Var jafnrétti í heiðri haft af ráðherra jafnréttismála? Erna Guðmundsdóttir skrifar 20. ágúst 2024 07:30 Með ákvörðun forsætisráðherra að flytja jafnréttis- og mannréttindamál frá forsætisráðuneytinu yfir á málefnasvið félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins er félags- og vinnumarkaðsráðherra falin yfirstjórn á sviði jafnréttismála. Mun breytingin taka gildi þann 1. september nk. Í nóvember 2023 kærði ég fyrir hönd umbjóðanda míns, Aldísar Guðnýjar Sigurðardóttur, ákvörðun Guðmundar Inga Guðbrandssonar félags- og vinnumarkaðsráðherra um að skipa karlmann í embætti ríkissáttasemjara til kærunefndar jafnréttismála. Aldís Guðný, var ásamt karlmanninum sem var skipaður í embættið, metin „mjög vel hæf“ af hæfnisnefnd. Umbjóðandi minn telur verulega ágalla vera á öllu ráðningarferlinu sem ekki verður farið yfir hér. Það sé hins vegar mat hennar að hæfasti umsækjandinn hafi ekki verið valinn miðað við fyrirliggjandi gögn í málinu. Ákvæði laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna hafa beinlínis þann tilgang að bæta stöðu kvenna á vinnumarkaði sérstaklega. Þannig er í lögunum lögð sú skylda á atvinnurekendur að vinna markvisst að því að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði og gæta þess að ekki sé gengið fram hjá hæfum konum við ráðningu í störf. Í henni felst að séu tveir umsækjendur um starf, og „hæfni“ þeirra er metin sú sama, skal leitast við að ráða það kynið sem á hallar á starfssviðinu. Frá því að embætti ríkissáttasemjara tók til starfa árið 1980 hefur einungis ein kona gegnt embætti ríkissáttasemjara á þessum 43 árum. Umbjóðandi minn telur að vinnumarkaðsráðherra, nú brátt jafnréttisráðherra, hafi ekki fært fram staðreyndir eða önnur gögn og upplýsingar sem sýna fram á að aðrar ástæður en kyn hafi legið til grundvallar ákvörðun hans. Með því hafi hann mismunað umbjóðanda mínum sem umsækjanda um starf á grundvelli kyns og fari sú skipun gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Sú ákvörðun sé óforsvaranleg og ómálefnaleg miðað við þau lög sem gilda um ráðningar eða skipanir í embætti. Samkvæmt lögum um stjórnsýslu jafnréttismála er kærunefnd jafnréttismála skylt að kveða upp úrskurð eins fljótt og auðið er og eigi síðar en tveimur mánuðum eftir að gagnaöflun er lokið. Er þessi regla í samræmi við málshraðareglu stjórnsýslulaga. Vegna anna hjá kærunefndinni hefur afgreiðsla málsins hins vegar tafist og því ekki ljóst hvenær vænta megi niðurstöðu hjá henni þrátt fyrir að gagnaöflun lauk í vor. Ljóst er að aðilar máls hafa að jafnaði brýna hagsmuni af því að mál hljóti hraða afgreiðslu. Á þetta ekki síst við í málum þar sem um verulega persónulega hagsmuni þeirra er að ræða. Kæran sem um ræðir í þessu máli, lýtur annars vegar að því hvort vinnumarkaðsráðherra/jafnréttisráðherra hafi brotið jafnréttislög og hins vegar hvort hæfasti umsækjandi um embætti ríkissáttasemjara hafi verið skipaður lögum samkvæmt. Skal tekið fram að þótt ákveðnar tafir á afgreiðslu máls umbjóðanda míns vegna málafjölda hjá kærunefndinni kunni að vera réttlætanlegar, leiðir það ekki til þess að margra mánaða tafir séu heimilar á slíkum grundvelli. Þegar jafnréttismálin voru á sínum tíma flutt yfir til forsætisráðuneytisins og á sérstaka skrifstofu jafnréttismála var það meðal annars vegna vægis jafnréttismála almennt og áherslu ríkisstjórnarinnar á málaflokkinn. Þrátt fyrir þetta er staðan sú að kærunefnd jafnréttismála virðist ekki vera skapað það starfsumhverfi að hún geti framkvæmt þau verkefni sem henni eru falin innan lögmælts frests. Verður að gera þá kröfu að úr þessu verði bætt. Ábyrgðin á skipun í embætti ríkissáttasemjara er Guðmundar Inga Guðbrandssonar vinnumarkaðsráðherra/jafnréttisráðherra. Að mati umbjóðanda míns er mikilvægt að mál sem varðar það álitaefni hvort ráðherra sem mun fara með yfirstjórn jafnréttismála í landinu hafi brotið jafnréttislög eða ekki, sé sett í forgang. Svar þarf að liggja fyrir varðandi eftirfarandi spurningu: Var jafnrétti í heiðri haft af ráðherra jafnréttismála? Höfundur er lögmaður, eigandi Magistra lögfræðiþjónustu og ráðgjöf ehf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Jafnréttismál Vinnumarkaður Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Með ákvörðun forsætisráðherra að flytja jafnréttis- og mannréttindamál frá forsætisráðuneytinu yfir á málefnasvið félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins er félags- og vinnumarkaðsráðherra falin yfirstjórn á sviði jafnréttismála. Mun breytingin taka gildi þann 1. september nk. Í nóvember 2023 kærði ég fyrir hönd umbjóðanda míns, Aldísar Guðnýjar Sigurðardóttur, ákvörðun Guðmundar Inga Guðbrandssonar félags- og vinnumarkaðsráðherra um að skipa karlmann í embætti ríkissáttasemjara til kærunefndar jafnréttismála. Aldís Guðný, var ásamt karlmanninum sem var skipaður í embættið, metin „mjög vel hæf“ af hæfnisnefnd. Umbjóðandi minn telur verulega ágalla vera á öllu ráðningarferlinu sem ekki verður farið yfir hér. Það sé hins vegar mat hennar að hæfasti umsækjandinn hafi ekki verið valinn miðað við fyrirliggjandi gögn í málinu. Ákvæði laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna hafa beinlínis þann tilgang að bæta stöðu kvenna á vinnumarkaði sérstaklega. Þannig er í lögunum lögð sú skylda á atvinnurekendur að vinna markvisst að því að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði og gæta þess að ekki sé gengið fram hjá hæfum konum við ráðningu í störf. Í henni felst að séu tveir umsækjendur um starf, og „hæfni“ þeirra er metin sú sama, skal leitast við að ráða það kynið sem á hallar á starfssviðinu. Frá því að embætti ríkissáttasemjara tók til starfa árið 1980 hefur einungis ein kona gegnt embætti ríkissáttasemjara á þessum 43 árum. Umbjóðandi minn telur að vinnumarkaðsráðherra, nú brátt jafnréttisráðherra, hafi ekki fært fram staðreyndir eða önnur gögn og upplýsingar sem sýna fram á að aðrar ástæður en kyn hafi legið til grundvallar ákvörðun hans. Með því hafi hann mismunað umbjóðanda mínum sem umsækjanda um starf á grundvelli kyns og fari sú skipun gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Sú ákvörðun sé óforsvaranleg og ómálefnaleg miðað við þau lög sem gilda um ráðningar eða skipanir í embætti. Samkvæmt lögum um stjórnsýslu jafnréttismála er kærunefnd jafnréttismála skylt að kveða upp úrskurð eins fljótt og auðið er og eigi síðar en tveimur mánuðum eftir að gagnaöflun er lokið. Er þessi regla í samræmi við málshraðareglu stjórnsýslulaga. Vegna anna hjá kærunefndinni hefur afgreiðsla málsins hins vegar tafist og því ekki ljóst hvenær vænta megi niðurstöðu hjá henni þrátt fyrir að gagnaöflun lauk í vor. Ljóst er að aðilar máls hafa að jafnaði brýna hagsmuni af því að mál hljóti hraða afgreiðslu. Á þetta ekki síst við í málum þar sem um verulega persónulega hagsmuni þeirra er að ræða. Kæran sem um ræðir í þessu máli, lýtur annars vegar að því hvort vinnumarkaðsráðherra/jafnréttisráðherra hafi brotið jafnréttislög og hins vegar hvort hæfasti umsækjandi um embætti ríkissáttasemjara hafi verið skipaður lögum samkvæmt. Skal tekið fram að þótt ákveðnar tafir á afgreiðslu máls umbjóðanda míns vegna málafjölda hjá kærunefndinni kunni að vera réttlætanlegar, leiðir það ekki til þess að margra mánaða tafir séu heimilar á slíkum grundvelli. Þegar jafnréttismálin voru á sínum tíma flutt yfir til forsætisráðuneytisins og á sérstaka skrifstofu jafnréttismála var það meðal annars vegna vægis jafnréttismála almennt og áherslu ríkisstjórnarinnar á málaflokkinn. Þrátt fyrir þetta er staðan sú að kærunefnd jafnréttismála virðist ekki vera skapað það starfsumhverfi að hún geti framkvæmt þau verkefni sem henni eru falin innan lögmælts frests. Verður að gera þá kröfu að úr þessu verði bætt. Ábyrgðin á skipun í embætti ríkissáttasemjara er Guðmundar Inga Guðbrandssonar vinnumarkaðsráðherra/jafnréttisráðherra. Að mati umbjóðanda míns er mikilvægt að mál sem varðar það álitaefni hvort ráðherra sem mun fara með yfirstjórn jafnréttismála í landinu hafi brotið jafnréttislög eða ekki, sé sett í forgang. Svar þarf að liggja fyrir varðandi eftirfarandi spurningu: Var jafnrétti í heiðri haft af ráðherra jafnréttismála? Höfundur er lögmaður, eigandi Magistra lögfræðiþjónustu og ráðgjöf ehf
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun