Framhaldsskólanemar fagna gjaldfrjálsum námsgögnum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. ágúst 2024 12:27 Forseti Sambands íslenskra framhaldsskólanema segir að framkvæmdastjórnin taki hugmynd menntamálaráðherra fagnandi. Hann hyggst leggja fram ný heildarlög um námsgögn á fyrstu dögum þingsins. Aðsend Forseti Sambands íslenskra framhaldsskólanema fagnar fyrirætlunum barna- og menntamálaráðherra um að gera námsgögn gjaldfrjáls fyrir framhaldsskólanema sem eru undir átján ára. Hún hefur ekki áhyggjur af því að nemendur fari illa með námsgögnin verði þau gjaldfrjáls en það sé mikilvægt að skólayfirvöld séu skýr með það sem þau ætlist til af nemendum. Ásmundur Einar Daðason, barna- og menntamálaráðherra, tilkynnti í gær heildarendurskoðun á útgáfu námsgagna en í lagafrumvarpinu er boðað að námsgögn í leik-, grunn- og framhaldsskólum skuli verða gjaldfrjáls að átján ára aldri en hingað til hefur ekki verið gert ráð fyrir framlögum hins opinbera til námsgagna í framhaldsskólum. Lagt er til að innleiðing verði áfangaskipt til nokkurra ára og að fyrst í stað verði lögð áhersla á kjarnagreinará borð við íslensku og stærðfræði. Embla María Möller Atladóttir er forseti Sambands íslenskra framhaldsskólanema. „Okkur í stjórninni líst ótrúlega vel um það. Við höfum verið að tala aðeins um það eftir að þessi frétt kom út að ráðherra ákvað að gera þetta og við að sjálfsögðu sjáum bara enga kvilla við þessa hugmynd hjá honum.“ Hún segir ljóst að ekki allir hafi efni á framhaldsskólanámi og öllu sem því fylgir. Gjaldfrjáls námsgögn muni koma framhaldskólanemum vel sem alla jafna hafi ekki mikið á milli handanna. „Sérstaklega eftir styttingu framhaldsskólans, þá hefur verið þjappað saman námi og þá er mjög erfitt fyrir hinn hefðbundna framhaldsskólanema að geta tekið þátt í félagslífinu, að geta sinnt náminu sómasamlega og líka vinna kannski eitt, tvö, þrjú kvöld í viku bara til að geta farið og fengið sér ís með vinum sínum eða eitthvað álíka.“ Embla er ósammála háskólaráðherra sem sagði í Morgunblaðspistli á dögunum hætta væri á því að tilfinningin fyrir því að passa vel upp á námsgögn hyrfi þegar þau væru gjaldfrjáls. Embla segir að mikilvægt sé að skólayfirvöld segi skýrt til hvers þau ætlist af nemendum sem séu að stíga sín fyrstu skref inn í fullorðinsár og liður í því sé að öðlast og axla meiri ábyrgð. „Svo eru skiptibókamarkaðir innan skólans fyrir alla framhaldsskóla og ég hef persónulega séð bækur þar sem eru ótrúlega illa farnar þannig að þetta er ekki mál um hvort bækurnar séu gjaldfrjálsar eða ekki, það eru bara sumir sem fara verr með dótið sitt heldur en aðrir,“ segir forseti Sambands íslenskra framhaldsskólanema. Skóla- og menntamál Bókaútgáfa Framhaldsskólar Tengdar fréttir Kynnti „einhverjar mestu breytingar á námsgagnaútgáfu í áratugi“ Námsgögn verða gjaldfrjáls fyrir framhaldsskólanema að átján ára aldri og fjárframlag til námsgagnagerðar mun tvöfaldast nái frumvarp barnamálaráðherra fram að ganga. Útgefandi fagnar því að stjórnvöld séu farin að átta sig á umfangi vandans, úrelt námsgögn séu alvarlegt samfélagsmein. 19. ágúst 2024 22:06 Ekki góð forgangsröðun að verja fjármunum til efnameiri foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir að frí námsgögn og skólamáltíðir sé eitthvað sem ætti að mega ræða án þess að fara í upphrópanir. Það sé ekki góð forgangsröðun að verja fjármunum til efnameiri foreldra. 9. ágúst 2024 20:12 Námsgögn verði einnig gjaldfrjáls í framhaldsskólum Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir að stefnt sé að því að gera námsgögn gjaldfrjáls í framhaldsskólum fyrir 18 ára og yngri. Hann segist mjög fylgjandi gjaldfrjálsum námsgögnum og skólamáltíðum. 11. ágúst 2024 17:08 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, barna- og menntamálaráðherra, tilkynnti í gær heildarendurskoðun á útgáfu námsgagna en í lagafrumvarpinu er boðað að námsgögn í leik-, grunn- og framhaldsskólum skuli verða gjaldfrjáls að átján ára aldri en hingað til hefur ekki verið gert ráð fyrir framlögum hins opinbera til námsgagna í framhaldsskólum. Lagt er til að innleiðing verði áfangaskipt til nokkurra ára og að fyrst í stað verði lögð áhersla á kjarnagreinará borð við íslensku og stærðfræði. Embla María Möller Atladóttir er forseti Sambands íslenskra framhaldsskólanema. „Okkur í stjórninni líst ótrúlega vel um það. Við höfum verið að tala aðeins um það eftir að þessi frétt kom út að ráðherra ákvað að gera þetta og við að sjálfsögðu sjáum bara enga kvilla við þessa hugmynd hjá honum.“ Hún segir ljóst að ekki allir hafi efni á framhaldsskólanámi og öllu sem því fylgir. Gjaldfrjáls námsgögn muni koma framhaldskólanemum vel sem alla jafna hafi ekki mikið á milli handanna. „Sérstaklega eftir styttingu framhaldsskólans, þá hefur verið þjappað saman námi og þá er mjög erfitt fyrir hinn hefðbundna framhaldsskólanema að geta tekið þátt í félagslífinu, að geta sinnt náminu sómasamlega og líka vinna kannski eitt, tvö, þrjú kvöld í viku bara til að geta farið og fengið sér ís með vinum sínum eða eitthvað álíka.“ Embla er ósammála háskólaráðherra sem sagði í Morgunblaðspistli á dögunum hætta væri á því að tilfinningin fyrir því að passa vel upp á námsgögn hyrfi þegar þau væru gjaldfrjáls. Embla segir að mikilvægt sé að skólayfirvöld segi skýrt til hvers þau ætlist af nemendum sem séu að stíga sín fyrstu skref inn í fullorðinsár og liður í því sé að öðlast og axla meiri ábyrgð. „Svo eru skiptibókamarkaðir innan skólans fyrir alla framhaldsskóla og ég hef persónulega séð bækur þar sem eru ótrúlega illa farnar þannig að þetta er ekki mál um hvort bækurnar séu gjaldfrjálsar eða ekki, það eru bara sumir sem fara verr með dótið sitt heldur en aðrir,“ segir forseti Sambands íslenskra framhaldsskólanema.
Skóla- og menntamál Bókaútgáfa Framhaldsskólar Tengdar fréttir Kynnti „einhverjar mestu breytingar á námsgagnaútgáfu í áratugi“ Námsgögn verða gjaldfrjáls fyrir framhaldsskólanema að átján ára aldri og fjárframlag til námsgagnagerðar mun tvöfaldast nái frumvarp barnamálaráðherra fram að ganga. Útgefandi fagnar því að stjórnvöld séu farin að átta sig á umfangi vandans, úrelt námsgögn séu alvarlegt samfélagsmein. 19. ágúst 2024 22:06 Ekki góð forgangsröðun að verja fjármunum til efnameiri foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir að frí námsgögn og skólamáltíðir sé eitthvað sem ætti að mega ræða án þess að fara í upphrópanir. Það sé ekki góð forgangsröðun að verja fjármunum til efnameiri foreldra. 9. ágúst 2024 20:12 Námsgögn verði einnig gjaldfrjáls í framhaldsskólum Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir að stefnt sé að því að gera námsgögn gjaldfrjáls í framhaldsskólum fyrir 18 ára og yngri. Hann segist mjög fylgjandi gjaldfrjálsum námsgögnum og skólamáltíðum. 11. ágúst 2024 17:08 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Kynnti „einhverjar mestu breytingar á námsgagnaútgáfu í áratugi“ Námsgögn verða gjaldfrjáls fyrir framhaldsskólanema að átján ára aldri og fjárframlag til námsgagnagerðar mun tvöfaldast nái frumvarp barnamálaráðherra fram að ganga. Útgefandi fagnar því að stjórnvöld séu farin að átta sig á umfangi vandans, úrelt námsgögn séu alvarlegt samfélagsmein. 19. ágúst 2024 22:06
Ekki góð forgangsröðun að verja fjármunum til efnameiri foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir að frí námsgögn og skólamáltíðir sé eitthvað sem ætti að mega ræða án þess að fara í upphrópanir. Það sé ekki góð forgangsröðun að verja fjármunum til efnameiri foreldra. 9. ágúst 2024 20:12
Námsgögn verði einnig gjaldfrjáls í framhaldsskólum Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir að stefnt sé að því að gera námsgögn gjaldfrjáls í framhaldsskólum fyrir 18 ára og yngri. Hann segist mjög fylgjandi gjaldfrjálsum námsgögnum og skólamáltíðum. 11. ágúst 2024 17:08