Helgi Magnús situr heima meðan Guðrún leitar sér ráðgjafar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 20. ágúst 2024 12:59 Guðrún Hafsteinsdóttir að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. vísir/einar Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra getur ekki sagt til um hvenær mál Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara verður afgreitt innan ráðuneytisins. Á meðan situr Helgi Magnús heima. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari lagði til við dómsmálaráðherra fyrir þremur vikum að Helgi Magnús yrði leystur tímabundið frá störfum vegna kæru á hendur honum fyrir ummæli um innflytjendur frá Mið-Austurlöndum. Málið hefur verið mikið í umræðunni og hefur Sigríður einnig beðið Helga Magnús um að skila tölvu og lyklum á meðan málið væri til skoðunar. Sú beiðni var að vísu afturkölluð skömmu síðar. Guðrún var spurð út í málið að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. „Ég er ekki búin að fá þau gögn sem ég þarf til að byggja mína ákvörðun á, þangað til þurfum við að bíða eftir því,“ sagði Guðrún. Frá því að málið kom upp hefur umræða skapast um það hvort ríkissaksóknari hafi í raun vald til þess að áminna vararíkissaksóknara, eða hvort ríkissaksóknari sé í raun yfirmaður vararíkissaksóknara. „Nei, ég held ekki,“ sagði Guðrún spurð hvort vafi leiki á þessu atriði. „En ég er að bíða eftir álitum. Ég er að leita mér ráðgjafar og mun ekki taka afstöðu til málsins fyrr en að því loknu.“ Guðrún segir ómögulegt að segja hvenær það verði. Á meðan verður Helgi Magnús háttsettur embættismaður á launum við að gera lítið sem ekki neitt. Hún tekur þó undir það að málið sé bagalegt. „Það er vissulega bagalegt í öllum einingum þegar það kemur upp einhver svona vandkvæði koma upp meðal starfsmanna.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Dómsmál Tengdar fréttir Leitar ráðgjafar innan og utan ráðuneytis um mál vararíkissaksóknara Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segist ekki geta tjáð sig um mál vararíkissaksóknara á meðan málið er til skoðunar í ráðuneytinu. Hún hefur leitað sér ráðgjafar innan og utan ráðuneytis vegna málsins. Guðrún ræddi þetta mál, og fleiri, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 12. ágúst 2024 08:57 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Sjá meira
Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari lagði til við dómsmálaráðherra fyrir þremur vikum að Helgi Magnús yrði leystur tímabundið frá störfum vegna kæru á hendur honum fyrir ummæli um innflytjendur frá Mið-Austurlöndum. Málið hefur verið mikið í umræðunni og hefur Sigríður einnig beðið Helga Magnús um að skila tölvu og lyklum á meðan málið væri til skoðunar. Sú beiðni var að vísu afturkölluð skömmu síðar. Guðrún var spurð út í málið að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. „Ég er ekki búin að fá þau gögn sem ég þarf til að byggja mína ákvörðun á, þangað til þurfum við að bíða eftir því,“ sagði Guðrún. Frá því að málið kom upp hefur umræða skapast um það hvort ríkissaksóknari hafi í raun vald til þess að áminna vararíkissaksóknara, eða hvort ríkissaksóknari sé í raun yfirmaður vararíkissaksóknara. „Nei, ég held ekki,“ sagði Guðrún spurð hvort vafi leiki á þessu atriði. „En ég er að bíða eftir álitum. Ég er að leita mér ráðgjafar og mun ekki taka afstöðu til málsins fyrr en að því loknu.“ Guðrún segir ómögulegt að segja hvenær það verði. Á meðan verður Helgi Magnús háttsettur embættismaður á launum við að gera lítið sem ekki neitt. Hún tekur þó undir það að málið sé bagalegt. „Það er vissulega bagalegt í öllum einingum þegar það kemur upp einhver svona vandkvæði koma upp meðal starfsmanna.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Dómsmál Tengdar fréttir Leitar ráðgjafar innan og utan ráðuneytis um mál vararíkissaksóknara Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segist ekki geta tjáð sig um mál vararíkissaksóknara á meðan málið er til skoðunar í ráðuneytinu. Hún hefur leitað sér ráðgjafar innan og utan ráðuneytis vegna málsins. Guðrún ræddi þetta mál, og fleiri, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 12. ágúst 2024 08:57 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Sjá meira
Leitar ráðgjafar innan og utan ráðuneytis um mál vararíkissaksóknara Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segist ekki geta tjáð sig um mál vararíkissaksóknara á meðan málið er til skoðunar í ráðuneytinu. Hún hefur leitað sér ráðgjafar innan og utan ráðuneytis vegna málsins. Guðrún ræddi þetta mál, og fleiri, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 12. ágúst 2024 08:57