Skriður fallið við báða enda Strákaganga Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. ágúst 2024 12:08 Frá Siglufjarðarvegi við Strákagöng. Vegurinn er lokaður að Hrauni vegna grjóthruns. Myndin er úr safni. Stöð 2 Óvissustig er enn í gildi á Norðurlandi eystra vegna hættu á skriðuföllum og vatnavöxtum. Siglufjarðarvegur er lokaður vegna grjóthruns og hafa skriður fallið á veginn við báða enda Strákaganga. Töluvert hefur rignt á svæðinu undanfarna daga og í gærkvöld. Um miðja nótt dró úr ákefðinni þó rigning hafi verið stöðug. „En hins vegar er grunnvatnsstaðan orðin mjög há. Við erum að fá tilkynningar um að skriður hafi fallið hjá Siglufjarðarvegi, beggja megin við Strákagöng. Og líka í fjallinu og við bæinn,“ sagði Esther Hlíðar Jenssen, skriðusérfræðingur hjá Veðurstofunni og bætir við að skriðurnar séu ekki mjög stórar. „En grunnvatnsstaðan er há og það er búið að rigna mikið í vikunni á undan þannig þetta er allt orðið mjög viðkvæmt og gegnsósa þarna.“ Slökkviliðið á Húsavík var kallað til um miðnætti í nótt vegna aurskriðu sem féll niður við Skálabrekku í bænum. Rýma þurfti þrjú hús vegna þessa en mikið vatn og jarðvegur rann fram úr fjallshlíðinni. Kristján Ingi Jónsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á Húsavík, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hann segir að aurskriðan hafi að mestu lent á einu húsi við Skálabrekku en að skemmdirnar séu ekki umtalsverðar þrátt fyrir að greinilega séu einhverjar vatnsskemmdir. Siglufjarðarvegur er lokaður vegna grjóthruns og verður fundað síðar í dag um hættumat á svæðinu. Esther segir mikilvægt að fylgjast vel með veðurspá. Enn sé hætta á ferðum þó dregið hafi úr úrkomu. Er skriðuhætta í bænum eða einhvers staðar í byggð? „Nei í rauninni ekki nema bara að lækir geta verið varasamir og þannig en það eru varnir fyrir ofan bæinn,“ segir Esther. Veður Fjallabyggð Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira
Töluvert hefur rignt á svæðinu undanfarna daga og í gærkvöld. Um miðja nótt dró úr ákefðinni þó rigning hafi verið stöðug. „En hins vegar er grunnvatnsstaðan orðin mjög há. Við erum að fá tilkynningar um að skriður hafi fallið hjá Siglufjarðarvegi, beggja megin við Strákagöng. Og líka í fjallinu og við bæinn,“ sagði Esther Hlíðar Jenssen, skriðusérfræðingur hjá Veðurstofunni og bætir við að skriðurnar séu ekki mjög stórar. „En grunnvatnsstaðan er há og það er búið að rigna mikið í vikunni á undan þannig þetta er allt orðið mjög viðkvæmt og gegnsósa þarna.“ Slökkviliðið á Húsavík var kallað til um miðnætti í nótt vegna aurskriðu sem féll niður við Skálabrekku í bænum. Rýma þurfti þrjú hús vegna þessa en mikið vatn og jarðvegur rann fram úr fjallshlíðinni. Kristján Ingi Jónsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á Húsavík, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hann segir að aurskriðan hafi að mestu lent á einu húsi við Skálabrekku en að skemmdirnar séu ekki umtalsverðar þrátt fyrir að greinilega séu einhverjar vatnsskemmdir. Siglufjarðarvegur er lokaður vegna grjóthruns og verður fundað síðar í dag um hættumat á svæðinu. Esther segir mikilvægt að fylgjast vel með veðurspá. Enn sé hætta á ferðum þó dregið hafi úr úrkomu. Er skriðuhætta í bænum eða einhvers staðar í byggð? „Nei í rauninni ekki nema bara að lækir geta verið varasamir og þannig en það eru varnir fyrir ofan bæinn,“ segir Esther.
Veður Fjallabyggð Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira