Jökull leikur sjálfan sig í Glæstum vonum: „Þetta er kannski meira í gríni gert“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 22. ágúst 2024 13:17 Jökull ásamt leikkonunum Katherine Kelly Lang og Ashley Jones á setti í Los Angeles 19. ágúst síðastliðinn. Howard Wise / JPI Studios, Inc. Jökull Júlíusson söngvari hljómsveitarinnar Kaleo segir það hafi verið skemmtilegt ævintýri að leika sjálfan sig í sápuóperunni Glæstum vonum. Hann fékk boð um hlutverkið í þáttunum eftir að hafa komið fram í veislu hjá Andrea Bocelli. Þátturinn sem Jökull kemur fram í verður sýndur á bandarísku sjónvarpsstöðinni CBS þann 27. september næstkomandi. Þar mun hann flytja eitt af frægustu lögum sveitarinnar í þættinum, Way Down We Go. „Þetta er hálffyndið allt saman. Ég var að spila fyrir sirka mánuði síðan á Ítalíu hjá Andrea Bocelli. Hann hefur held ég verið í þessum þáttum sjálfur og var búinn að bjóða öllu þessu liði og ég sat við borð þarna og var að flytja nokkur lög. Þetta var einhver svona fyndin hugmynd sem mér fannst ansi skondin á þeim tíma. Svo einhvern veginn vatt þetta upp á sig og ég er farinn að lesa einhverjar línur og leggja þetta á minnið og leika í einhverjum þáttum. Þetta er kannski meira í gríni gert,“ segir Jökull í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Jökull gerir létt grín að hlutverki sínu í þáttunum og kveðst ekki stefna að leggja leikaraferilinn fyrir sig. „Þetta var nú bara hálf sakleysislegt og svo flutti ég eitt lag. Ég var sem sagt bara að leika sjálfan mig. Ég er enginn leikari og er ekki að stefna að því að vera neinn leikari. Þetta var bara fróðlegt að vera á setti. Þetta eru kannski ekki vönduðustu þættir sem fyrirfinnast en þetta er bara skemmtilegt ævintýri,“ segir Jökull. Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Í faðmi leikara Glæstra vona Jökull tók sig vel út á setti í Los Angeles með leikurum einnar frægustu sápuóperu veraldar Bold and the Beautiful, eða Glæstum vonum 19. ágúst síðastliðinn. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá tökustað þáttanna í CBS Television City í Los Angeles 19. ágúst síðastliðinn: Jökull, Thorsten Kaye, Katherine Kelly Lang, Lawrence Saint Victor, Ashley Jones, Jacqueline MacInnes Wood, Annika Noelle, Tanner Novlan, Joshua Hoffman, Delon De Metz og John McCook á setti CBS Television City í 19. ágúst síðastliðinn.Howard Wise / JPI Studios, Inc. Jökull tekur lagið á setti.Howard Wise / JPI Studios, Inc. Jökull, Katherine Kelly Lang, Ashley Jones og Casey Kasprzyk.Howard Wise / JPI Studios, Inc. Jökull og John McCook.Howard Wise / JPI Studios, Inc. Jökull og Annika Noelle.Howard Wise / JPI Studios, Inc. Jökull, Thorsten Kaye, Katherine Kelly Lang, John McCook og Ashley Jones.Howard Wise / JPI Studios, Inc. Jökull og Jacqueline MacInnes Wood.Howard Wise / JPI Studios, Inc. Jökull Júliusson og Annika Noelle.Howard Wise / JPI Studios, Inc. Howard Wise / JPI Studios, Inc. Fetar í fótspor Lil Nash og Usher Þættirnir eru heimsfrægir, gerast í Los Angeles og hverfast að mestu um Forrester fjölskylduna. Sú rekur eitt frægasta tískuhús í heimi í þáttunum góðu þar sem Ridge Forrester, Brooke og Taylor Forrester hafa oftar en ekki verið í stærstu hlutverkunum. Þættirnir eru Íslendingum góðkunnir enda verið sýndir á Stöð 2 um árabil. Íslendingar erlendis Tónlist Bíó og sjónvarp Kaleo Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira
Þátturinn sem Jökull kemur fram í verður sýndur á bandarísku sjónvarpsstöðinni CBS þann 27. september næstkomandi. Þar mun hann flytja eitt af frægustu lögum sveitarinnar í þættinum, Way Down We Go. „Þetta er hálffyndið allt saman. Ég var að spila fyrir sirka mánuði síðan á Ítalíu hjá Andrea Bocelli. Hann hefur held ég verið í þessum þáttum sjálfur og var búinn að bjóða öllu þessu liði og ég sat við borð þarna og var að flytja nokkur lög. Þetta var einhver svona fyndin hugmynd sem mér fannst ansi skondin á þeim tíma. Svo einhvern veginn vatt þetta upp á sig og ég er farinn að lesa einhverjar línur og leggja þetta á minnið og leika í einhverjum þáttum. Þetta er kannski meira í gríni gert,“ segir Jökull í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Jökull gerir létt grín að hlutverki sínu í þáttunum og kveðst ekki stefna að leggja leikaraferilinn fyrir sig. „Þetta var nú bara hálf sakleysislegt og svo flutti ég eitt lag. Ég var sem sagt bara að leika sjálfan mig. Ég er enginn leikari og er ekki að stefna að því að vera neinn leikari. Þetta var bara fróðlegt að vera á setti. Þetta eru kannski ekki vönduðustu þættir sem fyrirfinnast en þetta er bara skemmtilegt ævintýri,“ segir Jökull. Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Í faðmi leikara Glæstra vona Jökull tók sig vel út á setti í Los Angeles með leikurum einnar frægustu sápuóperu veraldar Bold and the Beautiful, eða Glæstum vonum 19. ágúst síðastliðinn. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá tökustað þáttanna í CBS Television City í Los Angeles 19. ágúst síðastliðinn: Jökull, Thorsten Kaye, Katherine Kelly Lang, Lawrence Saint Victor, Ashley Jones, Jacqueline MacInnes Wood, Annika Noelle, Tanner Novlan, Joshua Hoffman, Delon De Metz og John McCook á setti CBS Television City í 19. ágúst síðastliðinn.Howard Wise / JPI Studios, Inc. Jökull tekur lagið á setti.Howard Wise / JPI Studios, Inc. Jökull, Katherine Kelly Lang, Ashley Jones og Casey Kasprzyk.Howard Wise / JPI Studios, Inc. Jökull og John McCook.Howard Wise / JPI Studios, Inc. Jökull og Annika Noelle.Howard Wise / JPI Studios, Inc. Jökull, Thorsten Kaye, Katherine Kelly Lang, John McCook og Ashley Jones.Howard Wise / JPI Studios, Inc. Jökull og Jacqueline MacInnes Wood.Howard Wise / JPI Studios, Inc. Jökull Júliusson og Annika Noelle.Howard Wise / JPI Studios, Inc. Howard Wise / JPI Studios, Inc. Fetar í fótspor Lil Nash og Usher Þættirnir eru heimsfrægir, gerast í Los Angeles og hverfast að mestu um Forrester fjölskylduna. Sú rekur eitt frægasta tískuhús í heimi í þáttunum góðu þar sem Ridge Forrester, Brooke og Taylor Forrester hafa oftar en ekki verið í stærstu hlutverkunum. Þættirnir eru Íslendingum góðkunnir enda verið sýndir á Stöð 2 um árabil.
Íslendingar erlendis Tónlist Bíó og sjónvarp Kaleo Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira