Telja apabóluna ekki „nýja COVID“ Kjartan Kjartansson skrifar 20. ágúst 2024 13:22 Rafeindasmásjármynd af apabóluveirunni í smitaðri frumu. AP/NIAID Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í Evrópu segir að mpox-veiran, sem áður var þekkt sem apabóla, sé ekki „nýtt COVID“. Heilbrigðisyfirvöld viti hvernig eigi að hefta útbreiðslu veirunnar sem hefur skotið upp kollinum víða um lönd undanfarið. Áhyggjur hafa vaknað af nýju afbrigði mpox-veirunnar sem virðist smitast greiðar við náið samneyti en eldri afbrigði. Veirusýkingin er yfirleitt væg en getur þó dregið sjúklinga til dauða. Faraldur sem blossaði upp í Afríku hefur dreift úr sér og greindist tilfelli í Svíþjóð í síðustu viku. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) lýsti yfir neyðarástandið vegna nýja afbrigðisins. Hans Kluge, yfirmaður WHO í Evrópu, reyndi að sefa áhyggjur þeirra sem óttast nýjan heimsfaraldur eftir kórónuveirufaraldurinn sem fór um heiminn fyrir fjórum árum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Um hundrað ný tifelli mpox greinist nú í Evrópu á mánuði. „Við getum og við verðum að taka á mpox saman,“ sagði Kluge sem lagði áherslu á að mpox-veiran væri ólík kórónuveirunni sem kostaði milljónir mannslífa. Spurning væri hvort heimsbyggðin brygðist við með því að ná tökum á mpox og útrýma veirunni á heimsvísu eða með óðagoti og vanrækslu. „Það hvernig við bregðumst við núna og á komandi árum verður mikilvæg prófraun fyrir Evrópu og heimsbyggðina,“ sagði Kluge við fréttafólk í dag. Mpox-veiran smitast við náið líkamlegt samneyti, þar á meðal við kynmök. Engar vísbendingar eru um að veiran smitist með lofti, ólíkt COVID-19. Apabóla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Apabóla geti komið til landsins en muni ekki verða útbreidd Guðrún Aspelund Sóttvarnarlæknir segir að nýtt afbrigði MPX-veirunnar, apabólu, sem greinst hefur í Svíþjóð gæti borist hingað til lands. Hún óttast ekki faraldur og heldur að veiran yrði ekki útbreidd hér á landi. 15. ágúst 2024 22:04 Apabóla greinist í Svíþjóð Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lýst yfir neyðarástandi vegna útbreiðslu apabólu. Sjúkdómurinn hefur breiðst hratt út í Afriku og fyrsta tilfellið þar fyrir utan greindist í dag í Svíþjóð. 15. ágúst 2024 20:05 Neyðarástandi lýst yfir vegna apabólu í hluta Afríku Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lýst yfir neyðarástandi í hluta Afríku vegna útbreiðslu apabólu, sem nú er kölluð M-bóla (e. Mpox). 15. ágúst 2024 06:58 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Áhyggjur hafa vaknað af nýju afbrigði mpox-veirunnar sem virðist smitast greiðar við náið samneyti en eldri afbrigði. Veirusýkingin er yfirleitt væg en getur þó dregið sjúklinga til dauða. Faraldur sem blossaði upp í Afríku hefur dreift úr sér og greindist tilfelli í Svíþjóð í síðustu viku. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) lýsti yfir neyðarástandið vegna nýja afbrigðisins. Hans Kluge, yfirmaður WHO í Evrópu, reyndi að sefa áhyggjur þeirra sem óttast nýjan heimsfaraldur eftir kórónuveirufaraldurinn sem fór um heiminn fyrir fjórum árum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Um hundrað ný tifelli mpox greinist nú í Evrópu á mánuði. „Við getum og við verðum að taka á mpox saman,“ sagði Kluge sem lagði áherslu á að mpox-veiran væri ólík kórónuveirunni sem kostaði milljónir mannslífa. Spurning væri hvort heimsbyggðin brygðist við með því að ná tökum á mpox og útrýma veirunni á heimsvísu eða með óðagoti og vanrækslu. „Það hvernig við bregðumst við núna og á komandi árum verður mikilvæg prófraun fyrir Evrópu og heimsbyggðina,“ sagði Kluge við fréttafólk í dag. Mpox-veiran smitast við náið líkamlegt samneyti, þar á meðal við kynmök. Engar vísbendingar eru um að veiran smitist með lofti, ólíkt COVID-19.
Apabóla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Apabóla geti komið til landsins en muni ekki verða útbreidd Guðrún Aspelund Sóttvarnarlæknir segir að nýtt afbrigði MPX-veirunnar, apabólu, sem greinst hefur í Svíþjóð gæti borist hingað til lands. Hún óttast ekki faraldur og heldur að veiran yrði ekki útbreidd hér á landi. 15. ágúst 2024 22:04 Apabóla greinist í Svíþjóð Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lýst yfir neyðarástandi vegna útbreiðslu apabólu. Sjúkdómurinn hefur breiðst hratt út í Afriku og fyrsta tilfellið þar fyrir utan greindist í dag í Svíþjóð. 15. ágúst 2024 20:05 Neyðarástandi lýst yfir vegna apabólu í hluta Afríku Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lýst yfir neyðarástandi í hluta Afríku vegna útbreiðslu apabólu, sem nú er kölluð M-bóla (e. Mpox). 15. ágúst 2024 06:58 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Apabóla geti komið til landsins en muni ekki verða útbreidd Guðrún Aspelund Sóttvarnarlæknir segir að nýtt afbrigði MPX-veirunnar, apabólu, sem greinst hefur í Svíþjóð gæti borist hingað til lands. Hún óttast ekki faraldur og heldur að veiran yrði ekki útbreidd hér á landi. 15. ágúst 2024 22:04
Apabóla greinist í Svíþjóð Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lýst yfir neyðarástandi vegna útbreiðslu apabólu. Sjúkdómurinn hefur breiðst hratt út í Afriku og fyrsta tilfellið þar fyrir utan greindist í dag í Svíþjóð. 15. ágúst 2024 20:05
Neyðarástandi lýst yfir vegna apabólu í hluta Afríku Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lýst yfir neyðarástandi í hluta Afríku vegna útbreiðslu apabólu, sem nú er kölluð M-bóla (e. Mpox). 15. ágúst 2024 06:58