„Samfélagið á Austurlandi er í sameiningu að takast á við mikið áfall, og vinna úr því,“ segir í tilkynningu frá Fjarðabyggð á samfélagsmiðlum.
Prestar hafa boðið upp á samtöl við þá sem eiga um sárt að binda í kirkjum Fjarðabyggðar í dag og munu einnig gera það á morgun. Að áfallaviðbraðginu koma einnig fagaðilar á vegum Heilbrigðisstofnunar Austurlands og Rauða krossins.
Fjarðabyggð bendir á að hægt sé að fá samband við geðheilbrigðisteymi, presta og félagsþjónustu.
„Þá er einnig hægt að fá samband við geðheilbrigðisteymi HSA með því að senda póst á netfangið afallahjalp@hsa.is, hafa samband við presta í gegnum netfangið afallahjalp@kirkjan.is eða hafa samband við félagsþjónustu Fjarðabyggðar í síma 470 9000 eða með því að senda póst á netfangið fjardabyggd@fjardabyggd.is,“ segir í tilkynningunni.