezd— Dricus Du Plessis (@dricusduplessis) August 18, 2024 MMA Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Bað kærastann sinn afsökunar Sport Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjá meira
Du Plessis hefur unnið tíu bardaga í röð og ekki tapað í búrinu í sex ár. Hann hefur líka unnið þrjá fyrrum heimsmeistara í síðustu þremur bardögum sínum. Du Plessis vann að þessu sinni með hengingartaki í fjórðu lotu. Hann var þarna að verja heimsmeistaratitil sinni í millivigt. Adesanya leit reyndar vel út í fjórðu lotunni en Du Plessis sýndi þrautseigju og tókst að snúa vörn í sókn. Náði Adesanya niður með góðu höggi og kláraði bardagann síðan í gólfinu. Tilbúinn að deyja fyrir beltið „Ég kom hingað til að berjast upp á líf eða dauða. Ég var tilbúinn að deyja fyrir þetta belti eða drepa fyrir það. Sem betur fer þá þurfti ég að gera hvorugt,“ sagði Dricus Du Plessis. Du Plessis var sigurreifur á samfélagsmiðlum eftir leikinn og þakkaði líka sérstaka kanadíska tónlistarmanninum Drake fyrir að trúa ekki á sig. Óheillakrákan í íþróttaheiminum Það þykir nefnilega ekki boða gott fyrir íþróttafólk að tengjast Drake á einhvern hátt eða þá það að hann veðji á það. Rapparinn er fyrir löngu orðinn að óheillakráku í íþróttaheiminum. „Ég vil þakka þér Drake aftur fyrir og það frá mínum innstu hjartarótum,“ skrifaði Du Plessis. Drake veðjaði 450 þúsund dollurum á að Du Plessis myndi tapa bardaganum eða 62,6 milljónum króna. Þetta er líka ekki í fyrsta skiptið sem Du Plessis vinnur bardaga eftir að umræddum Drake veðjar gegn honum. From the bottom of my heart once againTHANK YOU @Drake 🤣 pic.twitter.com/bcSiOjGezd— Dricus Du Plessis (@dricusduplessis) August 18, 2024
MMA Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Bað kærastann sinn afsökunar Sport Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjá meira