Vaktin: Eldgos hafið Lovísa Arnardóttir, Eiður Þór Árnason og Kjartan Kjartansson skrifa 22. ágúst 2024 21:13 Ljósmynd tekin úr þyrlu Landhelgisgæslunnar í nótt. Almannavarnir Eldgos hófst á Sundhnúksgígaröðinni klukkan 21:26 fimmtudaginn 22. ágúst eftir að öflug jarðskjálftahrina byrjaði klukkan 20:48. Stuttu eftir að fyrstu merki sáust um kvikuhlaup eða eldgos hófst rýming í Grindavík, Svartsengi og við Bláa lónið. Rýmingu var lokið um 40 mínútum síðar. Hraunflæðið náði síðar jafnvægi. Sýndu niðurstöður úr fyrsta vísindafluginu yfir gosið að hraunflæði væri um 1.200 til 1.500 rúmmetrar á sekúndu og gossprungan tæpir fjórir kílómetrar að lengd. „Ég held að þetta sé bara svipaður hraði og við höfum verið að sjá í byrjunarfasa á þessum gosum. Þetta ætti svosem ekkert að koma okkur á óvart,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnarsviðs hjá ríkislögreglustjóra. Líkur eru taldar á því að hraun nái að Grindavíkurvegi en hraun rennur ekki í átt að Grindavík. Engar truflanir hafa verið á starfsemi orkuversins í Svartsengi. Eftir klukkan eitt kom í ljós að ný sprunga hafði opnast fyrir norðan nyrsta endann á sprungunni þar sem gosið hófst og var sú nýja um það bil einn kílómetri að lengd. Enn sem komið er virtist vera lítil virkni á nýju sprungunni. Skjálftavirkni hefur verið áframhaldandi í alla nótt og aflögun í gangi. Mældist skjálfti að stærð 4,1 norður af Stóra-Skógfelli um klukkan 22:37. Skjálftinn er sá stærsti sem hefur mælst frá því í desember. Varað er við mikilli gasmengun nærri gosinu. Öll nýjustu tíðindi má sjá í vaktinni hér að neðan. Endurhlaðið síðunni ef vaktin birtist ekki strax. Fréttin hefur verið uppfærð.
Hraunflæðið náði síðar jafnvægi. Sýndu niðurstöður úr fyrsta vísindafluginu yfir gosið að hraunflæði væri um 1.200 til 1.500 rúmmetrar á sekúndu og gossprungan tæpir fjórir kílómetrar að lengd. „Ég held að þetta sé bara svipaður hraði og við höfum verið að sjá í byrjunarfasa á þessum gosum. Þetta ætti svosem ekkert að koma okkur á óvart,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnarsviðs hjá ríkislögreglustjóra. Líkur eru taldar á því að hraun nái að Grindavíkurvegi en hraun rennur ekki í átt að Grindavík. Engar truflanir hafa verið á starfsemi orkuversins í Svartsengi. Eftir klukkan eitt kom í ljós að ný sprunga hafði opnast fyrir norðan nyrsta endann á sprungunni þar sem gosið hófst og var sú nýja um það bil einn kílómetri að lengd. Enn sem komið er virtist vera lítil virkni á nýju sprungunni. Skjálftavirkni hefur verið áframhaldandi í alla nótt og aflögun í gangi. Mældist skjálfti að stærð 4,1 norður af Stóra-Skógfelli um klukkan 22:37. Skjálftinn er sá stærsti sem hefur mælst frá því í desember. Varað er við mikilli gasmengun nærri gosinu. Öll nýjustu tíðindi má sjá í vaktinni hér að neðan. Endurhlaðið síðunni ef vaktin birtist ekki strax. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Almannavarnir Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Sjá meira