Farþeginn var fluttur með léttbát til hafnar í Grundarfirði þar sem þyrlan lenti samkvæmt upplýsingum Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar. Þyrlan var á leið til Reykjavíkur nú um klukkan hálf tólf.
Skemmtiferðaskipið MS Marina liggur nú fyrir utan Grundarfjörð. Skipið er skráð á Marshall-eyjum og getur borið um 1.250 farþega auk hátt í átta hundruð manna áhafnar. Það kom til landsins frá Grænlandi þaðan sem það lét úr höfn á fimmtudag samkvæmt vefsíðunni Marine Traffic.