Ísak Snær: Held að það sé alltaf einhvers staðar þarna aftast í hausnum Þorsteinn Hjálmsson skrifar 19. ágúst 2024 21:49 Ísak Snær skorar og skorar (og skorar). Vísir/Ernir Ísak Snær Þorvaldsson, framherji Breiðabliks, skoraði í sínum þriðja leik í röð í kvöld í 3-1 heimasigri gegn Fram. Eftir úrslit kvöldsins er ljóst að Blikar eru komnir upp að hlið Víkings á toppi Bestu deildarinnar. „Erfitt til að byrja með, en síðan þegar leið á leikinn fannst mér við finna annan gír og náðum að keyra upp og finna þessa orku sem að við þurftum til að klára leikinn og gerðum það bara vel,“ sagði Ísak Snær um leik Breiðabliks í kvöld, en staðan var jöfn í hálfleik 1-1. Sigur Blika var risastór fyrir toppbaráttuna þar sem Víkingar töpuð gegn ÍA í Fossvoginum og eru því Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára sameinuð á toppnum með 40 stig. „Þetta er bara mjög mikilvægt, hver einasti leikur skiptir máli núna. Mótið fer að klárast og hvert einasta stig skiptir máli. Við munum bara hugsa um okkur, sem ég held að sé það mikilvægasta. Svo lengi sem við spilum vel og tökum okkar leiki þá kemur þetta vonandi,“ sagði Ísak Snær aðspurður út í úrslit annara leikja í kvöld. Ísak Snær skoraði í sínum þriðja leik í röð í kvöld en fannst þó frammistaða sín ekki nægilega góð samt sem áður. „Það er alltaf jákvætt að skora, en mér fannst frammistaðan mín sérstaklega í fyrri hálfleik ekki góð. Ég náði ekki að halda boltanum og svoleiðis, en eins og ég sagði þá finnur maður þennan annan gír og nær að keyra sig í gang. Mörkin sem koma eru bara bónus.“ Nú virðist tveggjahestakapphlaup um Íslandsmeistaratitilinn að hefjast milli Blika og Víkinga. Ísak Snær segir þá baráttu alltaf vera í kollinum en leggur áherslu á að hann og liðsfélagar hans leggi áherslu á frammistöðu liðsins. „Ég held að það sé alltaf einhvers staðar þarna aftast í hausnum sko, en við þurfum bara að hugsa um okkur. Við vitum það sjálfir að við erum okkar versti óvinur, þannig að við þurfum bara að hugsa um okkur og klára okkar. Það er það eina sem við getum gert og svo lengi sem við gerum það þá vonandi kemur þetta.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Sjá meira
„Erfitt til að byrja með, en síðan þegar leið á leikinn fannst mér við finna annan gír og náðum að keyra upp og finna þessa orku sem að við þurftum til að klára leikinn og gerðum það bara vel,“ sagði Ísak Snær um leik Breiðabliks í kvöld, en staðan var jöfn í hálfleik 1-1. Sigur Blika var risastór fyrir toppbaráttuna þar sem Víkingar töpuð gegn ÍA í Fossvoginum og eru því Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára sameinuð á toppnum með 40 stig. „Þetta er bara mjög mikilvægt, hver einasti leikur skiptir máli núna. Mótið fer að klárast og hvert einasta stig skiptir máli. Við munum bara hugsa um okkur, sem ég held að sé það mikilvægasta. Svo lengi sem við spilum vel og tökum okkar leiki þá kemur þetta vonandi,“ sagði Ísak Snær aðspurður út í úrslit annara leikja í kvöld. Ísak Snær skoraði í sínum þriðja leik í röð í kvöld en fannst þó frammistaða sín ekki nægilega góð samt sem áður. „Það er alltaf jákvætt að skora, en mér fannst frammistaðan mín sérstaklega í fyrri hálfleik ekki góð. Ég náði ekki að halda boltanum og svoleiðis, en eins og ég sagði þá finnur maður þennan annan gír og nær að keyra sig í gang. Mörkin sem koma eru bara bónus.“ Nú virðist tveggjahestakapphlaup um Íslandsmeistaratitilinn að hefjast milli Blika og Víkinga. Ísak Snær segir þá baráttu alltaf vera í kollinum en leggur áherslu á að hann og liðsfélagar hans leggi áherslu á frammistöðu liðsins. „Ég held að það sé alltaf einhvers staðar þarna aftast í hausnum sko, en við þurfum bara að hugsa um okkur. Við vitum það sjálfir að við erum okkar versti óvinur, þannig að við þurfum bara að hugsa um okkur og klára okkar. Það er það eina sem við getum gert og svo lengi sem við gerum það þá vonandi kemur þetta.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Sjá meira