Fékk að vita tímann á bráðamóttökunni Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 24. ágúst 2024 21:10 Hann segir að sér líði þrátt fyrir allt vel og ætli að hvíla sig í kvöld. Vísir/Samsett Dagur Lárusson sló metið sitt í maraþonhlaupi um heilar fimmtíu mínútur í Reykjavíkurmaraþoninu í dag en þurfti hins vegar að fagna því með næringu í æð á bráðamóttöku Landspítalans. Eftir langt og strangt hlaup var Dagur kominn að Hörpunni og endamarkið var beinlínis í augsýn en þá missti hann meðvitund og féll í jörðina. Aðrir hlauparar reistu hann við og hjálpuðu honum í mark en Dagur segist mjög þakklátur þeim. Reyndi að bæta sig um klukkutíma milli ára Eftir að hafa komið í mark, varla með meðvitund, var farið með hann beint í sjúkratjaldið og í kjölfarið á bráðamóttökuna. Hann er útskrifaður núna og segist líða vel þrátt fyrir allt saman. Hann sé fyrst og fremst ánægður að hafa klárað á undir fjórum klukkutímum. Dagur Lárusson hljóp sitt fyrsta maraþon í fyrra og þá á fjórum tímum og fjörutíu og fimm mínútum. Það gerði hann án mikils undirbúnings og fyrirhafnar, að hans sögn, og því hafði hann talið að með strangri þjálfun og miklum undirbúningi gæti hann bætt tímann sinn um klukkutíma á milli ára. „Ég veit ekki hvort það hafi verið heimskulegt af mér,“ segir Dagur í samtali við fréttastofu. Sá stjörnur þegar kílómetrar voru eftir Vegna góðs árangurs í fyrra ákvað hann að stefna á að hlaupa maraþonið í ár á þremur tímum og fjörutíu og fimm mínútum. Hann hafði verið í mikilli þjálfun hjá Arnari Péturssyni, hlaupara og hlaupaþjálfara, frá því í febrúar og var sigurviss. „Ég var nú ekki langt frá því. Ég kláraði á 3:55,“ segir Dagur en viðvörunarbjöllurnar fóru að hringja verulega þegar enn var nóg af kílómetrum eftir. „Ég var byrjaður að sjá hvítt og stjörnur þegar voru 8 kílómetrar eftir. Ég náði alltaf að drösla mér áfram. Þegar ég var kominn á Skólavörðustíginn datt ég og fæturnir voru orðnir svo linir. Þá kom reyndur hlaupari að mér og sagði: „Nú ætlar þú að labba restina,“ segir Dagur en eftir að hafa gengið um hundrað metra fór hann aftur að hlaupa. Hann ætlaði að ná markmiði sínu. „Ég einhvern veginn komst áfram en síðan þegar ég var kominn aðeins framhjá Hörpu var ég í einu kominn á jörðina. Ég man ekki hvernig það gerðist. Einhverjir tveir meistarar hjálpuðu mér, reistu mig við, gáfu mér Gatorade. Það virkaði að lokum og ég náði einhvern veginn að skauta mér í mark,“ segir Dagur. Ekki nægilega fyllt á tankinn Hann kveðst halda að helsta ástæðan fyrir því að farið hafi sem fór sé sú að hann hafi ekki borðað nóg í aðdraganda maraþonhlaupsins. Maður þurfi að fylla vel á tankinn áður en maður leggur í slíkt og það hafi hann ekki gert nægilega vel. Hann kveðst heldur ekki hafa sofið nóg. Dagur bendir einnig á það sem mögulegan sökudólg að Apple-snjallúr sem hann bar á höndinni sé ekki nægilega gott í að fylgjast með hlaupahraðanum og að hann hafi þá í raun hlaupið hraðar en hann hefði ætlað sér. Eftir stutta dvöl í sjúkratjaldinu var farið með hann á bráðamóttökuna. Hann segist hafa verið þar frá hálftvö í dag til klukkan sjö. Honum líði þó furðuvel miðað við aðstæður. „Ég er ánægður með að hafa klárað undir fjórum tímum. Þó svo að markmiðið hafi verið 3:45 náði ég að klára undir fjórum tímum. Ég er sáttur og líður frekar vel þrátt fyrir allt,“ segir Dagur. Dagur segir þrjóskuna hafa knúið hann síðasta spölinn, en kveðst þó ekki muna mikið eftir síðustu metrunum. Hann sá loks tölvupóstinn sem staðfesti að honum hafi tekist að hlaupa maraþon á undir fjórum tímum á bráðamóttökunni. „Ég gat ekki hugsað mér að hafa ekki klárað undir fjórum. Ég er rosalega ánægður að hafa náð að klárað undir fjórum. Ég var bara í sjúkratjaldinu, eiginlega ekki með meðvitund: „Náði ég að klára undir fjórum?“ Það kom síðan í ljós, ég sá tölvupóstinn eftir hlaup og þar stóð 3:55. Það var geggjað,“ segir Dagur. Nýtur hvíldarinnar í kvöld Dagur segir að hann sjái það nú að upphaflega markmiðið hans hafi kannski ekki verið það skynsamlegasta en er þó hæstánægður með árangurinn sem er mikill. Fimmtíu mínútur á milli ára. Aðspurður segist hann þó ekki munu reyna slíkt hið sama á næsta ári. „Ekki tveir og fimmtíu, þú getur gleymt því,“ segir Dagur. Hann segist ætla að taka því rólega í kvöld og reyna að hvíla líkamann eftir hlaupið. Honum líði þó vel núna og segir að það sé fyrir öllu. Í bili ætli hann að njóta þess að vera kyrr. Reykjavíkurmaraþon Menningarnótt Landspítalinn Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Eftir langt og strangt hlaup var Dagur kominn að Hörpunni og endamarkið var beinlínis í augsýn en þá missti hann meðvitund og féll í jörðina. Aðrir hlauparar reistu hann við og hjálpuðu honum í mark en Dagur segist mjög þakklátur þeim. Reyndi að bæta sig um klukkutíma milli ára Eftir að hafa komið í mark, varla með meðvitund, var farið með hann beint í sjúkratjaldið og í kjölfarið á bráðamóttökuna. Hann er útskrifaður núna og segist líða vel þrátt fyrir allt saman. Hann sé fyrst og fremst ánægður að hafa klárað á undir fjórum klukkutímum. Dagur Lárusson hljóp sitt fyrsta maraþon í fyrra og þá á fjórum tímum og fjörutíu og fimm mínútum. Það gerði hann án mikils undirbúnings og fyrirhafnar, að hans sögn, og því hafði hann talið að með strangri þjálfun og miklum undirbúningi gæti hann bætt tímann sinn um klukkutíma á milli ára. „Ég veit ekki hvort það hafi verið heimskulegt af mér,“ segir Dagur í samtali við fréttastofu. Sá stjörnur þegar kílómetrar voru eftir Vegna góðs árangurs í fyrra ákvað hann að stefna á að hlaupa maraþonið í ár á þremur tímum og fjörutíu og fimm mínútum. Hann hafði verið í mikilli þjálfun hjá Arnari Péturssyni, hlaupara og hlaupaþjálfara, frá því í febrúar og var sigurviss. „Ég var nú ekki langt frá því. Ég kláraði á 3:55,“ segir Dagur en viðvörunarbjöllurnar fóru að hringja verulega þegar enn var nóg af kílómetrum eftir. „Ég var byrjaður að sjá hvítt og stjörnur þegar voru 8 kílómetrar eftir. Ég náði alltaf að drösla mér áfram. Þegar ég var kominn á Skólavörðustíginn datt ég og fæturnir voru orðnir svo linir. Þá kom reyndur hlaupari að mér og sagði: „Nú ætlar þú að labba restina,“ segir Dagur en eftir að hafa gengið um hundrað metra fór hann aftur að hlaupa. Hann ætlaði að ná markmiði sínu. „Ég einhvern veginn komst áfram en síðan þegar ég var kominn aðeins framhjá Hörpu var ég í einu kominn á jörðina. Ég man ekki hvernig það gerðist. Einhverjir tveir meistarar hjálpuðu mér, reistu mig við, gáfu mér Gatorade. Það virkaði að lokum og ég náði einhvern veginn að skauta mér í mark,“ segir Dagur. Ekki nægilega fyllt á tankinn Hann kveðst halda að helsta ástæðan fyrir því að farið hafi sem fór sé sú að hann hafi ekki borðað nóg í aðdraganda maraþonhlaupsins. Maður þurfi að fylla vel á tankinn áður en maður leggur í slíkt og það hafi hann ekki gert nægilega vel. Hann kveðst heldur ekki hafa sofið nóg. Dagur bendir einnig á það sem mögulegan sökudólg að Apple-snjallúr sem hann bar á höndinni sé ekki nægilega gott í að fylgjast með hlaupahraðanum og að hann hafi þá í raun hlaupið hraðar en hann hefði ætlað sér. Eftir stutta dvöl í sjúkratjaldinu var farið með hann á bráðamóttökuna. Hann segist hafa verið þar frá hálftvö í dag til klukkan sjö. Honum líði þó furðuvel miðað við aðstæður. „Ég er ánægður með að hafa klárað undir fjórum tímum. Þó svo að markmiðið hafi verið 3:45 náði ég að klára undir fjórum tímum. Ég er sáttur og líður frekar vel þrátt fyrir allt,“ segir Dagur. Dagur segir þrjóskuna hafa knúið hann síðasta spölinn, en kveðst þó ekki muna mikið eftir síðustu metrunum. Hann sá loks tölvupóstinn sem staðfesti að honum hafi tekist að hlaupa maraþon á undir fjórum tímum á bráðamóttökunni. „Ég gat ekki hugsað mér að hafa ekki klárað undir fjórum. Ég er rosalega ánægður að hafa náð að klárað undir fjórum. Ég var bara í sjúkratjaldinu, eiginlega ekki með meðvitund: „Náði ég að klára undir fjórum?“ Það kom síðan í ljós, ég sá tölvupóstinn eftir hlaup og þar stóð 3:55. Það var geggjað,“ segir Dagur. Nýtur hvíldarinnar í kvöld Dagur segir að hann sjái það nú að upphaflega markmiðið hans hafi kannski ekki verið það skynsamlegasta en er þó hæstánægður með árangurinn sem er mikill. Fimmtíu mínútur á milli ára. Aðspurður segist hann þó ekki munu reyna slíkt hið sama á næsta ári. „Ekki tveir og fimmtíu, þú getur gleymt því,“ segir Dagur. Hann segist ætla að taka því rólega í kvöld og reyna að hvíla líkamann eftir hlaupið. Honum líði þó vel núna og segir að það sé fyrir öllu. Í bili ætli hann að njóta þess að vera kyrr.
Reykjavíkurmaraþon Menningarnótt Landspítalinn Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira