Íslenski boltinn

Björn Daníel kórónaði frá­bæran leikdag með marki í uppbótartíma

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Björn Daníel skoraði jöfnunarmark FH gegn Val á sjöundu mínútu uppbótartíma. Myndin er úr leik liðanna á síðasta tímabili.
Björn Daníel skoraði jöfnunarmark FH gegn Val á sjöundu mínútu uppbótartíma. Myndin er úr leik liðanna á síðasta tímabili. vísir / diego

Leikdagurinn er nýr þáttur þar sem skyggnst er bakvið tjöldin og séð hvernig dagur í lífi leikmanna í Bestu deildinni lítur út á leikdegi. Í fjórða þætti fáum við að fylgjast með Birni Daníel Sverrissyni leikmanni FH undirbúa sig fyrir stórleik FH og Vals sem fram fór síðasta mánudag.

Við fáum að sjá aðragandann að einum besta leik sumarsins frá sjónarhóli Björns Daníels en hann var í stóru hlutverki þegar hann jafnaði einmitt leikinn djúpt inn í uppbótartíma. 

Áhorfendur fá einnig að heyra frá tíma Björns í atvinnumennsku, fara golfhring með Aroni Pálmarssyni og þá bregður einn af dáðustu sonum Hafnafjarðar einnig fyrir þegar að Björn hitti Friðrik Dór óvænt á leikskóla í bænum. 

Klippa: Leikdagurinn: Björn Daníel Sverrisson

Sjón er sögu ríkari og þáttinn í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Eldri þætti má finna hér fyrir neðan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×