Óvíst hvernig skólahópurinn smitaðist Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. ágúst 2024 17:18 Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir erfitt að segja til um hvernig hópur skólabarna smitaðist af magakveisu í Emstrum í nótt. Einkenni þeirra benda til að um nóróveiru sé að ræða. Vísir/Arnar Allt bendir til að upp hafi komið nóróveirusmit í Emstruskála, Básum og í Þórsmörk þar sem hátt í fimmtíu börn og sjö fullorðnir veiktust í nótt. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir óljóst hvernig smitið kom upp. Hún segir engan hafa veikst alvarlega og ekki sé vitað hvernig fólkið smitaðist. Fyrstu veikinda varð vart meðal barna á skólaferðalagi í Emstrum í gærkvöldi og í morgun höfðu tugir bæst í hópinn. Björgunarsveitir voru kallaðar út til að aðstoða hópinn á Hvolsvöll í morgun og var málið í kjölfarið tilkynnt til heilbrigðiseftirlits og sóttvarnalæknis og sóttvarnabúnaður fluttur í skálana. „Þetta virðist vera [nóróveiran] miðað við einkennin og birtingarmyndina. Þetta eru tveir hópar og það virðist vera sem helmingur af hvorum hópi hafi verið kominn með einkenni þegar við heyrðum af þessu. En enginn með alvarleg veikindi sem betur fer,“ segir Guðrún. Sum bara með uppköst Hún segir ekki liggja fyrir hvernig hóparnir smituðust. „Og það er ekkert víst að maður komist að því. Ef þetta er til dæmis nóróveiran þá er hún mjög smitandi, smitast á milli fólks. Svo getur hún líka verið á yfirborði: Hurðarhúnum, borðplötum, hlutum, jafnvel rúmfötum. Þannig að það er oft erfitt að finna út úr því,“ segir Guðrún. „Auðvitað getur það líka tengst mat en það er alls ekki alltaf þannig og það er oft mjög erfitt að finna upprunann. Fólk hefur oft auðvitað verið á mörgum stöðum. Þó þetta hafi verið tengt þessum skálum og einkennin hafi byrjað þar þá er ekki endilega víst að smitin hafi orðið þar og alls ekki. Það er til dæmis ólíklegt að það hafi verið þarna í síðasta skálanum því að einkennin byrjuðu það fljótt eftir komuna þangað.“ Hún segir næsta mál á dagskrá að ná sýnum til að greina hvað það er sem valdi veikindunum. „Það tekst ekki alltaf. Til dæmis eru mörg af þessum börnum með uppköst en ekki niðurgang. Þannig að þá fáum við ekki sýni. Það getur verið nóróveira eða eitthvað annað en þá er ekki hægt að taka sýni og gera rannsókn á því.“ Hlusta má á viðtalið við Guðrúnu í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðismál Rangárþing ytra Fjallamennska Tengdar fréttir Einkenni nóróveiru komin fram „Einkennin eru ansi grunsamleg fyrir nóróveiru, sem er mjög smitandi og getur valdið hópsýkingum.“ 23. ágúst 2024 13:45 Eftirlitið á kafi vegna fjölda smita Lögregla, sóttvarnarlæknir og heilbrigðiseftirlit róa nú öllum árum að því að rekja uppruna veikinda sem komu upp hjá stórum hópi ferðafólks í Emstrum og Básum í gærkvöldi og í morgun. 23. ágúst 2024 11:44 Fimmtán börn veik í gærkvöldi en fimmtíu í morgun Hátt í fimmtíu börn og sjö fullorðnir hafa notið aðstoðar björgunarsveita í nótt og í morgun eftir að hafa veikst í Emstruskála Ferðafélags Íslands, þar sem þau voru í skólaferðalagi. Fleiri tilkynningar hafa borist björgunarsveitum um veikindi á svæðinu frá því í morgun. 23. ágúst 2024 09:54 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Fleiri fréttir ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Sjá meira
Hún segir engan hafa veikst alvarlega og ekki sé vitað hvernig fólkið smitaðist. Fyrstu veikinda varð vart meðal barna á skólaferðalagi í Emstrum í gærkvöldi og í morgun höfðu tugir bæst í hópinn. Björgunarsveitir voru kallaðar út til að aðstoða hópinn á Hvolsvöll í morgun og var málið í kjölfarið tilkynnt til heilbrigðiseftirlits og sóttvarnalæknis og sóttvarnabúnaður fluttur í skálana. „Þetta virðist vera [nóróveiran] miðað við einkennin og birtingarmyndina. Þetta eru tveir hópar og það virðist vera sem helmingur af hvorum hópi hafi verið kominn með einkenni þegar við heyrðum af þessu. En enginn með alvarleg veikindi sem betur fer,“ segir Guðrún. Sum bara með uppköst Hún segir ekki liggja fyrir hvernig hóparnir smituðust. „Og það er ekkert víst að maður komist að því. Ef þetta er til dæmis nóróveiran þá er hún mjög smitandi, smitast á milli fólks. Svo getur hún líka verið á yfirborði: Hurðarhúnum, borðplötum, hlutum, jafnvel rúmfötum. Þannig að það er oft erfitt að finna út úr því,“ segir Guðrún. „Auðvitað getur það líka tengst mat en það er alls ekki alltaf þannig og það er oft mjög erfitt að finna upprunann. Fólk hefur oft auðvitað verið á mörgum stöðum. Þó þetta hafi verið tengt þessum skálum og einkennin hafi byrjað þar þá er ekki endilega víst að smitin hafi orðið þar og alls ekki. Það er til dæmis ólíklegt að það hafi verið þarna í síðasta skálanum því að einkennin byrjuðu það fljótt eftir komuna þangað.“ Hún segir næsta mál á dagskrá að ná sýnum til að greina hvað það er sem valdi veikindunum. „Það tekst ekki alltaf. Til dæmis eru mörg af þessum börnum með uppköst en ekki niðurgang. Þannig að þá fáum við ekki sýni. Það getur verið nóróveira eða eitthvað annað en þá er ekki hægt að taka sýni og gera rannsókn á því.“ Hlusta má á viðtalið við Guðrúnu í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðismál Rangárþing ytra Fjallamennska Tengdar fréttir Einkenni nóróveiru komin fram „Einkennin eru ansi grunsamleg fyrir nóróveiru, sem er mjög smitandi og getur valdið hópsýkingum.“ 23. ágúst 2024 13:45 Eftirlitið á kafi vegna fjölda smita Lögregla, sóttvarnarlæknir og heilbrigðiseftirlit róa nú öllum árum að því að rekja uppruna veikinda sem komu upp hjá stórum hópi ferðafólks í Emstrum og Básum í gærkvöldi og í morgun. 23. ágúst 2024 11:44 Fimmtán börn veik í gærkvöldi en fimmtíu í morgun Hátt í fimmtíu börn og sjö fullorðnir hafa notið aðstoðar björgunarsveita í nótt og í morgun eftir að hafa veikst í Emstruskála Ferðafélags Íslands, þar sem þau voru í skólaferðalagi. Fleiri tilkynningar hafa borist björgunarsveitum um veikindi á svæðinu frá því í morgun. 23. ágúst 2024 09:54 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Fleiri fréttir ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Sjá meira
Einkenni nóróveiru komin fram „Einkennin eru ansi grunsamleg fyrir nóróveiru, sem er mjög smitandi og getur valdið hópsýkingum.“ 23. ágúst 2024 13:45
Eftirlitið á kafi vegna fjölda smita Lögregla, sóttvarnarlæknir og heilbrigðiseftirlit róa nú öllum árum að því að rekja uppruna veikinda sem komu upp hjá stórum hópi ferðafólks í Emstrum og Básum í gærkvöldi og í morgun. 23. ágúst 2024 11:44
Fimmtán börn veik í gærkvöldi en fimmtíu í morgun Hátt í fimmtíu börn og sjö fullorðnir hafa notið aðstoðar björgunarsveita í nótt og í morgun eftir að hafa veikst í Emstruskála Ferðafélags Íslands, þar sem þau voru í skólaferðalagi. Fleiri tilkynningar hafa borist björgunarsveitum um veikindi á svæðinu frá því í morgun. 23. ágúst 2024 09:54