Gúrkan hækkað um þúsund krónur Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 21. ágúst 2024 15:49 Hrefna Sætran finnur fyrir vinsældum gúrkunnar hjá áhrifavöldum eins og Sunnevu Einars í innkaupaverðinu á gúrku. Hrefna Rósa Sætran, matreiðslumeistari og veitingahúseigandi, segir vöruverð á gúrku hafa hækkað um þúsund krónur frá því í lok júní. Ástæðuna telur hún augljóslega mega rekja til óvæntra vinsælda gúrkunnar í sannkallaðri gúrkutíð á samfélagsmiðlinum TikTok. „Ég var að fara yfir reikninga og er að panta frá þessum helstu græmetisbyrgjum og er mikið að pæla í verðinu og rak augun í þetta,“ segir Hrefna sem rekur veitingahúsin Fiskmarkaðinn og Grillmarkaðinn, í samtali við Vísi. Uppskrift að gúrkusalati hefur notið mikilla vinsælda á samfélagsmiðlinum TikTok undanfarnar vikur og mánuði. Kassinn af gúrku hefur að sögn Hrefnu hækkað mest af öllum vörum, eða um þúsund krónur frá því í lok júni. „Mér finnst þetta fyrst og fremst fyndið. Markaðsverðið á grænmetinu er eftir framboði og eftirspurn og er því aldrei það sama. Ég á barn sem er að horfa á TikTok og hef séð þetta salat, í þessari rosalegu gúrkutíð,“ segir Hrefna og hlær. Aðspurð segist Hrefna hafa útbúið nokkrar útfærslur af gúrkusalatinu vinsæla og kveðst mikill aðdándi. „Ég borða mikið af gúrku og hef prófað nokkrar útgáfur af því.“ Samfélagsmiðlastjarnan Sunneva Einars er ein þeirra sem hefur tekið þátt í gúrkutíðinni. @sunnevaeinars eru fleirri á cucumber tok? 🥒 @Logan ♬ original sound - Sunneva Einars Gúrkusalatið sem er að gera allt vitlaust Helga Margrét Gunnarsdóttir, betur þekkt sem Helga Magga, næringarþjálfari og matarbloggari, deildi uppskrift af hinu geysivinsæla gúrkusalati með fylgjendum sínum á Instagram. Salatið hefur náð flugi á samfélagsmiðlinum TikTok undanfarið undir myllumerkinu cucumber salad eða gúrkusalat. Svo virðist vera sem netverjinn Logan Moffit hafi verið einna fyrstur til að birta myndband af salatgerðinni á TikTok ef marka má erlenda miðla. Logan er 23 ára og frá Kanada. @logagm Best way to eat an entire cucumber ♬ original sound - Logan Uppskrift Helgu Margrétar: 1 stk agúrka 1 msk sesamolía 2 msk soya sósa 1 msk chilli crunch 1 msk hnetusmjör Sesamfræ Smá hunang 1 stk hvílausrif Smá niðurskorinn vorlaukur Öllu blandað saman. Uppskriftir Salat Veitingastaðir Samfélagsmiðlar Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
„Ég var að fara yfir reikninga og er að panta frá þessum helstu græmetisbyrgjum og er mikið að pæla í verðinu og rak augun í þetta,“ segir Hrefna sem rekur veitingahúsin Fiskmarkaðinn og Grillmarkaðinn, í samtali við Vísi. Uppskrift að gúrkusalati hefur notið mikilla vinsælda á samfélagsmiðlinum TikTok undanfarnar vikur og mánuði. Kassinn af gúrku hefur að sögn Hrefnu hækkað mest af öllum vörum, eða um þúsund krónur frá því í lok júni. „Mér finnst þetta fyrst og fremst fyndið. Markaðsverðið á grænmetinu er eftir framboði og eftirspurn og er því aldrei það sama. Ég á barn sem er að horfa á TikTok og hef séð þetta salat, í þessari rosalegu gúrkutíð,“ segir Hrefna og hlær. Aðspurð segist Hrefna hafa útbúið nokkrar útfærslur af gúrkusalatinu vinsæla og kveðst mikill aðdándi. „Ég borða mikið af gúrku og hef prófað nokkrar útgáfur af því.“ Samfélagsmiðlastjarnan Sunneva Einars er ein þeirra sem hefur tekið þátt í gúrkutíðinni. @sunnevaeinars eru fleirri á cucumber tok? 🥒 @Logan ♬ original sound - Sunneva Einars Gúrkusalatið sem er að gera allt vitlaust Helga Margrét Gunnarsdóttir, betur þekkt sem Helga Magga, næringarþjálfari og matarbloggari, deildi uppskrift af hinu geysivinsæla gúrkusalati með fylgjendum sínum á Instagram. Salatið hefur náð flugi á samfélagsmiðlinum TikTok undanfarið undir myllumerkinu cucumber salad eða gúrkusalat. Svo virðist vera sem netverjinn Logan Moffit hafi verið einna fyrstur til að birta myndband af salatgerðinni á TikTok ef marka má erlenda miðla. Logan er 23 ára og frá Kanada. @logagm Best way to eat an entire cucumber ♬ original sound - Logan Uppskrift Helgu Margrétar: 1 stk agúrka 1 msk sesamolía 2 msk soya sósa 1 msk chilli crunch 1 msk hnetusmjör Sesamfræ Smá hunang 1 stk hvílausrif Smá niðurskorinn vorlaukur Öllu blandað saman.
Uppskriftir Salat Veitingastaðir Samfélagsmiðlar Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira