Prís hrærir í pottinum: „Ekkert of langt gengið að kalla þetta verðstríð“ Eiður Þór Árnason skrifar 22. ágúst 2024 17:09 Benjamín Julian, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ. Vísir/Arnar Lágvöruverðsverslunin Prís hefur hrist upp í markaðnum og mælist oftast með lægra vöruverð en Bónus. Af um 280 vörum sem Verðlagseftirlit ASÍ skoðaði í dag voru um 200 ódýrari í Prís. Verkefnastjóri segir víxlverkandi verðlækkanir hafa sést eftir að Prís opnaði um síðustu helgi með það yfirlýsta markmið að vera ódýrasta verslunin á markaði. Þá hafi Krónan einnig brugðist við með því að lækka verð sín. Hefðu mátt lækka fyrr „Bónus hefur greinilega haft pláss til þess að lækka hjá sér. Það er gleðilegt að þeir séu að því en það hefði mátt gerast fyrr. Það er gaman að sjá að það er kapp hlaupið í dagvörumarkaðinn, tími til kominn,“ segir Benjamín Julian, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ. Verðkönnun dagsins sýni að sjötta hver vara sé á tíu prósenta lægra verði í Prís samanborið við Bónus og meira en þriðjungur sé með yfir fimm prósenta verðmun. Á sama tíma sé verð í Krónunni einni krónu hærra en í Bónus í þremur af hverjum fjórum tilfellum. „Það er eins og það sé búið að hræra í pottinum. Það er loksins einhver hreyfing. Það er ekkert of langt gengið að kalla þetta verðstríð en í mörgum tilfellum er verið að keppast bara um að vera krónu undir, þannig að það er alveg svolítið um það. Það er kannski þar sem hreyfingin er tíðust,“ segir Benjamín. Mikill munur á sumum vörum Mun meiri munur er á vissum vörum í Prís og Bónus og nefnir Benjamín til dæmis Myllu Heimilisbrauð og Lífskornabrauð, lifrarpylsu í sneiðum og Kúlusúkk. Samkvæmt nýjustu skráningum í gagnagrunni verðlagseftirlitsins kostar heilt Myllu Heimilisbrauð 299 krónur í Prís en 569 krónur í Bónus. SS soðin lifrarpylsa 160 grömm kostar 265 í Prís en 329 í Bónus og Sambó Kúlusúkk 449 krónur í Prís og 549 krónur í Bónus. Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóra Prís. Prís er fyrsti nýi aðilinn á lágvöruverðsmarkað í meira en tvo áratugi.Aðsend Benjamín segir að verðhreyfingin sé kvik og verslanir bregðist oft við samdægurs. „Kappið er enn þá í gangi það eru tíðindin. Í einhverjum tilfellum er verið að keppa krónu fyrir krónu og í einhverjum tilfellum tugi króna í einu og það er alveg alvöru lækkun að eiga sér stað á einhverjum vörum.“ Verðlagseftirlit ASÍ muni fylgjast náið með þróuninni næstu daga og vikur. „Hvort ástandið haldist, hvort það komi eitthvað nýtt jafnvægi, hvort Prís muni halda sér sem ódýrasta verslunin eða hvort Bónus nái að vinna aftur á.“ Verslun Neytendur Hagar Verðlag Tengdar fréttir Verðlag á matvöru lækkar í fyrsta sinn frá því í mars Verðlag á matvöru hefur lækkað, samkvæmt greiningu verðlagseftirlits ASÍ, í fyrsta sinn frá því að nýir kjarasamningar voru undirritaðir í mars. Þróunin var komin vel á leið fyrir opnun lágvöruverslunarinnar Prís um helgina. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá verðlagseftirliti ASÍ. 20. ágúst 2024 14:28 Reiknar með því að Bónus sjái Prís sem áskorun Fjöldi fólks lagði leið sína í nýja lágvöruverslun sem opnaði í Kópavogi í dag. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir að grannt verði fylgst með Prís, og vonar að aðrar líti á verð hennar sem áskorun. 17. ágúst 2024 19:22 Lágvöruverðsverslunin Prís opnar í dag Prís, ný lágvöruverðsverslun, opnaði í dag á Smáratorgi 3 í turninum. Prís er fyrsti nýi aðilinn til að koma inn á lágvöruverðsmarkað í 24 ár. 17. ágúst 2024 11:48 Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Sjá meira
Verkefnastjóri segir víxlverkandi verðlækkanir hafa sést eftir að Prís opnaði um síðustu helgi með það yfirlýsta markmið að vera ódýrasta verslunin á markaði. Þá hafi Krónan einnig brugðist við með því að lækka verð sín. Hefðu mátt lækka fyrr „Bónus hefur greinilega haft pláss til þess að lækka hjá sér. Það er gleðilegt að þeir séu að því en það hefði mátt gerast fyrr. Það er gaman að sjá að það er kapp hlaupið í dagvörumarkaðinn, tími til kominn,“ segir Benjamín Julian, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ. Verðkönnun dagsins sýni að sjötta hver vara sé á tíu prósenta lægra verði í Prís samanborið við Bónus og meira en þriðjungur sé með yfir fimm prósenta verðmun. Á sama tíma sé verð í Krónunni einni krónu hærra en í Bónus í þremur af hverjum fjórum tilfellum. „Það er eins og það sé búið að hræra í pottinum. Það er loksins einhver hreyfing. Það er ekkert of langt gengið að kalla þetta verðstríð en í mörgum tilfellum er verið að keppast bara um að vera krónu undir, þannig að það er alveg svolítið um það. Það er kannski þar sem hreyfingin er tíðust,“ segir Benjamín. Mikill munur á sumum vörum Mun meiri munur er á vissum vörum í Prís og Bónus og nefnir Benjamín til dæmis Myllu Heimilisbrauð og Lífskornabrauð, lifrarpylsu í sneiðum og Kúlusúkk. Samkvæmt nýjustu skráningum í gagnagrunni verðlagseftirlitsins kostar heilt Myllu Heimilisbrauð 299 krónur í Prís en 569 krónur í Bónus. SS soðin lifrarpylsa 160 grömm kostar 265 í Prís en 329 í Bónus og Sambó Kúlusúkk 449 krónur í Prís og 549 krónur í Bónus. Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóra Prís. Prís er fyrsti nýi aðilinn á lágvöruverðsmarkað í meira en tvo áratugi.Aðsend Benjamín segir að verðhreyfingin sé kvik og verslanir bregðist oft við samdægurs. „Kappið er enn þá í gangi það eru tíðindin. Í einhverjum tilfellum er verið að keppa krónu fyrir krónu og í einhverjum tilfellum tugi króna í einu og það er alveg alvöru lækkun að eiga sér stað á einhverjum vörum.“ Verðlagseftirlit ASÍ muni fylgjast náið með þróuninni næstu daga og vikur. „Hvort ástandið haldist, hvort það komi eitthvað nýtt jafnvægi, hvort Prís muni halda sér sem ódýrasta verslunin eða hvort Bónus nái að vinna aftur á.“
Verslun Neytendur Hagar Verðlag Tengdar fréttir Verðlag á matvöru lækkar í fyrsta sinn frá því í mars Verðlag á matvöru hefur lækkað, samkvæmt greiningu verðlagseftirlits ASÍ, í fyrsta sinn frá því að nýir kjarasamningar voru undirritaðir í mars. Þróunin var komin vel á leið fyrir opnun lágvöruverslunarinnar Prís um helgina. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá verðlagseftirliti ASÍ. 20. ágúst 2024 14:28 Reiknar með því að Bónus sjái Prís sem áskorun Fjöldi fólks lagði leið sína í nýja lágvöruverslun sem opnaði í Kópavogi í dag. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir að grannt verði fylgst með Prís, og vonar að aðrar líti á verð hennar sem áskorun. 17. ágúst 2024 19:22 Lágvöruverðsverslunin Prís opnar í dag Prís, ný lágvöruverðsverslun, opnaði í dag á Smáratorgi 3 í turninum. Prís er fyrsti nýi aðilinn til að koma inn á lágvöruverðsmarkað í 24 ár. 17. ágúst 2024 11:48 Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Sjá meira
Verðlag á matvöru lækkar í fyrsta sinn frá því í mars Verðlag á matvöru hefur lækkað, samkvæmt greiningu verðlagseftirlits ASÍ, í fyrsta sinn frá því að nýir kjarasamningar voru undirritaðir í mars. Þróunin var komin vel á leið fyrir opnun lágvöruverslunarinnar Prís um helgina. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá verðlagseftirliti ASÍ. 20. ágúst 2024 14:28
Reiknar með því að Bónus sjái Prís sem áskorun Fjöldi fólks lagði leið sína í nýja lágvöruverslun sem opnaði í Kópavogi í dag. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir að grannt verði fylgst með Prís, og vonar að aðrar líti á verð hennar sem áskorun. 17. ágúst 2024 19:22
Lágvöruverðsverslunin Prís opnar í dag Prís, ný lágvöruverðsverslun, opnaði í dag á Smáratorgi 3 í turninum. Prís er fyrsti nýi aðilinn til að koma inn á lágvöruverðsmarkað í 24 ár. 17. ágúst 2024 11:48