Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir manninn hafa verið á vappi út frá Reykjanesbrautinni. Útkall hafi borist lögreglu þegar klukkan var gengin um tuttugu mínútur í eitt í nótt.
„Fólk sér þetta nú frá veginum,“ segir Úlfar.

Ekki hafi verið um stóra sprungu að ræða, en maðurinn líklega fótbrotinn eftir ósköpin.
Úlfar segir gossvæðið ekki aðgengilegt og að fólk skuli ekki hætta sér að svæðinu.
„Það eru alltaf einhverjir sem vilja nálgast þessa staði en þetta hefur ekki verið stórt vandamál hingað til hjá okkur.“