Uppgjörið og viðtöl: Fylkir - Þór/KA 2-2 | Jafnt í Árbænum Andri Már Eggertsson skrifar 25. ágúst 2024 16:34 Breiðablik - Þór / KA besta deild kvenna Sumar 2024 vísir/Diego Fylkir og Þór/KA gerðu 2-2 jafntefli. Helga Guðrún Kristinsdóttir sá um mörkin hjá Fylki á meðan markahrókurinn Sandra María Jessen gerði bæði mörk gestanna. Langmarkahæsti leikmaður Bestu deildar kvenna sýndi mikil gæði á vinstri kantinum þar sem hún lék á varnarmann Fylkis og renndi boltanum snyrtilega í markið úr þröngri stöðu og kom Þór/KA yfir á 9. mínútu. Tæplega tveimur mínútum síðar jöfnuðu heimakonur. Abigail Patricia Boyan átti skalla í átt að marki og Helga Guðrún Kristinsdóttir gerði vel í að skalla boltann yfir Shelby í marki Þór/KA og skoraði. Undir lok fyrri hálfleiks skoraði Helga Guðrún sitt annað mark. Það kom langur bolti inn á teig þar sem Abigail vann skallaeinvígi og boltinn datt beint fyrir Helgu sem komst ein í gegn og skoraði. Staðan í hálfleik var 2-1. Gestirnir jöfnuðu leikinn á 53. mínútu. Bryndís Eiríksdóttir átti frábæra sendingu inn í teig á Söndru sem gerði vel í að taka við boltanum og skoraði síðan með vinstri fæti. Þetta var tuttugasta mark Söndru á tímabilinu. Fleiri urðu mörkin ekki og leikurinn endaði með 2-2 jafntefli. Atvik leiksins Annað mark Söndru Maríu Jessen var atvik leiksins þar sem þetta var hennar tuttugasta mark á tímabilinu í átján leikjum. Magnað afrek og hún er langmarkahæst í Bestu deildinni. Stjörnur og skúrkar Helga Guðrún Kristinsdóttir og Abigail Patricia Boyan voru að tengja virkilega vel saman í sóknarleik Fylkis. Helga Guðrún skoraði tvö lagleg mörk og Abigail átti stoðsendingu í báðum mörkunum. Sandra María Jessen var potturinn og pannan í sóknarleik Þórs/KA. Sandra María skoraði tvö mörk og fékk færi til þess að gera fleiri. Það var hægt að setja spurningarmerki við Tinnu Brá Magnúsdóttur, markmann Fylkis, í fyrra marki Þórs/KA. Sandra var í þröngu færi en tókst að skora þrátt fyrir að það hafi ekki verið mikill kraftur í skotinu. Dómarinn Dómari dagsins var Þórður Þorsteinn Þórðarson. Hann gerði vel í að leyfa leiknum að fljóta og var ekki að blása í flautuna að óþörfu. Stemning og umgjörð Það er fótboltahátíð í Árbænum þar sem bæði karla og kvennalið Fylkis eru að spila á Fylkisvellinum. Hátíðin byrjaði klukkan 13:00 þar sem skellt var í pulsuveislu og andlitsmálun. Ofan á það fengu allir sem mættu í appelsínugulu frítt á völlinn í boði Olís og Meba. „Sandra er mögnuð“ Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KAVísir/Pawel Cieslikiewicz Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, var nokkuð brattur eftir 2-2 jafntefli gegn Fylki. „Ég held að leikmenn Fylkis séu svekktar eins og við að hafa ekki náð í sigur. Þetta var hörkuleikur og fjör,“ sagði Jóhann í viðtali eftir leik. Þór/KA komst yfir en Fylkir svaraði með tveimur mörkum og heimakonur voru yfir í hálfleik. Að mati Jóhanns breyttist þó lítið. „Það breyttist ekki neitt þarna á milli. Þær eru að berjast fyrir lífi sínu og geta meitt hvaða lið sem er. Það gekk ekki hjá þeim í síðustu umferð á móti Val en gekk núna gegn okkur.“ „Það hefur verið að bíta okkur í rassinn að við höfum verið að gefa mörk upp úr engu og það gerðist núna.“ Jóhann var ánægður með síðari hálfleik liðsins og að hans mati gerði liðið nóg til þess að skora meira en eitt mark. „Mér fannst það og mér hefur fundist við hafa gert nóg í síðustu leikjum til þess að vinna en þetta hefur ekki dottið með okkur og stundum er það þannig.“ Sandra María Jessen skoraði sitt tuttugasta mark og Jóhann fór fögrum orðum um hana. „Það er ómetanlegt að hafa hana. Hún er besti leikmaðurinn í þessu móti og við erum heppin að hún er með okkur og hún er í góðu umhverfi og það er verið að leggja upp á hana. Sandra er mögnuð og þetta er svakalegt,“ sagði Jóhann að lokum. Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Fylkir
Fylkir og Þór/KA gerðu 2-2 jafntefli. Helga Guðrún Kristinsdóttir sá um mörkin hjá Fylki á meðan markahrókurinn Sandra María Jessen gerði bæði mörk gestanna. Langmarkahæsti leikmaður Bestu deildar kvenna sýndi mikil gæði á vinstri kantinum þar sem hún lék á varnarmann Fylkis og renndi boltanum snyrtilega í markið úr þröngri stöðu og kom Þór/KA yfir á 9. mínútu. Tæplega tveimur mínútum síðar jöfnuðu heimakonur. Abigail Patricia Boyan átti skalla í átt að marki og Helga Guðrún Kristinsdóttir gerði vel í að skalla boltann yfir Shelby í marki Þór/KA og skoraði. Undir lok fyrri hálfleiks skoraði Helga Guðrún sitt annað mark. Það kom langur bolti inn á teig þar sem Abigail vann skallaeinvígi og boltinn datt beint fyrir Helgu sem komst ein í gegn og skoraði. Staðan í hálfleik var 2-1. Gestirnir jöfnuðu leikinn á 53. mínútu. Bryndís Eiríksdóttir átti frábæra sendingu inn í teig á Söndru sem gerði vel í að taka við boltanum og skoraði síðan með vinstri fæti. Þetta var tuttugasta mark Söndru á tímabilinu. Fleiri urðu mörkin ekki og leikurinn endaði með 2-2 jafntefli. Atvik leiksins Annað mark Söndru Maríu Jessen var atvik leiksins þar sem þetta var hennar tuttugasta mark á tímabilinu í átján leikjum. Magnað afrek og hún er langmarkahæst í Bestu deildinni. Stjörnur og skúrkar Helga Guðrún Kristinsdóttir og Abigail Patricia Boyan voru að tengja virkilega vel saman í sóknarleik Fylkis. Helga Guðrún skoraði tvö lagleg mörk og Abigail átti stoðsendingu í báðum mörkunum. Sandra María Jessen var potturinn og pannan í sóknarleik Þórs/KA. Sandra María skoraði tvö mörk og fékk færi til þess að gera fleiri. Það var hægt að setja spurningarmerki við Tinnu Brá Magnúsdóttur, markmann Fylkis, í fyrra marki Þórs/KA. Sandra var í þröngu færi en tókst að skora þrátt fyrir að það hafi ekki verið mikill kraftur í skotinu. Dómarinn Dómari dagsins var Þórður Þorsteinn Þórðarson. Hann gerði vel í að leyfa leiknum að fljóta og var ekki að blása í flautuna að óþörfu. Stemning og umgjörð Það er fótboltahátíð í Árbænum þar sem bæði karla og kvennalið Fylkis eru að spila á Fylkisvellinum. Hátíðin byrjaði klukkan 13:00 þar sem skellt var í pulsuveislu og andlitsmálun. Ofan á það fengu allir sem mættu í appelsínugulu frítt á völlinn í boði Olís og Meba. „Sandra er mögnuð“ Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KAVísir/Pawel Cieslikiewicz Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, var nokkuð brattur eftir 2-2 jafntefli gegn Fylki. „Ég held að leikmenn Fylkis séu svekktar eins og við að hafa ekki náð í sigur. Þetta var hörkuleikur og fjör,“ sagði Jóhann í viðtali eftir leik. Þór/KA komst yfir en Fylkir svaraði með tveimur mörkum og heimakonur voru yfir í hálfleik. Að mati Jóhanns breyttist þó lítið. „Það breyttist ekki neitt þarna á milli. Þær eru að berjast fyrir lífi sínu og geta meitt hvaða lið sem er. Það gekk ekki hjá þeim í síðustu umferð á móti Val en gekk núna gegn okkur.“ „Það hefur verið að bíta okkur í rassinn að við höfum verið að gefa mörk upp úr engu og það gerðist núna.“ Jóhann var ánægður með síðari hálfleik liðsins og að hans mati gerði liðið nóg til þess að skora meira en eitt mark. „Mér fannst það og mér hefur fundist við hafa gert nóg í síðustu leikjum til þess að vinna en þetta hefur ekki dottið með okkur og stundum er það þannig.“ Sandra María Jessen skoraði sitt tuttugasta mark og Jóhann fór fögrum orðum um hana. „Það er ómetanlegt að hafa hana. Hún er besti leikmaðurinn í þessu móti og við erum heppin að hún er með okkur og hún er í góðu umhverfi og það er verið að leggja upp á hana. Sandra er mögnuð og þetta er svakalegt,“ sagði Jóhann að lokum.